Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 10
pr. Hruna svo Breiðabólsstað Jónssonar. Markús og Amdís vom bræðraböm. Þau slitu samvistir árið 1857. Markús var trésmiður; lærði utanlands. Hann var síðast á Kálfafellsstað Fljótshverfi hjá systur sinni, Guðríði og mági, síra Þorsteini Einarssyni. Markús dó3.júní 1861. Böm: Jón Markússon f. 1. jan. 1830 Kálfhóli Skeiðum var vinnumaður Kálfafellsstað í tíð síra Þorsteins Einarssonar enda uppalinn af honum, svo á ýmsum stöðum A-Skaft. Var fá ár í Breiðdal Suður-Múlasýslu. Hann dó 4. jan. 1899 Stapa Suðursveit. Ragnhildur Markúsdóttir f. 2. des. 1832 Stóm- borg Grímsnesi. Var vinnukona Nesjum Utskálasókn frá 1855 hjá Mad. Helgu Brynjólfs- dóttur, ekkju síra Jóns Steingrímssonar í Hruna. Ragnhildur dó 27. júní 1875 Nesjum. Kristín MarkúsdóttirhúsmóðirEiríksbakkaBisk- upstungum. f. 20. des. 1841 Busthúsum d. 5. apr. 1922 Helgastöðum Bisk. Maki: Lýður Þórðarson f. 1848 d. 1930. Þau áttu tvær dætur. 4. Margrét Jónsdóttir, lærð yfirsetukona hfr. Hjálm- holti Flóa og frá 1869 Ásum Gnúpverjahreppi, f. 23. ág. 1828Klausturhólumd.3.maí 1891 Ásum. Maki: Guðmundur Þormóðsson f. 1823 d. 1904. Börn: Jóhanna, kona Sigurðar Jónssonar Hrepp- hólum. Margrét yfírsetukona gift Gísla Einarssyni, sem víðabjó. Jón, bóndi Ásum svo bús. Kanada kvæntur Sigríði Bjamadóttur frá Tungufelli. 5. Jón Jónsson prestur Mosfelli Grímsnesi svo Hofí Vopnafírði, f. 3. júní 1830 Klausturhólum d. 31. júlí 1898 Hofi. Kona I: Sigríður f. 1832 d. 1857 Magnúsdóttir sýslum. Stephensen. Konall: Þuríðurf. 1829 d. 1921 Kjartansdóttirpr. Skógum Jónssonar. Síra Jón og Þuríður áttu mörg böm (sjá Ættir Síðupresta 17-23). 6. Jón Jónsson nemi í Reykjavíkurskóla f. 15. des. 1831 Klausturhólum d. 13. des. 1853 Rvík. IV. þáttur (7.-9. hjónaband) Ritið Ættir Síðupresta er niðjatal síra Jóns Stein- grímssonar á Prestbakka og Páls Jónssonar spítala- haldara og umboðsmanns Hörgslandi, síðar (frá 1784) bús. Gufunesi en síðast Elliðavatni. Páll og síra Jón voru venzlaðir; síra Ólafur Pálsson Jónssonar var kvæntur Helgu Jónsdóttur Steingrímssonar. Páll Jónsson var f. 29. marz 1737 d. 8. feb. 1819. Fyrri kona Páls var Valgerður yfirsetukona f. 1735 d. 1793 Þorgeirsdóttir. Seinni kona Páls var Ragnheiður Guðmundsdóttir f. 1766 d. 24. ág. 1840 Elliðavatni. Eins sonar Páls frá fyrra hjónabandi, Ásgríms, verður getið hér. Hann var f. 23. sept. 1766 Hörgslandi. Nam fýrst skólalærdóm hjá Vigfúsi Jónssyni Stafholti, gekk svo í Reykjavíkurskóla eldra. V orið 1786 var Ásgrímur fylgdar- og leiðsögumað- ur síra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka vestur á Snæfellsnes. Svo segir í ævisögu síra Jóns: "... fékk Ásgrím son mr. Páls (í Gufunesi) vestur með mér, því hann var kunnugur öllum leiðum. Fór nú fyrst upp að Þingvöilum.........Nær ég og þessi minn sveinn komum upp á Alþing, gerðist hann drukkinn og lausmáil og víðfrægði þar erindi mitt vestur að Setbergi, er ég hafði þó beðið hann að láta vera hljótt.” Ásgrímur Pálsson tók stúdentspróf frá Reykja- víkurskóla 2. júní 1789 með góðum vitnisburði. Enn segir svo í ævisögu síra Jóns Steingrímssonar: ".........fyrmefndur mr. Páll (í Gufunesi) vildi láta mér eftir son sinn, mr. Ásgrím til capellans með hægustu og beztu kjörum........". Ekki varð af því, að Ásgrímur yrði aðstoðarprestur síra Jóns. Ásgrímur Pálsson vígðist 2. júní 1791 aðstoðar- presturað Helgafelli Snæfellsnesi. SamaáraðHlíðar- enda 16. sept. kvæntist hann Ástríði f. 19. ág. 1770 Vík í Mýrdal Lýðsdóttur sýslumanns Guðmunds- sonar. Síra Ásgrímur var þrjú ár aðstoðarprestur Helga- felli. Bjó í Drápuhlíð. Þar fæddist einkasonur þeirra hjóna, Eyjólfur skírður 10. okt. 1791. Síra Ásgrímur fékk veitingu fýrir Kaldaðames- prestakalli 1795. Bjó í Kálfhaga. Fékk 1797 veitingu fyrir Stóra-Dal undir Eyjafjöllum ogþjónaði því brauði til æviloka. Bjó í Miðmörk (lénsjörð) frá 1798. Síra Ásgrímur varð skammlífur. Hann messaði í EyvindarmúlakirkjuFljótshlíð5.maí 1805 endmkkn- aði í Þverá á heimleið. Samferðamenn hans tvo sakaði ekki. Ástríður Lýðsdóttir giftist í annað sinn árið 1809 Halldóri Jónssyni pr. Holti undir Eyjafjöllum. Hann var f. 8. maí 1775 Mýmm Álftaveri. Hann var albróðir Steingríms biskups og Ragnhildar 1. konu síra Jóns Jónssonar í Klausturhólum. Halldór tók stú- dentspróf frá Reykjavíkurskóla 1796 og vígðist 1806 aðstoðarprestur föður síns í Holti. Sr. Halldór fékk veitingu fyrir Mosfelli í Grímsnesi 1817 og flutti þangað 1818. Eyjólfur Ásgrímsson, stjúpsonur síra Halldórs, kvæntist Valgerði f. 1794 Sólheimum Mýrdal Eyj- ólfsdóttur. Þau hófu búskap á Ketilsstöðum í Mýrdal en fluttu svo vestur í Ámessýslu. Þau bjuggu að Torfastöðum Grafningi frá 1820 til dauðadags. Eyj- 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.