Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1995, Blaðsíða 4
alls níu bindi. Ari Gíslason, heið- ursfélagi Ættfræðifélagsins, sendi félaginu einnig árnaðaróskir og kveðj ur í tilefni afmæl isins. Þá gaf Landsbanki íslands, fyrir milli- göngu Sverris Hermannssonar bankastjóra, Ættfræðifélaginu for- láta gestabók með trékápu, útskor- inni með merki félagsins. Var bók- in að sjálfsögðu vígð á afmælinu. Sönggleði Áður en að útnefningu heiðurs- félaga kom sungu söngkonumar Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Harpa Harðardóttir nokkur þjóð- lög við undirleik Reynis Jónas- sonar og voru þau kynnt ti 1 sögunn- ar með eftirfarandi vísukomi: Fræði og menningfléttum saman, fegurð, söng og œttargaman, Agústa og Harpan há hœsta tónaflóði ná. Reynir undir leikur lag, lýkur síðan þessum brag. Þau oss gleðja þennan dag, þjóðar bœta ættarhag. Heiðursfélagar "Á 50 árum hafa margir lagt hönd á plóginn í Ættfræðifélaginu og unnið ættfræðinni ótal stundir affómfýsi ogeldmóði", sagði for- maður félagsins þegar komið var að útnefningu heiðursfélaga. "Seintverðurþökkuðöll súvinna, og fátækleg verða orð og athafnir þegar litið er til afreka margra þeirrasem helgaðhafaættfræðinni líf sitt, áhuga, krafta og tíma. Á þeim 50 árum sem Ættfræðifélagið hefur starfað hafa tí u einstakl ingar verið gerðir að heiðursfélögum, en það er sú mesta viðurkenning sem félagið getur veitt fyrir vel unnin störf. í dag bætast tveir í hópinn, þeir Arngrímur Sigurðs- son, framhaldsskólakennari, og Þorsteinn Jónsson, útgefandi." Þakkaði formaðurinn Amgrími fyrir hans störf í þágu félagsins og ættfræðinnar en hann sat um árabil í stjórn félagsins, hannaði merki þess og gaf félaginu og var m.a. fyrsti ritstjóri fréttabréfsins. Fáir hafa átt eins stóran þátt í að glæða ættfræðiáhuga lands- manna og Þorsteinn Jónsson, með sinni viðamiklu útgáfustarfsemi, sagði formaðurinn. Þar sameinar hann þekkingu, fegurðarskyn og einstaka smekkvísi. Auk þess er hann einn þeirra fyrstu sem gerir konum og körlum jafnhátt undir höfði í niðjatölum sínum. Afhenti hún þeim Arngrími og Þorsteini síðan skrautrituð heiðursfélaga- skj öl og þakkaði þeim þeirra mikla framlag til ættfræðinnar. Gullmerki I tilefni 50 ára afmælisins lét stjórnin útbúa barmmerki félags- ins, ættartré, og verðurþaðtil sölu innan tíðar. Einnig voru útbúin gullmerki og voru fimm félagar sæmdir því á hátíðarfundinum fyrir störf sín í þágu ættfræðinnar ogÆttfræðifélagsins. Fyrsta gull- merkið var veitt höfundi og hönn- uði merkisins Arngrími Sigurðs- syni. Hinir fjórir voru Þorsteinn Jónsson, viðamesti útgefandi niðjatala á Islandi, Jón Valur Jens- son, f.v. formaður félagsins, fyrir útbreiðslu ættfræðiþekkingarinnar árum saman með kennslu, bóka- dreifingu og í ræðum og ritum, Eggert Th. Kjartansson og Hólm- fríður Gísladóttir en þau sáu um útgáfu fyrsta heftis af Manntalinu 1910. Ættfræðifélagið færði einnig eftirtöldum félögum alúðarþakkir fyrir þeirra vinnuframlag og ó- eigingjarnt starf við Manntalið 1910 og voru viðstöddum afhentir blómvendir í þakklætisskyni: Ásthildur G. Steinsen Guðbjörg Sigfúsdóttir Gunnar Hvammdal Klara Kristjánsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Sigurður Sigurðarson Sólveig Guðmundsdóttir Hátíðarræða Að viðurkenningarathöfninni lokinni sungu þær stöllur Ágústa Sigrún og Harpa á ný, að þessu sinni létt, gömul dægurlög við harmonikkuundirleik Reynis Jónassonar. Svo mikil var söng- gleðin að flestir voru farnir að dilla sér í sætunum og tipla með tánum og hefðu sjálfsagt fengið sér snúning ef nokkurt gólfpláss hefði verið. En þá var komið að hátíðarræðu fundarins. Hana hélt prófessor Sigurður Líndal af sinni alkunnu snilld. Varhúneinstaklegafróðleg og efnismikil og tók ræðumaður fundargesti með sér vítt og breitt um liðnar aldir gegnum ættarflækj - ur og lagaskyldur (Ræðan er birt í heild sinni á öðrum stað hér í blaðinu). Þegar hér var komið sögu voru menn orðnir kaffíþyrstir og hátíð- arfundinum formlega slitið. Vitn- aði fundarstjóri, Guðfmna Ragn- arsdóttir, í hugarástand Andrésar Björnssonar eldra þegar hann kvað: Atti égfyrrum áform glœst, unga von sem gat ei ræst. En nú er sú mín hugsjón hæst: Hvenær verður étið næst. Þvínæst lögðu menn til atlögu við rjómapönnukökur og randa- línur, kleinur og flatkökur með hangikjöti og var mikið spjallað og menn í hátíðarskapi. Að kaffinu loknu skoðuðu menn sýninguna langa stund en héldu síðan með áætlunarbíl eða eigin bílum að Dvergshöfða þar sem hið nýja húsnæði félagsins var skoðað. Áætlunarbíllinn skil- aði síðan þeim sem það vi Idu niður á Hlemm og var þá klukkan langt gengin í sjö þennan hátíðardag. Guðfinna Ragnarsdóttir 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.