blaðið - 16.06.2006, Side 8

blaðið - 16.06.2006, Side 8
8 I FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 blaöiö Gríöarlegt manntjón í sprengingu á Sri Lanka Rúmlega 60 manns, hið minnsta, létu lífið í sprengingu á Sri Lanka í gær. Stjórnarherinn vænir skæruliða tamíla um verknaðinn og ótti vex um að átök fari enn harðnandi. Ted Junker f Hitlers-stofu sinni. Yfir- völd reyna að fá lögbann á rekstur safnsins. Hitlers-stofa hættuleg heilsunni? Yfirvöld í Walworth-sýslu í Wis- consin í Bandaríkjunum reyna nú að fá fram lögbann sem á að koma í veg fyrir að Ted Junker opni safn um ævi og störf Adolfs Hitlers á bóndabæ sínum. Þar sem að ekkert í lögum bannar opnun safnsins reyna yfirvöld að knýja lögbannið fram á grundvelli laga um öryggi á opin- berum stöðum. Þau benda á að hættulegt sé að fjöldi fólks safn- ist saman á lítinn stað sem hefur umdeilda muni til sýnis. Fyrir fimm árum sótti Jun- ker um leyfi til að byggja stórt hús sem átti að hýsa miðstöð og safn um líf Adolf Hitlers en var synjað af yfirvöldum. Hann dó ekki ráðalaus og fékk leyfi til þess að byggja dráttarvélaskýli á bóndabæ sínum og eyddi síðan hátt í tuttugu milljónum króna í að umbreyta skýlinu í safn um þýska einræðisherrann og stríðs- glæpamanninn. í safninu er að finna myndir af Foringjanum, hakakrossa og fleiri muni sem tengjast þriðja ríkinu. Ted Junker, sem er 87 ára, kom til Bandaríkjanna árið 1955. Hann byrjaði að vinna fyrir sér sem húsvörður í Chicago en hóf síðar bústörf á eigin landi. Junker segist hafa verið í SS- sveitum þriðja ríkisins og barist á austurvígstöðunum í seinni heimstyrjöldinni. Hann hefur margoft vakið hneykslan og reiði með ummælum sínum um manngæsku Adolfs Hitlers og af- neitunum um helför gyðinga. Rúmlega 60 manns, hið minnsta, týndu lífi á Sri Lanka í gær þegar rúta sem var full af fólki ók yfir jarðsprengju. Stjórnarherinn á Sri Lanka brást við tíðindunum með því að gera harðar loftárásar á stöðvar skæruliða á norð-austur- hluta eyjarinnar. Talsmaður stjórnarhersins kvað engan vafa leika á að skæruliðar ta- míla bæru ábyrgð á þessu grimmdar- verki. Skæruliðar sögðust hins vegar enga ábyrgð bera á fjöldamorðinu. Að sögn Prasads Samarasinghe, talsmanns stjórnarhersins, var sprengingin gífurlega öflug. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur Bandarískir embættismenn full- yrða að Norður-Kóreumenn skjóta langdrægri eldflaug á loft í tilrauna- skyni á næstunni. Heimildir herma að flaugin eigi meðal annars að geta dregið til Bandaríkjanna. Ekki kom fram í máli embættismannanna hvenær eldflauginni verður skotið á loft en sjónvarpsstöð i Suður-Kóreu hélt því fram í gær að tilraunaskotið yrði framkvæmt innan sjö daga. Eld- laugin, sem er af gerðinni Taepod- ong 2, ber tiltölulega létta hleðslu og í Ijósi þess er óttast að henni sé ætlað að bera kjarna- eða efnavopn. Tilgangslaust væri að þróa slíka eldflaug til þess eins að bera hefð- bundna sprengjuhleðslu. Tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugir geta skapað enn meiri spennu í sam- skiptum þeirra við nágrannaríkin og Bandaríkjamenn. Viðræður um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu hafa legið niðri síðan í nóvember og kastljós alþjóðasamfélagsins hefur beinst að kjarnorkuáætlun klerka- stjórnarinnar í Teheran síðan þá. Alexander Vershbow, sendiherra Bandaríkjanna, í Suður-Kóreu sagði í gær að láti stjórnvöld í Py- ongyang verða af tilraunaskotinu komist Bandaríkjamenn ekki hjá því að bregðast við. Hann neitaði þó að útskýra frekar í hverju þau viðbrögð myndu felast. Sendiherra í einni árás frá því að skæruliðar ta- míla undirrituðu vopnahlésyfirlýs- ingu árið 2002. Óttast nú margir að átök fari enn harðnandi á Sri Lanka en spenna hefur magnast þar mjög á undanliðnum vikum. Skæruliðar skýrðu frá því að tvær herþotur hefðu gert árás á stöðvar þeirra eftir að fregnir bárust af manntjóninu en greindu ekki nánar frá þeim. Samarasinghe staðfesti að loftárásir hefðu verið gerðar. Stjórn- arherinn hygði á aðgerðir í „forvarn- arskyni” en þær yrðu