Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 14
(M Laugardagurinn26.júlí 1997rann upp. Félagar í Ættfræðifélaginu komu saman að Dvergshöfða 27 til að fara í sína árlegu sumarferð. Lagt var af stað kl. 7 með rútu frá Teiti Jónassyni, enbílstjóri varÞor- steinn Guðmundsson. Farastjóri í ferðinni var Kristinn Kristjánsson. Það var þungbúið loft um morgun- inn, en það birti fljótlega til. Svona snemma morguns er fag- urt í morgunsólinni, dögg á grasi og gróður allur hvanngrænn. Það var fagurt land sem blasti við er við ókum íyrir Hvalfj örð, og það verður mikil eftirsjá í því þegar hætt verður að mestu leyti að aka fyrir Hvalfjörð, þá segir enginn bömum hvar Botns- súlur eru eða Þyrill, hvað þá að þulið verði ljóðið Helga Jarlsdóttir eftir Davíð Stefánsson. Það var stoppað í Borgamesi, fólk þurfti að létta á sér og svo vom teknir fleiri félagar með. Og áfram var haldið vestur Mýrar, það var farið fljótt yfir því það þurfti að ná Baldrií Stykkishólmikl. lO.Þaðvar ekið um Hnappadalssýsluna yfir Kerl ingarskarð og kíkt á Kerlinguna í skarðinu. Þegar komið er úr skarð- inu opnast Breiðafjörður í allri sinni dýrð. Það var komið til Sfykkis- hólms á réttum tíma, ekið fram í Súgandisey og gengið um borð í Baldur á leið til Flateyjar. Þegar komið var út úr höfninni í Stykkishólmi, blöstu við eyjamar grænar og glitrandi. Fyrst sást Þór- ishólmi og Vaðstakksey á vinstri hönd, þá Bíldsey; þaðan var stutt á miðin. Fyrir 101 ári fæddist þar stúlka sem er á lífí í dag og hefúr oft sagt að þar hafi hún marga flyðruna dregið. Þessi kona heitir Júlíana Silfá Einarsdóttir húsfreyj a í Fremri - Langey. Rétt fyrir utan Bíldsey er Fag- urey, en svo fómm við með Elliða- 14

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.