Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 37 gUðlaUg ólafsdóttir, hanna ragnarsdóttir og BörkUr hansen Samfélag sem ekki vinnur með margbreytileikann og kennir nemendum að virða hver annan og rökræða lendir í vandræðum. Það verður að vinna saman og brjóta niður múra milli hópa á markvissan hátt. Við lítum á menntun sem siðferðilegt mál, þar sem menntun snýst um að breyta lífi fólks og menntun er aðgangur að betra lífi. Skólastjórnendur í skólunum þremur höfðu áhuga á fjölmenningarlegu skólastarfi og leiddu umbóta- og stefnumótunarvinnu í sínum skólum og stóðu fyrir endurmenntun starfsfólks. Aðstoðarskólastjórinn í Lamptonskóla þakkaði skólastjóra sem tók við fyrir þrettán árum góðan árangur skólans, en fram að því hafði skólinn komið illa út úr könnunum. „Skólastjórinn hefur lifandi áhuga á námi og kennslu, fékk fólk með sér og byggði upp áætlanir um þróun skólastarfsins,“ sagði hann. Ein leið í þessari þróun sagði aðstoðarskólastjórinn vera að þau söfnuðu gögnum um skólann og notuðu gögnin til að ræða skólastarfið og draga ályktanir. „Þannig verða allar umbætur mark- vissar og umræðan byggist á rökum en verður síður huglæg og byggð á tilfinningu.“ Í rannsókninni kom fram að viðmælendur töldu sig vera þátttakendur í að móta stefnu og starfshætti skólanna sem þeir störfuðu við. Í Austurbæjarskóla hafði reyndum kennara verið falið að móta skipulag starfsins í upphafi og sá kennari hafði fengið til liðs við sig reynt fólk innan skólans. Íslensku skólarnir unnu eftir móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna og náðu þær til móttöku nemenda, samstarfs við foreldra og skipulags námsins í skólanum. Í báðum íslensku skólunum voru starfræktar nýbúadeildir/ver þar sem erlendu nem- endurnir fengu stuðning við námið og kennslu í íslensku sem öðru máli. Að öðru leyti fór námið fram í bekk, mismikið eftir aldri nemenda. Yngri nemendur voru meira með íslenskum jafnöldrum en eldri nemendur fengu meiri aðstoð í nýbúadeildum. Í báðum skólunum var litið svo á að nám nemenda væri sameiginlegt verkefni allra í skólanum. Í Lamptonskóla var ekki sérstök nýbúadeild en eitt af stuðningstilboðum skólans var enska sem annað tungumál. Kennarinn sem sá um þá kennslu stóð einnig fyrir fræðslu til annarra kennara skólans. Umsjónarkennarar fylgdust mjög nákvæmlega með mætingum, framvindu náms og ástundum hjá umsjónarnemendum. Skólastjórn- endur sátu í tímum hjá kennurum reglulega og ræddu við þá um kennsluna. Sjálfs- mat var á stundatöflu allra kennara skólans. Aðstoðarskólastjórinn sagði að skipulegt eftirlit með námi og kennslu væri stór þáttur í þeirri jákvæðu þróun sem hefði átt sér stað í skólanum. Áhersla í námi og kennslu og félagslegt uppeldi nemenda Viðmælendur í rannsókninni voru sammála um að markmálið væri lykill að velgengni nemenda og kennsla í því grundvallaratriði. Í öllum skólunum var áhersla á að kenna markmálið í gegnum námsgreinar, vinna með lykilhugtök og hjálpa nemendum að byggja upp orðaforða og þekkingu í námsgreinum á markmálinu. Kennararnir í skól- unum fóru ýmsar leiðir; þeir aðlöguðu námsefnið, studdust við myndir, útskýrðu textann og kenndu nemendum að búa til hugtakakort. Hluti af þessari kennslu fór fram í sértímum og var markmiðið að nemendur fengju þar stuðning við námið þannig að þeir gætu tekið þátt í kennslustundum með jafnöldrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.