Tónlistin - 01.11.1943, Síða 29

Tónlistin - 01.11.1943, Síða 29
TÓXLISTIN 27 antus var því alltaf „mensúreraður" (skrifaður með ,,mensúralnótum“); fjölröddun, lengdargildi og ritháttur gengu upp frá því sameiginlega und- ir nafninu „mensúralmúsík“. Um leið og diskantus-söngurinn kemur upp, bætist nýr þáttur við skilning mannsins á tónlist, en það er hinn samræmdi hljómur, eða „harmónía". Orðið „harmónía“ er þegar farið að nota um þetta leyti, en það er ekki hljómur i nútíma- skilningi orðsins. Eðli sjálfstæðra hljóma var ennþá með öllu óljóst og órannsakað, en hljómur tónbil- anna og rás þeirra var meginuppi- staðan í tónlist þessara tíma. Disk- antus og fjölröddun sú, sem í hon- um felst, samsvarar mikið frekar „kontrapúnkt“-hugtakinu; og á 14. öld er raunverulega farið að nefna hinn fjölraddaða rithátt „kontra- púnkt“. Fyrstu tilraunirnar til að syngja diskantus hafa eflaust verið gerðar til þess að prófa, hvort ekki fynndust fleiri samhljómandi tónbil en hin pýthagórísku (grísku), áttundin, fer- undin og fimmundin. Þá hefir fyrst verið uppgötvaður hinn samhljóm- andi, ómblíði eiginleiki þríundiarinnar, og smám saman bættust ómstríðu tónbilin við. Úr því fóru tónfræðing- arnir og kennararnir að liafa for- göngu frekari þróunar. I ritum þeirra er að finna lýsingu á hinni hægfara breytingu frá organum til diskantus;. tónbilin eru flokkuð eftir hljómeðli, reglur eru settar um hrevfingu sam- hljómanna og raddfærslu; sexundin er fyrst talinn ófullkominn mishljónir ur (diskórdans), síðar er hún tekin í tölu ófullkominna samhljóma (konkordans), en í þess stað er fer- undin ekki lengur talin samhljómur. Höfuðárangurinn af fjölröddun- inni á þessu tímabili er sá ávinning- ur, að þríundin og sexundin eru við- urkenndar sem samhljómar, mis- hljómar eru notaðir sem tengihljóm- ar til úrlausnar, og reynt er að sneiða hjá samstígum fimmunda- og átt- unda-röðum (sem tekst þó ekki til hlítar); gagnhreyfingin er valin öðrum fremur, og hinn misgildi diskantus (margar nótur á móti einni) öðlast útbreiðslu. Heitið diskantus var lálið tákna þrennt: í fvrsta lagi tvíraddaðan tónbálk (ritháttinn), ennfremur rödd þá, sem sungin var gegn ten- órnum (grunnröddinni), og loks all- ar fjölraddaðar tónsmíðar á 12. til 14. öld. Tvíraddaði tónbálkurinn var lengi framan af nær einungis stund- aður. Þríraddaði tónbálkurinn var kallaður triplum, svo og þriðja röddin sjálf. Fyrir fjórraddaðan diskantus, líka í tvöfaldri merkingu, er notað quadruplum, og var hann eingöngu ætlaður hljóðfærum. Fyrir aðra eða þriðju röddina er einnig haft lieitið motetus (motet). Það verður að gera greinarmun á tvennskonar diskantus; Diskanlus kveðinn af munni fram (impróvíse- raður) og skrásettur diskantus (nót- eraður). Hinn fyrri var fluttur af einum eða fleiri söngvurum undir- búningslaust við ákveðna grunn- rödd. Sá síðari er hinn samdi og skrifaði fjölraddaði tónbálkur. Ef „impróvíseraður“ diskantus hefir verið sunginn með breytilegum tón-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.