Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 11
Framfærsla manna hvíldi á ættinni. Skyldan var því ríkari sem skyldleiki var nánari, en hann var í þessu tilfelli rakinn allt til fimmmenninga, en þá tók hreppurinn við. Auk kirkjunnar var hann helzta félagsmálastofnun þjóðveldisins. Lögráð voru bundin við ættina. Nánasti lögráðamaður bams var faðir, síðan bróðir samfeðra, þá móðir og því næst sá erfingi sem næstur stóð til arfs. Rétturtil ijárvarðveizlu fór eftir því hversu náinn skyldleiki var, en það var hagsmunamál því að sá sem varðveitti fé ómaga naut vaxta af því. Erfðir voru einungis reistar á skyldleika og í lögum þjóðveldis- ins eru ýmis ákvæði sem takmarka ráðstöfunarrétt manna yfir eignum sínum, enda stefndi löggjöfin að því að halda eignum í ætt. Hér má einnig nefna það sem er þó öllu fjarlægara nútímamönnum að réttur til hefnda fyrir víg og legorð var í höndum ættar og ættin átti aðild að vígssökum, hún tók við og innti af hendi niðgjöld. Þá skipti það einnig máli hvort menn voru laungetnir eða skilgetnir oghélztþaðöldumsaman. Konur nutu að sumu leyti minni réttinda innan ættar en karlmenn og stóð svo lengi. En ættartengsl manna voru ekki einvörðungu ráðin að lögum, heldur voru þau einnig siðferðilegs eðlis. Ættin kom fram út á við sem ein heild og gætti hagsmuna hvers einstaks ættingja og bar ábyrgð á gerðum hans. Innan ættar skyldi ríkja friður, afreksverk eins ættingja vörpuðu ljóma á ættina alla, en smán hans kastaði á hana rýrð - hann var ættarskömm. Þannig var ættartengslum í stórum dráttum háttað á þjóðveldisöld. Skyldleiki allt til fimmta liðar Sigurður Líndal, prófessor var upphaflega hjúskapartálmi, en var færður til fjórmenninga eftir Latrankirkjuþingið Með Vaxandi ríkisvaldi dregur Úr lög- 121 S bundnu hlutverki ættarinnar. Kynmök milli ættingja voru bönnuð og þung viðurlög voru við frændsemis- og siijaspellum. Skyldleiki allt til þriðja liðar olli vanhæfi til setu í dómi eða kvið. Síðast en ekki sízt má nefna að sá sem vildi tryggja eignarrétt sinn, einkum á löndum sem hann hafði fengið að erfðum, varð að kunna skil á ætt sinni. Ættartalan varð ígildi þinglýstra eignarheimilda nú á dögum. Er mjög líklegt að tilefni að ritun Land- námabókar hafí að minnsta kosti öðrum þræði verið að tryggja eignarheimildir með skrásetningu - og þar hafi höfðingjaættimarekki sízt verið að tryggja eigin hagsmuni.4 Flest á þetta sér nokkra samsvörun nú á dögurn. Við lögfestingu Jónsbókar 1281 urðu ekki neinar grundvallarbreytingar. Skyldleiki var þar talinn til fjórða liðar við erfðir, framfærslu, eftirfor eftir ræn- ingja eða morðingja, víglýsingu og vitnisburð. I kristinrétti Árna Þorlákssonar frá 1275 teljast hjú- skapartálmar í fjórða lið. Á þjóðveldisöld átti kirkjan þátt í að rýra stöðu ættarinnar, einkum með baráttu sinni fyrir sjálfstæði gagnvartveraldleguvaldi.Kirkjanvarþaðsem kallað var persóna að lögum og henni fylgdi hugmyndin um embætti óháð þeim sem hverju sinni gegndi því - hún var stofnun. Með fyrirmælum um ókvæni klerka var skorið á ættartengsl með því að klerkar eignuðust ekki böm eða böm þeirra urðu ekki arfgeng. Með baráttu fyrir því að menn mættu ráðstafa eignum sínum að gjöf án þess að goldin væri eða ráðstafa 4 Um þessa kenningu sérstaklega: Barði Guðmundsson: Uppruni Landnámabókar. Skírnir, Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 112. ár (1938), bls. 5-22. Sveinbjörn Rafnsson: Studier i Landnámabók. CWK Gleerup, Lund 1974, afd. III, bls. 127 o. áfr. (Bibliotheca Historica Lundensis XXXI). Jakob Benediktsson: Markmið Landnámabókar. Skírnir 148. ár (1974), bls. 207-215, sjáeinnig Sveinbjörn Rafnsson: Aðferðir og viðhorf í Landnámurannsóknum. Skírnir 150. ár (1976), bls. 213-238. 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.