Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 10
Sigurður Líndal, prófessor: GILDI ÆTTFRÆÐINNAR Ræða flutt á fimmtíu ára afmæli Ættfræðifélagsins Lögfræðingar og ættfræðingar. Ég árna Ættfræðifélaginu allra heilla á hálfrar aldar afmælinu. Ekki veit ég hvaða rök liggja til þess að kveðja lögfræðing sem ekki hefur af neinu að státa í ættfræði til að ávarpaþennan fund. Ef til vill hafa forráðamenn félagsins haft í huga að ýmis tengsl eru milli lögfræði og ættfræði og margir lögfræðingar lagt drjúgan skerf til ættfræðinnar. Elér má nefna Jón Espólín sýslumann, Jón Pétursson yfirdómara, Magnús Stephensen landshöfðingja, Klemens Jónsson landritara, Pál Eggert Ólason prófessor, Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóra og sendiherra og Einar Bjamason ríkisendurskoðanda. Hann var árið 1969 skipaður prófessor í ættfræði og gegndi því embætti til ársins 1977. Embættið var innan lagadeildar og bundið nafni hans og áttum við þar samleið um nokkurt skeið. Sem ræðumaður hér er ég að minnsta kosti í góðum félagsskap. Fyrstu ættartölur - ættfræði til nyt- semdar. Höfundurfyrstumálfræðiritgerðarinnar, semtalin er rituð um miðja 12. öld, segir að í flestum löndum setji menn á bækur annað tveggja þann fróðleik er innanlands hefur gjörzt eður þann annan, er minnissamlegastur þykir, þó að annars staðar hafi heldur gjörzt, eða lög sín setja menn á bækur, hver þjóð á sína tungu. Síðan segir að hann hafí ritað íslendingum stafróf til þess að hægra verði að rita og lesa sem nú tíðkist og á þessu landi bæði lög og ættvísi eða þýðingar helgar og svo þau spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skyn- samlegu viti.1 Ari fróði ritaði íslendingabók líklega milli 1120- 1130 og segir í formála að hann hafi ritað bókina of hið sama far og eldri gerð ritsins fyrir utan ættartölu og konungaævi. Islendingabók endar á orðunum: “Hér lýkst sjá bók” og við taka tvær ættartölur: biskupa Islendinga og ætt Ara sjálfs, en hún geymir nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga. Ástæða er til að huga að því hverjar séu þær ættartölur sem höfundur fyrstu málfræðiritgerðar- innar skipar við hlið rita Ara fróða og munu víst flestir svara að ættartölur hafi verið meginefni hinnar íyrstu Landnámabókar eða einhver ættartölurit sem ef til vill hafi verið fyrstu drög bókarinnar. í þeim gerðum sem nú eru varðveittar má ætla að ættar- og mannfræðifróðleikurinn hafi verið stórlega aukinn, enda ættir raktar allt til loka 13. aldar og stuttar frásagnir fléttaðar inn í ættartölurnar.2 Þetta sýnir að ættfræðin er nátengd upphafi ritaldar á Islandi og er þar skipað á bekk með því sem mikilvægast var talið að festa á bók: lögum og þýðingum helgum auk fræða Ara Þorgilssonar sem þó virðast nefnd sem eins konar aukageta. Þannig má segja að hún verði móðir íslenzkrar sagnaritunar. - Og þetta er engin tilviljun. Lögbundið hlutverk ættarinnar á þjóð- veldisöld. Ættin er elzti félagsskapur manna og verður til á undan skipulegu og lögbundnu þjóðfélagi.3 Oglöngu eftir að komið hefur verið á það nokkurri skipan heldur ættin áfram að vera einhver mikilvægasta stofnun þess. Þetta má ráða af skipan íslenzka þjóðveldisins. 1 Snorra Edda - Edda Snorronis Sturlæi - II. Hafniæ 1852, bls. 10-12. 2 Sjá nánar: íslendingabók - Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Hið íslenzka fomritafélag, Rv. 1958. Formáli, bls. CVI o. áfr., sbr. CXXVIII o. áfr. (íslenzk fornrit I) 3 ÓlafurLárusson: Yfirlityfiríslenzkaréttarsögu. Rv. 1932, bls. 48-55 (fjölr.). SigurðurLíndal: Ætt. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 20, d. 591-594. 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.