Hugur - 01.01.2004, Page 236

Hugur - 01.01.2004, Page 236
234 Björn Þorsteinsson VI Engum blandast hugur um að lýðræðið nýtur mikillar hylli í heiminum um þessar mundir; svo mjög að einhverjum dytti kannski í hug að líkja því við heilaga kú. Eins og Derrida bendir á er varla til það ríki sem ekki kýs að kenna sig við lýðræðið - einu undantekningarnar virðast vera þau örfáu ís- lömsku klerkaveldi sem fyrirfinnast.35 Lýðræðið er semsé hér um bil hvar- vetna að finna. En er það alls staðar jafn fiillkomið? Hvaða lýðræðisríki eru betri en önnur? Hvar á að leita fyrirmynda? Slíkar spurningar kalla á ná- kvæma greiningu á ástandi lýðræðisins í ríkjum heims - og til að gera langa sögu stutta er erfitt að ímynda sér að slík rannsókn leiddi í ljós að lýðræðið sé í raun og sanni til staðar í samtímanum í fullkominni mynd. Einu gildir hvaða lýðræðisríki er skoðað, alls staðar má finna misjafnlega augljósa ágalla; með öðrum orðum er engin leið að benda á fölskvalaust dæmi þess að lýðræðishugsjónin hafi sannarlega náð algjörri fullnun í heiminum.36 Hvers kyns hugmynd eigum við þá að móta um lýðræðið? Hver er hug- mynd okkar um lýðræðið eiginlega? Höfum við nokkra hugmynd um lýðræðið? Síðastnefnda spurningin svarar sér sjálf — og þó ekki: „Hefðum við enga hugmynd um lýðræðið, þá hefðum við heldur ekki áhyggjur af því að það sé ekki skýrt afmarkað.“37 Hugmyndin er vissulega til staðar, en hún er ekki skýr og skilmerkileg. Hún vefst fyrir okkur. Við vitum ekki ennþá (upp á hár) hvað lýðræðið er, eða hvað orðið „lýðræði" merkir. Merking orðsins er í stöðugri verðandi, og fyrir vikið er okkur ómögulegt að vita hver merking þess mun reynast hafa verið þegar upp er staðið.38 Jafnframt er með öllu óréttlætanlegt að þykjast hafa náð fullu valdi á lýðræðishugtakinu, slá eign sinni á það og taka til við að tala í nafni þess.39 Með öðrum orðum er hugmyndin um lýðræðið ekki fullkomið og skýrt skilgreint heimspekilegt hugtak, heldur er hér ef til vill um að ræða, með orðalagi Derrida, „hugtak án hugtaks“,40 það er að segja, með hefðbundnara („íslenskara") orðalagi, hugtak sem lætur ekki hugann ná á sér (fullkomnu) taki. Spurningin „hvað er lýðræði?" bíður því svars. Hvernig á að takast á við hana? Hvernig má skilgreina lýðræðið? Þar stendur hnífurinn í kúnni. Segja má að hér sé við gamalkunnan vanda að etja í ætt við þverstæður Zenons: hvernig getur Akkiles náð skjaldbökunni? Hún skreppur alltaf undan honum, hann nálg- ast hana að vísu, en nær henni aldrei. Á sama hátt virðist einu gilda hvern- ig við skilgreinum lýðræðið - hvort heldur með því að skírskota til raun- verulegra lýðræðisþjóðfélaga (þ.e. með ábendingarskilgreiningu) eða með 35 Sjá sama rit, s. 51-52. 36 Þarf að taka dæmi? Höldum okkur við hinn vestræna heim: öfgahópar í Bandaríkjunum, nýnasistar í Svíþjóð, útlendingahatarar í Danmörku, Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss (og þar fram eftir götun- um), spilling á Italíu, hryðjuverkahópar á Spáni og í Rússlandi, einangrun innflytjenda með tilheyr- andi ofbeldisverkum í Danmörku og Frakldandi, dræm kosningaþátttaka og gallað kosningakerfi í Bandaríkjunum. Augljóslega mætti halda lengi áfram. 37 Sama rit, s. 39. 38 Sbr. sama rit, s. 39. 39 Sjá sama rit, s. 58. 40 Sjá sama rit, s. 56. J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.