Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Blaðsíða 20
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent Svar við fyrirspum frá Noregi I Fréttabréfinu 5., tbl - júlí 1996 er spurt um ætt Jóns Sigurðssonar forseta. Þar sem svar hefur ekki birst í Fréttabréfinu kem ég með eftirfarandi ættrakningu. 1. Jón Sigurðsson alþingisforseti f., 1811. 2. Sigurður Jónsson prestur Hrafnseyri, d. 1855. 3. Jón Sigurðsson sama stað, d. 1821. 4. Sigurður Asmundsson bóndi Asgarði í Grímsnesi f. 1708. 5. Asmundur Sigurðsson bóndi á sama stað f. 1676. 6. Sigurður Guðnason bóndi og lögréttumaður í Tungufelli, Hrun og Asgarði, f um 1636. Katrín, Finnsdóttirlögréttumaður. I Snjallsteinshöfðaí Land- sveit Guðmundsonar á Hofi á Rangárvöllum. 7. Guðni Jónsson lögréttumaður í Tungufelli, f ca. 1595. Kona: Guðrún dóttir Þorsteins sm., í Þykkva- bæjarklaustri fæddur nálægt 1500, Magnússonar lögréttumanns í Stóradal í Eyjafírði fæddur nálægt 1530, Amasonar lögréttumanns sama stað f um 1500, Pétursonar lögréttumanns sama stað fæddur nálægt 1475, Loftssonarbóndaá Staðarhóli í Dalasýslu dáinn 1476, Ormssonar hirðstjóra sama stað dáinn 1446, Loftssonar hins ríka d. 1432 og er um hann auðrakið til hinna fomu Skarðverja í Dalasýslu. Það er vissa fýrir því að Guðni var kominn af Stefáni Gíslasyni presti í Odda á Rangárvöllum. Því verður trauðla öðm vísi komið heim og saman en Guðni hafi verið sonarsonur séra Stefáns. Meðal sona Stefáns voru Jónar tveir. Annar var prestur í Kálfholti og telj a fræðimenn að hann hafi ekki verið faðir Guðna, þótt svo sé rakið víða, heldur Jón hinn. Því er framhald ættartölunnar með þessum hætti: 8. Jón Stefánsson, varð ekki gamall maður. Kona: Sesselja Asmundsdóttir lögrm., á Stórólfshvoli, Þor- leifssonar. 9. Stefán Gíslason prestur í Odda (tapaði biskups- kosningu í Skálholti 1588 með hlutkesti) d. 1615. 10. Gísli Jónsson biskup í Skálholti fæddur um 1514- d. 1587. 11. Jón Gíslason prestur í Hraungerði 1522-29 og Gaulverjabæ 1529-1537 (d. það ár). 12. Gísli Arnbjamarson, f.,ca 1443. ErhjáÓlöfuríku í Skarði á Skarðströnd 1467 og er prestur í Skarði a. m. k. 1469-1470. Prestur í Gaulverjabæ ca. 1475- 1480. GísliersagðurbróðirErlends,föðurGuðmundar í Þingnesi og gamlar ættartölur segja að faðir þeirra hafi verið: 13. Ambjöm Salómonsson. Stundum talinn prestur í Gaulverjabæ þó hef ég ekki fundið fmmheimildir fyrirþví. Hanngætiveriðfæddurnærri 1390.Espólín hinn fróði segir föður hans: 14. “Salómon í Borgarfirði um 1400” Síðari tíma ættfræðingar hafa rakið það svo að Ambjöm væri ýmisst sonarsonur eða bróðir Auðunn- ar hymu hins ríka á Hvanneyri f. ca 1350 eða síðar og svo áfram með tilgátum í fjóra ættliði til Högna Böðvarssonar sem nefndur er í Sturlungu árið 1255 en ætt Högna er alkunn í beinan karllegg til Egils Skalla-Grímssonar á Borg (901 -983). Nú nefnir Jón lærði (f. 1574) engan Salómon son Auðunnar hymu, en það sannar svo sem ekki neitt. En tímans vegna gátu Arnbjöm og Auðunn verið samfeðra. Hins vegar eru “rökin” fyrir ættrakningunni í beinan karl- legg frá Gísla Ambjömssyni til Högna Böðvarssonar fremur léttvæg, hvað ég best veit og vafaatriðin nokkur, til þess að sú ættfræðsla sé að miklu hafandi. Þó kynni hún að vera rétt en beinar heimildir vantar, eins og í svo mörgum ættum á þessu tímabili Islandssögunnar. Eg man ekki til þess að hafa rekist á nöfn þeirra feðga: Jón - Brynjúlfur - Ögmundur á 14. og 13. öld sem spurt var um. Þeir kynnu þó að finnast í Fombréfasafninu (Dipl Isl.) en ég hef ekki gefið mérminnstatímatilaðflettaþvíupp. (Brynjúlfs- nafnið gæti bent til Skagafjarðar en Ögmundamafnið m.a. í Borgarfjörð og Skaftafellssýslu. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. /j Fyrirspurn! Getur einhver gefið upplýsingar um hvort Kjarnaætt úr Eyjafirði er í vinnslu. Vitað er að Freymóður Jóhannesson var að vinna að henni. Vinsamlegast sendið svar til Fréttabréfs Ættfræðifélagsins í pósthólf 829, 121 Reykjavík. 20

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.