Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Blaðsíða 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 125 aUðUr finnBogadóttir þjónustutíma viðkomandi einstaklingur þarf. Í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf er gert ráð fyrir að fatlað fólk meti sjálft hversu mikla aðstoð það þurfi til þess að lifa sjálfstæðu lífi en sú aðstoð er jafn margbreytileg og fólkið er margt. Síðan þarf að komast að samkomulagi við sveitarfélagið um þjónustutíma. Viðbúið er að þetta verði það sem hvað erfiðast verður að ná sátt um. Ýmis matstæki hafa verið nýtt til að meta þjónustuþörf fatlaðs fólks hingað til. Eitt þeirra er svokallað SIS-mat (Support intensity scale). Í Reykjavík og á Seltjarnarnesi gengust 290 einstaklingar undir matið árið 2011 en hlutfall þeirra sem ekki fóru í matið var hátt eða 134 einstaklingar. Það sem vekur upp spurningar er að hlutfallið var mjög misjafnt eftir því hvernig fötlun fólk var með. Fólk með geðfötlun eða hreyfihömlun var fjölmennast þeirra sem ekki fóru í matið (Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, 2011). Af hverju var brottfallið lítið hjá fólki með þroskahömlun? Var það skýrt vel fyrir fólki með þroskahömlun að það væri ekki skylda að fara í þetta mat? Þessum spurningum verður ekki svarað hér en það væri fróðlegt að skoða þetta misræmi nánar. Þegar samkomulag hefur náðst um þjónustutíma og fólk er komið með notenda- stýrða persónulega aðstoð er verkstjórnarhlutverkið alltaf í höndum þess sem aðstoðina notar. Í því felst að hlustað er gaumgæfilega á fólkið sjálft, margir nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að koma vilja sínum á framfæri auk þess sem líðan og oft og tíðum hegðun vegna vanlíðunar á að hafa jafnmikið vægi og sögð orð. Þessi réttindi fatlaðs fólks eru meðal annars áréttuð í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (Velferðarráðuneytið, e.d). HlutVErK þrOsKaþjálfa Í nPa Þegar fólk með þroskahömlun er með NPA hefur það valdið til þess að ráða fólk til að aðstoða sig. Í því samhengi er mikilvægt að velta fyrir sér hvað þroskaþjálfar hafa fram að færa. Verða þeir eftirsótt vinnuafl í NPA? Þegar ungt fólk með þroskahömlun ræður sér aðstoðarfólk má velta því fyrir sér hvort það vilji fá konu sem „stjórnar og ræður yfir fötluðu fólki“. Eða vill það fagfólk sem hefur sérþekkingu á sviði mannrétt- inda fatlaðs fólks sem aðstoðar það við að lifa sjálfstæðu lífi? Eða vill það kannski bara ekkert fagfólk? Valið og valdið er nú hjá þeim sem aðstoðina notar. Þroskaþjálfi sem starfar við að veita notendastýrða persónulega aðstoð hefur ein- göngu hagsmuni vinnuveitanda síns að leiðarljósi og er laus úr því hlutverki að þurfa að forgangsraða þvert á samvisku sína. Mögulegt er að ímynd þroskaþjálfans í huga unga fólksins sé til komin vegna þeirrar stöðu sem margir þroskaþjálfar eru í á starfs- vettvangi sínum. Þeir eru t.d. stjórnendur á heimilum og vinnustöðum fólks og það er oft í þeirra verkahring að forgangsraða þeirri skertu aðstoð sem í boði er hverju sinni. Þroskaþjálfar eru fagstétt sem samanstendur af fólki sem hefur menntað sig til þess að vinna með fötluðu fólki. Fagstéttin starfar samkvæmt lögum og reglugerð um þroskaþjálfa og störf þeirra (Lög um þroskaþjálfa nr. 18/1978; Reglugerð um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa nr. 215/1987). Löngu tímabært er að endur- skoða þetta tvennt þar sem samfélag okkar og störf þroskaþjálfa hafa breyst mikið. Starfskenning þroskaþjálfa er hins vegar mjög góð og í samræmi við hugmyndafræðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.