Hugur - 01.01.2004, Síða 78

Hugur - 01.01.2004, Síða 78
76 Bernard Williams teljast skýring hefur að verulegu leyti náðst samkomulag um þetta, hið minnsta innan marka vísinda síðan á átjándu öld, og það á verulegan hlut í því að sagan er réttlætandi. En þótt hið landfræðilega víðfeðma, langa og fjölskrúðuga ferh þegar hin gamla skipan stjórnmála og siðferðis umbreytt- ist í nútímann hafi verið knúið áfram af ófáum kreppum, þá voru þær ekki skýringakreppur, fyrst og fremst. Þessar kreppur voru trausts- og lögmætis- kreppur og saga þess hvernig ein hugtekning annarri fremur myndaði loks grundvöU nýs lögmætis er ekki, við fyrstu sýn, réttlætandi. Vissulega eru til, eða hafa verið til, sögur sem réttlæta eina eða aðra hug- tekningu nútímans, þær vísa til útbreiðslu skynseminnar eða vaxtar upplýsingarinnar eða fyllri birtingar frelsis og sjálfræðis sem sé stöðugt mark- mið mannskepnunnar; og það má finna fleiri. Slíkar sögur eru óvinsælar sem stendur, einkum breiðtjaldsútgáfur Hegels og Marx. Meðal heimspekinga innan okkar staðarhefðar eru sögurnar ekki óvinsælar þannig að þeir neiti þeim, heldur fremur í þeim skilningi að þeir minnast ekki á þær. Að hluta er ástæða þess að þeir minnast ekki á þær tvímælalaust sú að þeir trúa þeim ekki, en önnur ástæða er sú að það er ekki hluti heimspekilegs starfs, eins og það er skilið á þessum slóðum, að fást um slíka sögu. En - og þetta legg ég áherslu á — til að yfirvega og taka afstöðu til eigin hugtekninga, verðum við að fást við söguna. Svarið við spurningunni hvort hugtekningar okkar eigi sér réttlæt- andi sögu (eins þó það væri aðeins að litlu leyti) breytir í fyrsta lagi því hvað við gerum þegar við segjum - ef við segjum - að fyrri hugtekningar hafi ver- ið rangar. I fjarveru réttlætandi útskýringa, þó maður geti vitaskuld sagt að þær hafi verið rangar - hver ætti að aftra manni? - verður innihald þess trú- lega fremur þunnildislegt: það flytur aðeins þau skilaboð að fyrra viðhorf tapi með röksemdum sem hafa einmitt að markmiði að fella slík viðhorf. Það er góð spurning hvort það taki því að blístra svo þunnan lagstúf. Hins vegar er þetta mál (í grófum dráttum spurningin um afstæðishyggju) ekki meginatriðið. Hin raunverulega spurning snertir heimspekilega afstöðu okkar gagnvart okkar eigin viðhorfum. Jafnvel burtséð frá spurningum um réttlætingu og afleiðingar sem hún getur haft í för með sér fyrir samanburð okkar viðhorfa við önnur, geta heimspekingar ekki alfarið hunsað sögu eigi þeir yfirleitt að skilja siðferðileg hugtök okkar. Ein ástæða þessa er að í mörgum tilfellum er innihald hugtaka okkar tilfallandi sögulegt fyrirbæri. Það eru fleiri en ein ástæða fyrir þessu. Svo ég taki dæmi sem ég er að fást við um þessar mundir, dygðir tengdar sannmæli, þá held ég að ljóst sé að þó svo manneskjur hafi almenna þörf fyrir eiginleika á borð við nákvæmni (hneigð til að öðlast sannar skoðanir) og einlægni (hneigð til að segja, ef nokkuð, það sem maður trúir að sé satt), þá sé gerð þessara hneigða og hvat- anna sem þær fela í sér menningarlega og sögulega margbreytileg. Ædum við að skilja sýn okkar á slíka hluti, og gera það með hætti sem einhver teldi heimspekilegan - til dæmis til að létta hulunni af grundvelli þessara gilda og því sem þau fela í sér - þá þarf maður að reyna að skilja hvers vegna þau taka á sig tiltekna mynd hér, frekar en aðrar, og þá er óhjákvæmilegt að leita á náðir sögunnar. Ennfremur eru til þess lags dygðir, á borð við sannverðugleik
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.