Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 14
ýmislegt sameiginlegt. Þannig stuðlar ættfræðin að einingu þjóðarinnar og varðveizlu þjóðemis. - Hafi þess einhvern tíma verið þörf þá er það nú. Hún greiðir einnig götu milli þjóða. Þess vegna er mikil- vægt að rækja ættartengsl við þá íslendinga sem búa utanlands og ýta undir ættrækni þeirra. Sjálfur varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að kynnast mörgum þýzkum og dönskum frændum mínum, skyldum mér í 4. lið, á ættarmóti fyrir nokkrum árum. Þá getur ættfræðin orðið undirstaða mikilvægra vísindarannsókna, m.a. í sagnfræði, félagsfræði og læknisfræði. Hafa íslendingar þar margt og mikið að bjóða. Um skeið höfðu sagnfræðingar nokkurt hom í síðu ættfræðinnar og er mér það lítt skiljanlegt, þar sem tjölmargt í söguþjóðarinnar verðurhvorki skilið né skýrt nema ættfræðiþekking sé tiltæk. Ég hef þó á tilfinningunni að viðhorfin séu að breytast. A sviði læknisfræði er mér kunnugt um rannsóknir á geðveiki, krabbameini og blóðsjúkdómum þar sem ættfræði- þekking hefur verið lögð til grundvallar. Slíkarrann- sóknirhafanotiðríflegrastyrkjaerlendraaðila, þannig að segja má að ættfræðin sé í vissum skilningi út- flutningsgrein. Starfsemi af þessu tagi tel ég að þyrfti að kynna betur. Loks má nefna að ættfræðiiðkun er eitt helzta sérkenni I slendinga og þá ekki sízt vegna þess að hún er ekki bundin við neinar svokallaðar hástéttir, heldur alla þjóðfélagshópa. - Ég ítreka það sem ég sagði áðan: Ættlaus Islendingur er varla til. Um það hvort ættfræðiiðkun og söfnun persónu- fróðleiks sé til marks um óþarfa hnýsni um einkahagi manna er það að segja, að almennt er ætterni manna og ytra lífshlaup ekkert einkamál, enda getur það skipt máli að lögum eins og áður var rakið. - Hins vegar rísa stundum viðkvæm álitaefni þar sem nauð- synlegt er að sýna fyllstu tillitssemi, þó svo að sé á kostnað ströngustu krafna fræðanna. Hafa slík mál jafnvel komið til kasta dómstóla. En hér er meginatriði að heimildum sé ekki spillt, þótt ekki séu birtar að sinni Ættfræði á næstu öld. En hvernig horfir framtíðin við? Það sem helzt veldur vanda við rannsóknir á ættum fyrri alda er að heimildir eru skörðóttar og ekki alls kostar traustar. Nú er slíku ekki til að dreifa. Skráningar- ogupplýsingatækni nútímanshefurauð- veldað að miklum mun allar ættfræðirannsóknir. En þá blasir annar vandi við: hin nýja mannljölgunar- tækni sem nú ryður sér til rúms. Nú skal ekki dregið úr því að hún leysir margan vanda og er það vel. Hitt er verra ef henni er beitt þannig að komandi kynslóðum verður varnað að þekkja uppruna sinn að einhverju leyti. Hér er enn komið að vandasömum og við- kvæmum málefnum sem orðið gætu tilefni langrar orðræðu. Vafalaust munu margir líta svo á að hags- munir ættfræðigrúskara megi ekki ráða. En þá ber að huga að hinu, hvort það teljist ekki til sjálfsagðra réttindahvers manns að fá vitneskju um uppruna sinn ef hann óskar og því beri að varðveita gögn um það efni, hvernig sem meðferð þeirra verði að öðru leyti háttað. Heldur finnst mér það dapurleg framtíðarsýn ef komandi kynslóðir kunna betri skil á ættum hrossa en manna. Hér sýnist mér vera verkefni fyrir Ættfræðifélagið að beita sér fyrir því að réttar upp- lýsingar verði tryggðar og heimildum haldið til haga. Skáldið Jón Helgason ávarpar höfund Hungurvöku með þessum orðum: Þú vissir ekki að égyrði til úr œttanna kynlega blandi. V íst getur blanda ættanna verið ærið kynleg. Þetta gerðu menn sér ljóst fyrr á öldum og reyndu að hafa stjórn á því hver yrði viðgangur þeirra með því að foreldrar og frændur ákváðu hjúskapartengsl oft af mikilli útsjónarsemi. Tilviljanir skyldu sem minnstu ráða. En þær hafa þó löngum ráðið miklu og þá ekki sízt nú á dögum þegar foreldrar hafa afsalað sér þessu valdi eða glatað því. - En eigi að síður getur ættfræðin verið til leiðsagnar þegar hjúskapur eða sambúð er ráðin og reyndar í öllum hversdagslegum samskiptum, hún eykur þekkingu og dýpkar skilning. Sá sem þekkir ætt annars manns virðir hann í öðru ljósi - kosti hans og galla, veikleika og styrkleika - en þann sem stendur einn og óstuddur. Þannig er gildi hennar ekki eingöngu bundið við hagnýt og fræðileg við- fangsefni eða afþreyingu, heldur einnig við daglega önn og athöfn. 14

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.