Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 47

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 47
Tilraun um tilfinningar 45 Hugsast gæti að hún hafi misskilið merkingu orðsins „reiði“ og haldið að það þýddi „árásargirni“ eða „neikvæðar hugsanir" (þetta er mín viðbót við spekimál vitskenningarsmiða). Hún finnur sjálfsagt einhvern æsing innra með sér en hann er ekki réttnefnd „reiði“.4 Þá spyr athugull lesandi hvar hola beri gleði og þunglyndi niður í kvíar vits- kenningarsinna. Slíkar tilfinningar eru tæpast einfaldar kenndir og til að gera illt verra hafa þær engin eiginleg viðföng. Menn eru bara svona sisona glaðir eða niðri í kjallara án nokkurrar sérstakrar ástæðu. Þýðir þetta að vitskenningin sé röng? Oldungis ekki, segir vitskenningarsmiðurinn Robert Solomon. Hann segir að þessar tilfinningar séu stemningar (e. moods) sem séu alhæfðar geðshræringar. Menn gleðjast yfirleitt yfir einhverju af einhverjum sökum. Gerist slíkt trekk í trekk þá er sem gleðin rífi sig lausa frá viðföngunum og verði að stöðugu ástandi hins glaðbeitta (Solomon 1976:132). II Sumir segja að lítið vit sé í vitskenningunni og víst er að hún hefur ýmsa galla. Lítum nú á gagnrýnina í eftirfarandi röð: a) Menn geta haft geðshræringar gegn betri vitund; b) sumir gagnrýnendur segja að til séu sjálfsprottnar gerðir hræðslu og reiði sem vart hafa með rök og skynsemi að gera; c) sumir fræðimenn segja að tilfinningar séu einfaldlega efnisleg ferli; d) aðrir segja að það sem við köllum „tilfinningu“ sé tvö eða þrjú óskyld fyrirbæri; e) enn aðrir (undirritaður þar með talinn) segja að ekki sé hægt að draga allar geðshræringar upp á eina seil. a) Geðshræringar gegn betri vitund'. Stína veit að köngulær eru öldungis mein- lausar en samt grípur hana ofsahræðsla í hvert sinn sem hún sér slíkt kvikindi. Hún þráir að köngulóin hverfi þótt hún viti mætavel að skordýrið sé meinleysis- grey. Seint myndi hún Stína mín söngla „könguló, könguló, vísaðu mér á berja- mó“. Hvað sem sönglist Kristínar líður þá hyggst ég bíða með að ræða vanda hennar þangað til í kafla III þar sem ég kynni lausn konstrúalismans á honum. b) Rakalaus reiði: Staðreyndin er sú að menn geta skyndilega orðið svo reiðir að æði renni á þá og þeir viti vart af sér. Og menn geta lamast af ofsahræðslu, lítið vit er í slíkri lömun. Reyndar útiloka ég ekki þann möguleika að við verðum að gera ráð fyrir að einhvers konar vit sé f þess lags sjálfsprottnum geðshræringum til að geta gefið þeim auðkenni á borð við „hræðsla" og „reiði“. Það er sem hinn ofsa- hræddi hafi rök fyrir hræðslu sinni þótt hann strangt tekið hafi það ekki. An þess að gera ráð fyrir einhvers konar rökum getum við ekki sagt manninn hræddan. En eins og gefið var í skyn er ég hreint ekki viss um þetta. c) Tilfinning bara í taugunum\ Náttúruhyggjumenn eru ekki ginnkeyptir fyrir vitskenningunni. Sumir þeirra eyða vart orðum á hana, og nægir þar að nefna portúgalska taugalíffræðinginn Antonio Damasio. Hann hefur dustað rykið af kennisetningu þeirra Williams James og Carls Georgs Lange sem lcveður á um að tilfinningar séu skynjun heilans á líkamanum. Sársauki er einfaldlega það að 4 Lærðir menn heyra hér bergmál frá Anthony Kenny. Þeim hefur ekki misheyrst, sbr. Kenny 1963: 68-69.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.