Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 13
Hér er raunar verið að rita í sama anda og gert er í íslendingabók, Landnámabók, íslendingasögum og Sturlungu. Kjami hinna fomu rita er ætterni manna og söguefni spunnin kringum mislöng niðjatöl, gjaf- orð og tign ættfærðra manna. Sama á við um ættar- tölurit 17. aldar. Þar eru langir kaflar þar sem eru nöfnin ein, en inn á milli er smeygt sögum af nafn- kenndum merkismönnum. Viðamestu ættartölur 17. aldar má rekja til séra Þórðar Jónssonar í Hítardal, sem lézt 1670, en hann átti gnótt fornsagna á skinni og ritaði eina gerð Landnámabókar sem við hann er kennd.6 Af því sem nú hefur verið rakið má sjá að fyrr á öldum var ættfræði ekki sízt stunduð í hagnýtum tilgangi þótt einnig hafi verið til fróðleiks og skemmt- unar, enda hafði ættin tilteknu lögbundnu hlutverki að gegna sem nú hefur verið selt ríki, sveitarfélögum og hagsmunasamtökum í hendur. Þótt ættartengsl skipti enn máli að lögum eru þau ekki þess eðlis að þörf sé fyrir víðtæka ættfræðiþekkingu. Hefur ættfræði gildi nú á dögum? Og þá liggur beint við að spyrja: Hefur ættfræði nokkurt gildi nema til dægrastyttingar eins og föndur.7 Sá tilgangur er raunar allrar virðingar verður og sízt að lasta. En er sú skemmtan þó ekki tvíeggj uð? Sumir menn eru það sem kallað er ættstórir í þeim skilningi að meðal frænda þeirra og forfeðra er nafnkennt og mikils metið fólk sem hefur haft áhrif og völd eða getið sér sérstakan orðstír í vísindum, listum, verk- legum framkvæmdum, félagsmálum eða stjómmál- um; aðrir eru ættsmáir þar sem að þeim stendur óþekkt fólk og lítt áberandi - almúgafólk eins og það sem ekki þótti ástæða til að geta um í ættartölum 17. aldar. Er ættfræðin þá til annars en að ýta undir yfirlæti og ættardramb, vekja hinum ættsmáu van- metakennd, að kynda undir öfund og úlfúð í þjóð- félaginu, skipta því í hópa eftir ættgöfgi? - Og hér má bæta því við að til eru þeir sem finnst ættfræði og persónufróðleikur ekki vera annað en hnýsni í einkalíf manna, jafnvel fara í bága við friðhelgi þess. En hér er margs að gæta. í fyrsta lagi, að enginn verður bættari fyrir ættemi sitt eitt saman. Aðrir stj óma því og við fáum engu um ráðið - berum þá að sjálfsögðu enga ábyrgð. - Hitt er engum manni óhollt að hafa dugmikla frændur sína og forfeður að fyrirmynd og leitast við að vera að minnsta kosti ekki verri maður en meðaltal ættar sinnar ef svo má að orði komast. - Auk þess fæ ég ekki betur séð en ættlaus Islendingur sé tæplega til. Al- kunna er að öll erum við af konunga kyni ef framættir eru raktar. - En ekki þarf að seilast svo langt. Af lestri ýmissa ættartölurita hef ég íyrir löngu komizt að þeirri niðurstöðu að merkisfólk er í öllum ættum - fólk sem hefur getið sér góðan orðstír á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Ogeinhverjirgallagripirfinn- ast í flestum ættum, j afnvel þeim sem kenndar eru við höfðingja og heldra fólk. Það hins vegar nokkuð misjafnt hvar menn hafa haslað sér vettvang, hvort menn standa í vélarrúmi, á þilfari eða stjórnpalli á því fleyi sem menn kalla gjaman þjóðarskútu. Allir skipverjar eru nauðsynlegir svo að siglingin gangi áfallalaust. Þó gætirþess áreiðanlegaminna í íslenzku þjóðfélagi en flestum öðrum að ákveðin þjóðfélags- staða sé bundin við ætterni. - Hér er furðu mikill hreyfanleiki á fólki og gæti ég látið mér detta í hug að það væri meðal sérkenna íslenzks þjóðfélags; raunar skilst mér að ýmsir dragi þetta í efa, en málið kynni að skýrast ef betur væri skoðað. í öðru lagi hljótum við að spyrja um almennt gildi ættfræðinnar. Það hefur verið viðurkennt frá upphafi ritaldar. Sá sem þekkir ætt sína stendur traustari fótum, hann dýpkar skilning á sjálfúm sér og öðrum, hann eykur almenna mannþekkingu sína. Hann öðlast betri skilning á því að hann er hluti stærri heildar, hann veit að hann er ekki einn og því fylgir viss öryggistilfinning. í þriðja lagi ber ættfræðiáhugi því vætti að menn hafa áhuga á öðru fólki eða að minnsta kosti stendur ekki alveg á sama um það. Þegar skyldleiki verður ljarlægari getur ættfræðin breytzt í hinn ágætasta samkvæmisleiksem liðkarfyrirsamskiptum. Þannig getur ættfræðin komið í staðinn fyrir góðan kaffibolla eða hóflega drukkið hvítvínsglas. í ijórða lagi styrkir ættfræðin tengsl kynslóðanna og brúar bil milli þeirra. Þannig stuðlar hún að samheldni í þjóðfélaginu. Það merkir ekki að ættmenn séu sammála um hvaðeina, heldur hitt að hún ýtir undir skilning á því að þrátt fyrir ágreining eigi menn 6 Þessi fróðleikur er sóttur í framangreind ritgerðardrög Guðrúnar Ásu Grímsdóttur og hér birtur með góðfúslegu leyfi hennar. 7 Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti samhlj óða ræðu sem flutt var á Briemsættarmóti sem haldið var 3 0. september 1990 í tilefni útgáfú Briemsættar, niðjatals Valgerðar Ámadóttur og Gunnlaugs Guðbrandssonar Briem. 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.