Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 76
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201276 UndirBúningUr verðandi stærðfræðikennara út 1960 í samræmi við lög um fræðslu barna nr. 34/1946 kemur fram að námskráin hafi fyrst og fremst því hlutverki að gegna að leiðbeina kennurum og skólastjórum um starfstilhögun og námsefni í hinum ýmsu námsgreinum (Menntamálaráðuneytið, 1960). Eftir gildistöku laga um grunnskóla nr. 63/1974 var námskráin frá 1960 leyst af hólmi með aðalnámskrá grunnskóla árið 1976 sem skiptist í hefti: Almennan hluta og sérstök hefti fyrir einstakar námsgreinar. Heftið um námsgreinina stærðfræði kom að vísu aldrei út. Í almenna hlutanum er meðal annars fjallað um breytt viðhorf til náms- samskipta og hvernig verða megi við þeim kröfum sem af þeim stafa. Talað er um listina að spyrja og mikilvægi spurninga í námssamskiptum (Menntamálaráðuneytið, skólarannsóknadeild, 1976). Árið 1989 kom út endurskoðuð aðalnámskrá grunnskóla. Nokkurt nýnæmi var að sérstökum kafla um nám og kennslu. Í þessari námskrá var í fyrsta sinn frá gildistöku grunnskólalaganna sérstakur kafli helgaður stærðfræði og þar er eitt af sjö megin- markmiðum með kennslu í stærðfræði sagt vera: „Að nemendur temji sér að beita stærðfræði við ný viðfangsefni þegar við á, hvort sem er í dagsins önn eða fræði- legri viðleitni, og fái þannig tækifæri til að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði“ (Menntamálaráðuneytið, 1989, bls. 142). Nýjasta aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði er frá árinu 2007. Hún er endurskoðuð útgáfa námskrár frá 1999 en námskrárnar eru í veigamiklum atriðum eins. Í þeim báðum eru markmið greinarinnar flokkuð í tíu flokka eftir því hvort þau snerta inntak eða varða aðferðir. Flokkarnir eru þeir sömu; sex fjalla um inntak en fjórir um aðferðir og þar er lögð áhersla á þátt tungumálsins, lausnir verkefna og þrauta, röksamhengi og röksemdafærslur, tengsl stærðfræðinnar við daglegt líf og önnur svið. Fram kemur að þótt námsefnið sé aðgreint á þennan hátt í flokka aðferða og inntaks sé mikilvægt að flétta inntak og aðferðir saman þannig að nemendur skynji námsefnið sem sam- stæða heild og það laði fram jákvæð viðhorf þeirra. Nemendur ættu að skynja nám í stærðfræði sem ferli og skapandi athöfn fremur en söfnun afmarkaðrar kunnáttu og þekkingar (Menntamálaráðuneytið, 1999, 2007). Þá segir að skilningur og kunnátta þurfi að haldast í hendur: Skilningur á hugtaki felst m.a. í að setja það í sem víðtækast samhengi við alla aðra tiltæka kunnáttu. Skilningur vex eftir því sem tengsl hugtaks við fleiri og fleiri hluti verða ljósari. Því verður ætíð að gera ráð fyrir að nemendur kynnist fleiri þáttum í stærðfræði en búast má við að þeir nái fullu valdi á. (Menntamálaráðuneytið, 1999, bls. 8; 2007, bls. 6) Um kennslu í stærðfræði segir meðal annars að hún þurfi að efla rökfasta hugsun en hún þurfi einnig að efla hugkvæmni. Hún þurfi að laða fram gagnrýna og greinandi hugsun hjá nemandanum en einnig sjálfstraust, forvitni og löngun til að rannsaka og leita lausna á hinu óþekkta (Menntamálaráðuneytið, 1999, 2007). Greinarhöfundar telja ljóst að hér sé ætlast til mikils af stærðfræðikennurum og sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki þurfi að leggja meiri áherslu á að rækta þessa þætti í námi verðandi kennara en verið hefur, hugsanlega með því að auka þátt þrautalausna í náminu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.