Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 30

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 30
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201230 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi borgarinnar (Menntasvið Reykjavíkurborgar, 2009). Í tveimur af þessum skólum voru áður móttökudeildir sem búið var að leggja niður í sinni upprunalegu mynd. Ætla má að í þessum skólum hafi orðið til þekking og reynsla sem áhugavert er að skoða. Ein af niðurstöðum rannsóknar Hönnu Ragnarsdóttur (2007a) á reynslu tíu inn- flytjendafjölskyldna af skólum á Íslandi er að skólar hafi ekki heildarstefnu í námi og kennslu barna af erlendum uppruna. Samkvæmt rannsókninni fór velgengni barnanna einkum eftir reynslu og þekkingu einstakra kennara og stjórnenda. Í niður- stöðum PISA-rannsóknarinnar (Programme for International Student Assessment) á Íslandi 2006 kom fram að frammistaða innflytjenda var marktækt slakari í öllum greinum en annarra nemenda (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níelsson og Júlíus K. Björnsson, 2010). Í rannsókn Þórodds Bjarnasonar (2006) á aðstæðum skólanema af erlendum uppruna á Íslandi kom fram að staða þeirra væri verri í skóla en jafnaldra þeirra af íslenskum uppruna. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar vaknar sú spurning hvort nýta megi þekkingu og reynslu þeirra skóla sem mesta reynslu hafa af skólastarfi með nemendum af erlendum uppruna í þágu þeirra sem minni reynslu hafa. Í rannsókninni sem hér er greint frá var leitað svara við því hvað í starfsháttum og skipulagi þriggja skóla sem hafa reynslu af skólastarfi með nemendum af erlendum uppruna mætti ætla að stuðlaði að farsælu fjölmenningarlegu skólastarfi. Með far- sælu skólastarfi er átt við góðan námsárangur nemenda, virka þátttöku í námi og sterka félagslega stöðu. Í fjölmenningarlegu skólastarfi er menntunarlegur jöfnuður forgangsatriði og skólastarfið er því skipulagt með þarfir allra nemenda í huga. Í rann- sókninni, sem hér er greint frá, var lögð áhersla á að draga fram það sem best hefur reynst í skólunum þremur að mati skólafólksins. Á grundvelli niðurstaðna voru mót- aðar tillögur að áherslum við skipulag fjölmenningarlegs skólastarfs sem nýst geta skólum sem ekki hafa sömu reynslu og skólarnir í rannsókninni. Þegar talað er um innflytjendur og nemendur af erlendum uppruna er bæði átt við grunnskólanemendur sem eiga báða foreldra erlenda og hafa flust með foreldrum sínum til Íslands og þá sem hafa búið hér á landi alla tíð. Allir þessir nemendur eiga það sameiginlegt að tala annað tungumál á heimili sínu en tungumál landsins sem þeir búa í. frÆðilEgt saMHEngi Staðan í málefnum barna af erlendum uppruna á Íslandi í dag Rannsóknir á Íslandi undanfarin ár hafa sýnt slakari frammistöðu og verri líðan nemenda af erlendum uppruna en íslenskra nemenda. Árið 2006 voru innflytjendur í fyrsta sinn nógu margir hér á landi til að hægt væri að bera saman meðaltöl um frammistöðu þeirra við frammistöðu innlendra jafnaldra í PISA-rannsókninni. Niður- stöðurnar 2006 og 2009 sýna að frammistaða innflytjenda er marktækt slakari en inn- lendra jafnaldra þeirra og mikill munur er á færni í öllum greinum. Þar kemur fram að börnum sem hafa komið ung til landsins vegnar betur en þeim sem koma eldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.