Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 85

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 85 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir Annar svaraði þannig: Kem hér með tillögur að líklegum svörum [nemenda í 10. bekk]: Ekki hægt að leysa þetta. Það vantar upplýsingar um hvað börnin eru mörg. Það vantar upplýsingar um hvað demantarnir eru margir. Einn þátttakandi taldi aðspurður að um fleiri en eina lausn á dæminu gæti verið að ræða en rökstuddi þá skoðun ekki. Hinir tveir töldu að lausnin væri ótvíræð en ein- ungis annar færði rök fyrir svarinu. Aðspurðir hvort það skipti máli að talan 7, sem kemur fyrir í dæminu, sé frumtala eða hvort setja mætti aðra frumtölu eða jafnvel samsetta tölu í stað tölunnar 7, sögðu allir þrír nemendurnir að í stað 7 gæti komið hvaða tala sem er, einn þeirra gaf engan rökstuðning en hinir tveir gáfu áhugaverðan rökstuðning, annar eftir að skoða tiltekin dæmi um aðrar tölur en 7 og hinn með því að sýna útreikninga. Allir sýndu þátttakendur greinandi hugsun sem leiddi til ályktana. Dæmi um þetta: Það má draga þá ályktun að demantafjöldinn sé ferningstala. Það væri hægt að semja dæmið þannig að önnur ferningstala væri fjöldi demanta. Dæmið er leysanlegt fyrir hvaða ferningstölu sem er. Ef fjöldi barna er x, þá er fjöldi demanta x · x og hluti afgangs sem fyrsta barn fær er 1/x + 1. Vangaveltur voru fleiri, meðal annars um gildi upplýsinga í þrautalausnum og gildi þess að prófa sig áfram í leit að lausn. Verkefni B – Þverstæða Zenóns um Akkilles Gerð er stutt grein fyrir úrlausnum fjögurra kennaranema. Hvar viðfangsefnið ætti heima innan stærðfræðinnar gátu þeir ekki fest fingur á, en voru allir sammála um að þetta myndi teljast þraut. Enginn þeirra gerði sér grein fyrir hvaða aðferðum væri best að beita til að takast á við verkefnið. Allir þessir nemendur höfðu kynnst undirstöðu- atriðum örsmæðareiknings í framhaldsskóla, þar með talið hugtakinu markgildi. Þeir áttu hins vegar eftir að taka námskeiðið Stærðfræðigreining í kennaranámi sínu þar sem farið er dýpra í sömu hluti. Nemendurnir voru mjög áhugasamir um verkefnið og fljótir að segjast skilja útskýringu rannsakanda á viðfangsefninu sem var sú sama og gefin er hér að framan. Lausnin á þverstæðunni um Akkilles felst í því að nýta hugtök og setningar örsmæðareiknings til að líta á endanlega vegalengd sem summu óendanlega margra eiginlegra hluta sinna. Nemendur voru beðnir um að ígrunda hvort það sé trúlegt að summa óendanlega margra jákvæðra liða geti verið endanleg stærð (sífellt bætist meira við – æ fleiri liðir) og runnu þá tvær grímur á suma: „Mér finnst það nú skrýtið en auðvitað nær hann henni.“ Þau stærðfræðihugtök sem hér koma við sögu, örsmæð, óendanleg summa og markgildi, eru nokkuð flókin. Eftir að hafa rifjað upp eðlisfræðiformúluna h · t = v um sambandið milli hraða, tíma og vegalengdar, tókst þátttakendum í sameiningu að reikna út sömu niðurstöðu og fæst með aðferðum stærðfræðigreiningar. Með tilstyrk eðlisfræðinnar sýndu þeir sem sagt fram á að skjaldbakan fer 100/9 fet (og þá nær Akkilles henni).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.