Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 7
Guðjón Óskar Jónsson: *7íu fomáóuwi í vtíu k'fataÁÍMdum I. þáttur (1.-3. hjónaband) Hafliði Bergsveinsson prestur í Hrepphólum Ar- nesprófastsdæmi gaf saman í hjónaband hinn 6. sept. 1761 aðstoðarprest sinn, Hilaríus Illugason, ogborg- firzka bóndadóttur, Gróu Bjamadóttur. H.I. var fæddur 21. okt. 1735 Ofanleiti Vest- mannaeyjum, sonur Illuga Jónssonar f. 1694 d. 1753, síðast pr. Hmna og k.h. Sigríðar f. 1691 Fransdóttur pr. Hmna íbssonar. Gróa var fædd 1723 dóttir Bjarna f. 1692, bónda Breiðabólsstað Reykholtsdal, Sigurðssonar og k.h. Guðrúnarf. 1691 d. 1760 Þorvaldsdóttur. H.I. nam skólalærdóm hjá föður sínum; varð stúdent úr Skálholtsskóla 1. maí 1754. Hann varð síðar djákn í Skálholti. Finnur biskup vildi árið 1759, að H.I. yrði prestur í Ámesprestakalli Ströndum, en H.I. vildi það eigi. Kvað hann Hafliða Bergsveinsson pr. Hrepphólum vilja fá sig fyrir að- stoðarprest. Herra Finni féll það miður. Vildi hann, að stipt- amtmaður skikkaði H.I. til Ámesprestakalls, en svo varð eigi. H.I. vígðist 11. maí 1760 aðstoðarprestur sr. Hafliða í Hrepphólum. Sr. Hilaríus fékk veitingu fyrir Mosfellsprestakalli Grímsnesi 28. jan. 1762. Þeim hjónum varð einnar dóttur auðið, Marínar f. 7. ág. 1762 Mosfelli, d. páskadagskveldið 3. apr. 1763. Fóstursonur hjónanna var systursonur mad. Gróu, Þórður f. 1763 Sæmundsson, fálkafangara Breiða- bólsstað Reykholtsdal, Sæmundssonar og k.h. Guð- ríðar Bjamadóttur. Þórður var tekinn í Skálholtsskóla (efra bekk) árið 1780; varð stúdent 5. júní 1782 með ágætum vitn- isburði. Þ.S. var skáldmæltur, en af skáldskap hans, sem varðveizt hefur, er að ráða, að hann hafí verið sjúkur maður og lífsleiður. Þ.S.kvæntist 18.okt. 1785.KonahansvarMargrét f. 1762 Kolbeinsdóttir, f. 1731 d. 1783 pr. Miðdal Þorsteinssonar og k.h. Amdísar f. 1735 d. 1814 Jónsdóttur f. 1696, pr. Gilsbakka Hvítársíðu, Jóns- sonar. Sr. Kolbeinn í Miðdal var skáldmæltur. M.a. sneri hann passíusálmum Hallgríms Péturssonar á latínu. Af skáldskap sr. Kolbeins er Gilsbakkaþula nú kunn- ust. Sr. Kolbeinn orti einnig um böm sín. Um tvö hin elztu segir svo: Guðrún mæta, fallegt fljóð, finni’ ágæta dyggða slóð; hennar bæta mein og móð mun hið sæta Jesú blóð. Ó, þú þýða Margrét mín mildin fríða gæti þín hjálp þér blíða sendi sín, svo ei líða þurfir pín. Þórður stúdent Sæmundsson fékk aldursleyfi 6. jan. 1786 til að gerast aðstoðarprestur fósturföður síns, en fimm dögum síðar, 1 l.jan. 1786, léztÞórður. Nokkmm mánuðum fyrr, 7. sept. 1785 hafði látizt Gróa Bjamadóttir, kona sr. Hilaríusar Illugasonar. H.I. kvæntist í annað sinn 10. júní 1790 55 ára, Margréti Kolbeinsdóttur, ekkju Þórðar, fóstursonar síns. M.K. var þá sögð 29 ára. Guðrún f. 1760 eldri Kolbeinsdóttir pr. Miðdal Þorsteinssonar giftist 21. okt. 1782 aðstoðarpresti föður síns, Sigurði f. 1755 Olafssyni. Þeim varð tveggjabama auðið. Sigurðurdó 17. júlí 1793. Brynjúlfúr Jónsson frá Minnanúpi segir svo frá: "Guðrún var einstæðingur. Hún hafði hallað sér að hjá Margréti, systur sinni á Mosfelli." Eiríkur Vigfusson á Reykjum Skeiðum missti konu sína, Ingunni Eiríksdóttur, 5.jan. 1794. Ingunnvarf. 1769. Þau Eiríkur eignuðust tvær dætur. Eiríkur Vigfusson leitaði ráðahags við Guðrúnu Kolbeinsdóttur, ekkju áMosfelli. Varþað mál auðsótt. Eiríkur sagði svo frá bónorðsförinni, en hann var gamansamur maður: "Ég gekk upp að Mosfelli, hitti þar prest úti, spyr hann, hvort þar sé kona, sem Guðrún heitir. Hann segir svo vera. Eg fór inn, hitti hana í bæjardyrunum, talaði við hana, og hún varð fegin." Eiríkur og Guðrún eignuðust mörg böm. Guðrún minntist prestshjónanna á Mosfelli með þakklæti og lét böm sín heita nöfnum þeirra, en þessum bömum varð ekki langra lífdaga auðið. Guðrún Kolbeinsdóttir var skáldmælt, eins og hún átti kyn til. Hún orti um böm sín, svo sem gert hafði faðir hennar. Þar segir svo m.a.: 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.