Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 12
þeim með erfðagemingi sér til sálarheilla var verið að opna smugu þannig að eignir gátu gengið úrættis og safnazt til kirkjunnar. Af þessu öllu er löng átakasaga með sigrum, ósigrum og málamiðlunum.5 - En hlutur ættarinnar rýrnaði. Og þetta má marka ef litið er á þau ákvæði Jónsbókar sem lúta að ættartengslum. Ættin gegnir ekki jafn veigamiklu hlutverki og á þjóðveldisöld - nánar tiltekið samkvæmt Grágás - þótt ekki verði nein grundvallarbreyting. Hefndir hætta þó að skipta máli að lögum. Niðgjöld tíðkast ekki framar og aðild vígsmála flytzt að mestu til konungsvaldsins. Auk þess sem kirkjan hafði eflzt hafði ríkisvaldi vaxið ásmegin og það var einnig á kostnað ættarinnar. Eftir því sem ríkisvald styrktist dró úr lögbundnu hlutverki ættarinnar og þannig hefur henni smám saman verið þokað úr sessi sem þjóðfélagsstofnun. Þau ættartengsl sem nú skipta helzt máli að lögum lútaeinkum aðframfærsluskyldu,hjúskapartálmum, refsilöggjöf, og eru þá sérstaklega höfð í huga sifja- spell, vanhæfi til setu í dómi og töku stjórnsýslu- ákvarðana. Verður þessi saga ekki rakin frekar. Einungis er minnt á þetta í því skyni að benda á að ættfræðin taldist framan af öldum, og raunar lengi síðan, til nytjafræða í ríki þar sem ekki naut við ríkisvalds í nútímaskilningi eins og í íslenzka þjóðveldinu eða var mjög veikt eins og á Jónsbókartímabilinu - nánar tiltekið til upphafs 18. aldar þegar einveldisskipan hafði endanlega verið fest í sessi. Eyða í ættartöluritum. Eins og fyrr er vikið að var mikill áhugi á ættfræði á þjóðveldisöld, en hann virðist hafa dvínað þegar dró fram á hina 14.1 yngstu miðaldagerð Landnáma- bókar - Hauksbók - sem talin er rituð á fyrsta áratug 14. aldar eru ættir raktar fram til um 1300. Síðan verður eyða í ættartöluritum í um það bil tvær aldir. Ekki er ljóst hvort rit frá þessum tíma hafa glatazt eða ættfræðiiðkun lagzt niður. Olíklegt má telja að þeirri iðju hafi verið hætt með öllu, heldur hafi dregið úr ástundun hennar þegar hér var komið sögu. Ef svo er liggur ekki ljóst fyrir hvað valdið hafi. Ef til vill það að erlendir valdsmenn tóku við sem hirðstj órar og biskupar, að hinar fomu ættir riðluðust og staða þeirra veiktist, að veruleg breyting varð á atvinnuháttum með því að sjávarútvegur varð aðal- útflutningsgrein og verðgildi jarða raskaðist. En allt eru þetta getgátur sem skýra engan veginn þá eyðu sem verður í ættfræðibókmenntunum á þessu tímabil i. Ef til vill liggur skýringin í því að eldri heimildir hafi verið felldar inn í ættartölurit frá 17. öld sem nú verður vikið að. Lifnar yfir ættfræðinni á 16. og 17. öld. Ættartöluritun hefst af auknum krafti með böm- um Jóns biskups Arasonar og í framhaldi af því með Magnúsi Jónssyni prúða sýslumanni. Þetta á vafa- laust rót að rekja til harðvítugra átaka um erfðarétt milli voldugustu ætta landsins á síðari hluta 14. aldar ogá 15. og 16. öldþarsemgífurlegirhagsmunirvoru í húfi og ættunum var nauðsynlegt að styrkja sig í sessi. Við þetta bættist óvissa um erfðareglur, meðal annars gildi Möðruvalla-réttarbótar frá 1313. I drögum að ritgerð um efni í ættartölubókum frá 17. öld sem Guðrún Asa Grímsdóttir hefur léð mér segir að svo virðist sem flestar ættir í niðjatölum í handritum frá 17. öld séu raktar frá landsstjómar- mönnum, ábótum, biskupum, heldri klerkum, lögmönnum, sýslumönnum, betri bændum og lögréttumönnum. Iðulega sé talan látin niður falla þegar kemur að almúgafólki í höfðingjaættum með þeim ummælum að af þeim sé almúgafólk komið. Þetta bendir til þess að drjúgur hvati að ættartöluritun á 17. öld hafi verið eignarréttar- og valdahagsmunir. Á víð og dreif í ættartölum er upptalning á eignum manna eða eignaskiptum við erfðir eða kvenna- giftingar þar sem mest ber á jarðagóssi og er þar oft stuðzt við skjöl. I þeim ættartölum sem mest efni er í eru uppskriftir skjala sem sýna eignarhald og eigna- skipti ríkismanna á jörðum við kvonfang, erfðir og deilur; styrkir þetta þá skoðun að fróðleikurinn hafi að minnsta kosti að einhverju leyti verið tekinn saman í hagnýtum tilgangi. Þótt ætla megi að þetta hafi verið meginhvati ættartöluritunar leikur tæpast vafi á því að ættartölur hafi eins og fyrr á öldum einnig verið settar saman ti 1 fróðleiks og skemmtunar. I ættartölum 17. aldar eru stuttar frásagnir af fólki, draugasögur, brúðkaups- sögur, framhj átökusögur og sögur af erj um manna og deilum. 5 Magnús Stefánsson: Frá goðakirkju til biskupakirkju. Saga íslands III. Hið íslenzka bókmenntafélag - Sögufélag. Rv. 1978, bls. 111 o. áfr. 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.