Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 3
Sigurður Bergsteinsson: Skálar á Bessastöðum Erindi flutt á fundi 29. september 1997 Inngangur Upphaf fomleifarannsókna á Bessastöðum má rekja til ársins 1987. Það ár átti að gera við gólf Bessastaðastofu, en þegar fjalimar vom teknar upp, kom í ljós falleg steinlögnundirþeim. Strax varhafíst handa við að rannsaka þessar leifar. Einnig vom rannsakaðar leifar undir nýrri heimreið að Bessa- staðastofu þetta sama ár. Þegar hafist var handa við að gera við Bessa- staðastofu, kom fljótlega í ljós að hún þarfnaðist mjög umfangsmikilla lagfæringa. Önnur hús á staðnum vor einnig orðin mjög léleg, þannig að á endanurn var ákveðið að rífa flest þeirra og byggja ný í þeirra stað. Ákvarðanir um framkvæmdir á staðnum voru teknar frá ári til árs. Skv. lögum ber að rannsaka allar fomleifar, áður en þeim kann að verða raskað vegna framkvæmda. Vegna þessa bað byggingarnefnd Bessastaða Þjóðminjasafnið um að rannsaka þau svæði, sem raskað yrði. I upphafí gmnaði engan að umfang rannsóknanna yrði jafn mikið og raun bar vitni. Nú hafa verið grafín 27 svæði, sem em dreifð frá kirkjunni í vestri og austur fýrir forsetabústað. Skemmst er frá því að segja að á öllu þessu svæði er að fínna miklar fomleifar. Uppgröfturinn á Bessastöðum er því björgunar- uppgröftur. Aðeins þau svæði sem munu raskast vegna framkvæmda á staðnum em rannsökuð. Það er því tilviljun hvemig rannsóknarsvæðin hitta á fomleifamar. Þannig geta veggjastubbar, og hom af byggingum komið í ljós innan svæðisins, en framhald þessara mannvirkja er ekki rannsakað að svo stöddu, -nema nýjar byggingarframkvæmdir komi til. Framkvæmdum á Bessastöðum er enn ekki lokið og því líklegt að enn verði grafið þar á næstu ámm. Saga Bessastaða er samofin Islandsögunni, enda var staðurinn aðsetur umboðsmanns konungs hér á landi í hundmð ára. Hér verður sú saga ekki rakin. Þó er vert að stikla á stóm og nefna nokkur ártöl: Kirkju er getið á Bessastöðum í kirknatali frá árinu 1200. Bessastaðir koma annars fyrst við sögu á Sturlungaöld (1220 til 1262), en þá em þeir komnir í eigu Snorra Sturlusonar. Konungur eignast jörðina eftir víg Snorra (1241). Um miðja 14. öld em Bessastaðir orðnir aðsetur hirðstjóra konungs. Eftir siðaskiptin eflist konungsvaldið mikið og vegur Bessastaða eykst. 1720 Fyrsti þekkti uppdrátturinn af húsaskipan á Bessastöðum. 1721 til 1725 Bessastaðahús reist. 1761 til 1766 Bessastaðastofa byggð. Uppgröfturinn á Bessastöðum hefur skilað mjög miklum upplýsingum. Þar hafa fundist a.m.k 50 mannvirki, mismunandi heilleg. Þau elstu eru frá landnámsöld og þau yngstu frá byrjun þessarar aldar. Á þeim 1100 ámm sem liðin eru frá því að búskapur hófst á Bessastöðum virðast flest húsin hafa staðið á sama svæði og núverandi hús standa. Öll þau mannvirki, sem fundist hafa hingað til, hafa verið gerð úr torfi og eða grjóti, ef frá er talið múrsteinsbindingsverkshús, sem var í konungsgarði og nú má sjá leifar af í kjallara Bessastaðastofú. Þetta byggingarefni er þess eðlis að oft þurfti að endumýja byggingamar. Talið er að torfveggir geti ekki staðið lengur en 20 til 50 ár. Menn hafa því sífellt verið að endumýj a og byggj a ný hús á staðnum. Þessi starfsemi ásamt ýmsum tilfallandi úrgangi frá skepnum og mönnum, hefur í tímans rás myndað um 1,5 til 3 m þykk lög ofan á bæjarhólinn og það eru þessi lög sem fomleifarannsóknin beinist að. Engin von er til að hægt sé að gera tæmandi skil á rannsóknunum í dálítilli ritgrein sem þessari. Hér verður því aðeins fjallað um nokkrar af fomleifunum frá elstu tímum, þ.e. frá landnámsöld, en eins og gefur að skilja em þær aðeins lítið brot af þeim leifum, sem fundist hafa á Bessastöðum. Víkingaaldarskálar. Fundist hafa tveir skálar og tvö jarðhýsi frá landnámsöld á Bessatöðum. Húsin frá þessum tíma hafa ömgglega verið fleiri en þau em þá utan þeirra svæða sem rannsökuð hafa verið til fullnustu (sjá mynd 1). Fyrst ber að telja skála (Skáli 1) sem kom fyrst í ljós á svæði H12. Framhald skálans var að fínna á svæðum 13 og 19. Enn er um helmingur skálans ógrafinn, en það svæði á að öllum líkindum að rannsaka á næstu ámm. Þar sem skálinn er ekki fullgrafinn þá er nokkur óvissa um stærð hans. En sé gert ráð fyrir að 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.