Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 15
Hátíðarboð í Höfða eða "s4 CfÍMum Cfióin vw" Félagar Ættfræðifélagsins undu hdg sínum vel í Höfða. (efri mynd) Gjöf að þakka er góður siður. (neðri mynd) Spjallað og spáð í fortíð og nútíð. (efri mynd) Um eitt hundrað félagar úr Ættfræðifélaginu heimsóttu Höfða í boði Borgarinnar. (neðri mynd) Ekki var afmælisfagnaði Ættfræðifélagsins lokið þótt sól sigi til viðar laugardaginn 25. febrúar því mánudaginn 27. febrúar hélt gleðin áfram. Þá var félögum Ættfræðifélagsins boðið í Höfða þar sem Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar, tók á móti þeim fyrir hönd borgarinnar. Skoðuðu gestir húsakynnin, dreyptu á dýrum veigum, spjölluðu, sýndu sig og sáu aðra. Borgarstjóra hafði verið boðið til hátíðarfundarins í Gerðubergi en sökum truflana í boðkerfi borgarstarfsmanna láðist að ítreka fundardaginn við borgarstjórann og mætti hún því ekki á fundinn. í Höfða afhenti formaður félagsins ættrakningu borgarstjóra, áatal í fimm ættliði, unnið af Eggerti Th. Kjartanssyni, og þakkaði borgarstjóri félaginu gjöfina í bréfí nýlega og harmaði að hún hefði ekki komið á fundinn af ofangreindum ástæðum. Eíndu menn hag sínum vel í Höfða og þakkaði Hólmfríður Gísladóttir formaður borginni innilega fyrir gestrisnina. GR 15

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.