takmarkaðar. <millifs>Skólabörn drepin S.B. Bothota, læknir á sjúkrahúsi þangað sem lík hinna látnu voru Suður-Kóreu í Washington, Lee Tae Sik, sagði að tilhugsunin um að N-Kóreumenn næðu að þróa lang- dræga eldflaug væri ógnvekjandi en sagði hugsanlegt að þeir væru eingöngu að reyna að ná athygli Bandaríkjamanna og knýja fram áframhaldandi viðræður á þeirra eigin forsendum. Eldflaugatilraunir N-Kóreu- manna komu heiminum í opna skjöldu árið 1998 en þær þóttu sýna flutt, sagði 62 farþega rútunnar hafa týnt lífi í sprengingunni. Af þeim hefðu 15 verið skólabörn. Að auki hefðu 78 manns særst i árásinni og væru þar á meðal vegfarendur sem orðið hefðu fyrir braki og sprengjubrotum. Rútan var á leið um bæinn Kabithigollewa í Anur- adhapura-héraði þegar hún ók yfir jarðsprengjuna. Samarasinghe sagði skæruliða tamíla, „Tígrana” svonefndu, bera ábyrgð á ódæðinu og kvað tilgang þeirra þann að skapa ógn og upp- lausn. Tígranir hafa undanfarin 20 ár eða svo barist fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis á norður- og austurhluta að tæknikunnátta þeirra væri mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Stjórnvöld í Pyongyang lýstu því yfir ári siðar að þau myndu tímabundið hætta þróun langdrægra flauga en hafa síðan þá haldið áfram þróun á skammdrægum eldflaugum. Norður-Kóreumenn hafa verið uppvísir að því í gegnum tíðina að selja eldflaugatækni til Pakistan og Irans. eyjunnar. Tamílar eru minnihluti á eyjunni, um 3,2 milljónir manna, og hindúar. Meirihluti íbúanna er Sinhalar sem eru búddatrúarmenn. Vopnahlé sem komið var á fyrir fjórum árum batt enda á stórfellda bardaga en aldrei hefur tekist að tryggja friðinn. Á síðustu mán- uðum hefur inn syrt í álinn og fjöldi óbreyttra borgara hefur týnt lífi í að- gerðum skæruliða. Kabithigollewa er nærri héruð- unum Vavuniya and Trincomalee á norð-austurhluta Sri Lanka. Þar hefur ítrekað komið til átaka á milli skæruliða og stjórnarhersins á síð- ustu mánuðum. Dregur úr væntingum Stjórnendur telja aðstæður í efna- hagslífinu vera góðar en eiga þó von á því að þær fari versnandi þegar horft er hálft ár fram í tímann. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir fjármála- ráðuneytið, Seðlabankann og Samtök atvinnulífsins. Aðstæður og horfur eru lakari en í sam- svarandi könnun sem gerð var í febrúar. Um 33% fyrirtækjanna telja að aðstæður verði verri, 17% að þær verði betri, en helmingur álítur að þær verði óbreyttar. Ánægja með Alþjóðahús Tæplega 88% íslendinga eru já- kvæðir í garð Alþjóðahúss og rúmlega 80% telja að Alþjóðahús sinni sinu hlutverki vel. Þetta kemur fram í viðhorfs- könnun um Alþjóðahús sem Gallup framkvæmdi i byrjun árs. I könnuninni kemur jafn- framt fram að ríflega 90% telja mikla þörf á upplýsingamiðstöð fyrir innflytjendur. „Niðurstöð- urnar eru í senn viðurkenning og hvatning að halda áfram því góða starfi sem Alþjóðahús hefur staðið fyrir undanfarin ár,“ segir Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss. N-Kórumenn hyggjast prófa langdræga eldflaug Suður-Kóreskir dansarar halda á sameiningarfána Kóreu en um þessar mundir er sögu- legum sáttafundi ráðamanna frá Norður og Suður-Kóreu fagnað. Talið er að fyrirhugað- ar tilraunir Norður-Kóreumanna með langdrægar eldflaugar geti aukið á spennuna á svæðinu. SPARAÐU LENGUR OG VEXTIRNIR HÆKKA KOSTABÓK ALLTAÐ 10,9% VEXTIR Taflan sýnir reglubundinn sparnað m.v. 10.000 kr. á mánuði Ar 1 3 5 7 9 Sparnaður 125.475 kr. 417.847 kr. 781.924 kr. 1.229.696 kr. 1.780.401 kr. Vextlr mlftast vlft vaxtatöflu frá 1. Júní 2006. Athugiö aft ávöxtun í fortíö segir ekkl tll um ávöxtun í framtíft. Kostabók ber stighækkandi vexti eftir lengd binditíma. Hún hentar vel fyrir þá sem vilja hámarksávöxtun en ætla ekki aö leggja fyrir háa fjárhæð. Hver innborgun er aöeins bundin í 10 daga en eftir þaö er hún alltaf laus til úttektar. Hægt er aö stofna Kostabók í KB Netbanka. D Kynntu þér Kostabók og aðrar góðar sparnaðarleiðir í næsta útibúi KB banka, (síma 444 7000 eöa á kbbanki.is. KB BANKI

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.