Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 24

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 24
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - r r Akall til Rangæinga og Arnesinga Þakklátur yrði ég þeim sem gæti sagt mér hverra mann þau voru, hjónin Sigurður Þórðarson, bóndi í Bjálmholti, f. 1752, og Katrín Jónsdóttir, f. 1744. í manntali 1801 búaþau í Bjálmholti, hann sagður 49 ára og kona hans 57 ára. Meðal bama þeirra, í sama manntali, er Hafliði, þá 15 ára. Kann ég að rekja einn ættlegg hans til fólks sem nú er uppi. I sama manntali er annar Sigurður Þórðarson f. 1721. Dvelst hann ásamt konu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, f. 1728, hjá syni sínum sem þá bjó í Háfi (sem um þessar mundir er nafnkendur staður). Sonur hans, bóndinn í Háfi, hét Sigurður, f. 1771, en kona hans Vilborg Þorgeirsdóttir, einnig f. 1771. Sá ruglingur hefúr komist inn í ættartölu( r ) að Sigurður, f. 1752, sé sonur Þórðar Þórðarsonar, Skálholtsráðsmanns, sem fæddur er um 1684. Kona ráðsmannsins var Kristín Tómasdóttir frá Glerár- skógum, f. um 1680-90. Utilokað er að þeir Þórður séu feðgar því Sigurður er f. 1752, fímm ámm eftir lát Þórðar Skálholtsráðsmanns, sem dó 1747. A hinn bóginn mun Sigurður í Háfí, f. 1721, vera sonur ráðsmannsins. Til gamans læt ég þess getið að Þórður Skálholts- ráðsmaður var sonur Þórðar Steindórssonar af Akra- Finnsætt, sýslumanns á Ingjaldshóli, eins litríkasta lífsnautnamanns á síðari hluta sautjándu aldar, vel af guði ger en kunni sér ekki hóf. Og lauk ævinni öreigi og ógæfúmaður. Ekki tel ég þó loku fyrir það skotið að annaðhvort Sigurður, f. 1752, eða Kristín kona hans, f. 1744, séu skyld Þórði ráðsmanni. Þakka ég fyrirfram þeim sem kann að uppvekjast og verða mér að liði. Jón Dan Jónsson, Stóragerði 13,108 Reykjavík, s. 553-9698 Coplandfólk Trúlega kannast ekki margir við þetta ættamafn en laust fyrir síðustu aldamót kom hingað skoskur maður að nafni George Copland sem síðan var lengi riðinn við verslun hér á landi, einkum í Reykjavík. Hann var meðeigandi um tíma í Edinborgarverslun, ásamt öðmm skoskum manni og Asgeiri Sigurðssyni, kaupmanni. Eg hef mikinn hug á að afla mér sem mestrar vitneskju um Copland (eða Copeland eins og nafn hans hefur stundum verið ranglega skrifað). Er ég þá einkum að hugsa um umsvif hans hér á landi. Ein- hverra hluta vegna er margt óljósara um þennan mann en skyldi, þrátt íyrir að hann væri fyrirferðamiki 11 í íslensku viðskiptalífí. Þó kvæntist hann íslenskri konu og átti að minnsta kosti tvö böm. Kannast einhver i Ættfræðifélaginu við heimildir um þennan Copland (f. 1873)? Mér þætti mikill fengur að því að fá vitneskju um það eða um fólk sem vissi eitthvað um hann eða niðja hans, þeir gætu hugsanlega reynst mér hjálplegir. Kona Coplands kaupmanns hét Stefanía Ólöf (f. 1883), dóttirRafns Sigurðssonarskósmiðs í Reykjavík og Guðleifar Stefánsdóttur konu hans. Börn þeirra Coplands vom David og May eftir því sem segir í grein Ragnars Agústssonar í Húnvetningi, 14. árg. (1990), bls. 68. Um þau veit ég ekkert nema að mér er sagt að sonurinn, David, hafí komið upp til íslands með breska hernum á hernámsárunum. Kona Coplands, Stefanía Ólöf, átti systur sem varð fulltíða, giftist og eignaðist niðja. Hún hét Sigríður og var gift Hjörleifí Þórðarsyni trésmiði í Reykjavík. Hugsanlega vita niðjar þeirra eitthvað um afkomendur þessarar fjarskyldu frænku sinnar en ég hef ekki vitað hvar bera skyldi þar niður. Ef einhverjir í Ættfræðifélaginu gætu frætt mig eitthvað um Copland og hans athafnir hér á landi, eða bent mér á heimildir sem þeir hafa rekist á um hann eða fólk tengt konu hans, þætti mér vænt um ef þeir hefðu samband. Heimilisfangið er Fannafold 189, 112 Reykjavík, og síminn er 567 6428. Halldór Bjamason 24

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.