blaðið - 16.06.2006, Page 16

blaðið - 16.06.2006, Page 16
16 I VEIÐI FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 blaAÍ6 Margir vilja lœra fluguveiði Svo virðist sem mikill áhugi sé meðal almennings um að læra réttu handtökin við að veiða á flugu, alla- vega ef eitthvað er að marka skrán- ingar í fluguveiðiskóla Arkó veiði og Pálma Gunnarssonar, söngvara og veiðimanns. Búið er að fylla öll nám- skeið sumarsins, og komust færri að en vildu. Ennfremur er þegar farið að skrá á námskeið næsta sumars. Hvert námskeið tekur þrjá til fjóra daga, og skiptast þau i raun í tvennt. Fyrst eru tekin fyrir tækniatriði en þegar kennurum finnst þátttak- endur orðnir nægilega flinkir við að kasta fluguveiðilínunni er haldið út í góða veiðiá og þar eru kynnt til sög- unnar hinar ýmsu veiðiaðferðir. Vornámskeiðum skólans nú lokið, en þau voru haldin á silungasvæði Ný kunnátta þegar farin aö skila sér. Nemendi i fluguveiöiskólanum þegar búinn að setja í fisk. Veiðiportið Laxaflugur á aðeins Kr 99,- Á meöan byrgðir endast! Veiðiportið ávallt ódvrara Veiöiportið Grandagaröi 3. Sími:552-9940 Vatnsdalsár. Að sögn forráðamanna hans tókust þau sérstaklega vel, og náðu allir þátttakendur að setja í fisk á námskeiðinu, og sumur náðu meira að segja að landa sínum fyrsta flugufiski. Það kemur kannski á óvart en kynjaskiptingin á námskeiðin er nánast jöfn, en fram að þessu hefur yfirgnæfandi meirihluti veiðimanna verið karlar. Svo virðist hinsvegar sem að það sé að breytast og sífellt fleiri kvenmenn leggja út í þetta skemmtilega sport. Verðandi fluguveiöimenn: Þátttakendur í fluguveiöiskólanum. Hulunni svipt af leynivopninu 2006 Kirkjuflugan, eftir Kristján Ævar Gunnarsson, bar sigur úr býtum í Leynivopnasamkeppninni 2006, sem Landssamband stangaveiðifé- laga og Veiðhornið stóðu fyrir. Vel á annan tug veiðiflugna voru sendar inn í keppnina, en niðurstaða dóm- nefndar og lesenda heimasíðu Veiði- hornsins var að sú veiðilegasta og fallegasta væri Kirkjuflugan. Góð reynsla í Eyjafjarðará Höfundar þeirra flugna sem sendar voru inn í keppnina sendu með þeim litla greinargerð. 1 greinargerð Krist- jáns um Kirkjufluguna segir: „Þessi fluga varð til þegar ég var við veiðar á silungasvæðinu í Vatns- dalsá í ágúst 2005. Með okkur í för var prestur. Hann hafði ekki fengið neitt í tvo daga og vildi hann að ég hannaði fyrir hann flugu í litum kirkjuársins (grænn, fjólublár, rauður, hvítur og svartur). Hnýtti ég þá þessa flugu handa honum og var hún vígð daginn eftir í hyl sem ber nafnið Kirkjuhylur þannig að mér fannst rétt að skýra hana Kirkju- flugu. Veiddi hann vel á fluguna, nokkrar 1 til 3ja punda bleikjur og missti eina sem hann taldi vera tals- vert stærri. Þessi fluga reyndist mér vel síðar um haustið í Eyjafjarðará." 1 öðru sæti varð síðan flugan Sækó sem Bjarnfinnur Sverrisson hnýtti og hannaði og í því þriðja Draumurinn eftir Sigþór Stein Ólafs- son og Ólaf H. Óskarsson. flLLT FYRIR VEIfllNR 11« FERÐA- 0G UTIVISTARVERSLUN Skeifunni 6 • Sími 533 4450 • www.everest.is PER5DNULEG ÞJ0NU5TR. FRGLEG RflflGJDF . _ ',iM • '*+ 4 vmom 2 0 0 6 d vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiöivöruverslunum og á www.veidikortid.is FISHER'S Motion, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöðlur og vöðlujakkar, 9 ára reynsla á íslandi. Hafa reynst frábærlega að sögn kröfuharðra neytanda. Toppgæði og gott verð! Aftft /0JJ/0L9 Kirkjuflugan - Uppskrift: Öngull - Legglangur í stærð 4 til 8 Tvinni - Svartur UNI8/0 Vöf - Ávalt silfur Búkur -1/2 grænt flos, 1/2 fjólublátt Antron Yarn Búkkragi - Svartlituð fön af strútsfjöður Skegg - Rauðlituð hanahálsfjöður Vaengur - Svört og hvít hjartarhalahár Hauskragi - Hvítt Micro Chenille Sækó - Uppskrift: Öngull - Grubber 8 til 16 Þráöur - Svartur Stéí - Fluorcent Lime Green Antron Body Wool Kúla - GullTungsten Faceted eða Multi Faceted Búkur - Glært Body Glass yfir 2 umferðir af gylltu Holograpic tinsel Vöf - Grænn UNI Neon þráður Fálmarar - Hvítt UNI Glo Yarn Frambúkur - Siman Sparkle Dubbing Brush, Peacock Green Draumurinn - Uppskrift: Öngull - Straumfluguöngull í stærð 2 til 8 Tvinni - Svartur 6/0 Broddur - Ávalt silfur Skott - Rauðar hanahálsfjaðrir sem standa í splitt út frá önglinum Búkur - Svört ull Vöf - Ávalt silfur Skegg - Svart Marabou og silfur Flashabou Vængur - Hvítt hrossahár og svartar hanafjaðrir yfir hárin Hauskragi - Kolgrátt Krystal dubb, greitt aftur yfir vænginn Haus - Svartur með ámáluðum gulum og rauðum augum Dreifmg: Veiðihúsið • Holmaslóð 4-101 Reykjavík • Síini: 562 0095 - 898 4047 Fleiri vötn undir veiði- kortið Handhafar Veiðikortsins geta nú glaðst því þeir hafa nú leyfi til að veiða i tíu nýjum veiði- vötnum. Þau bætast við 23 vötn sem handhafar kortsins gátu valið úr áður. Vötnin eru á tveimur vatna- svæðum og tekur þessi breyting gildi 1. júlí næstkomandi. Ann- ars vegar er um að ræða vatna- svæði Selár á Skagaheiði en hins vegar veiðisvæði á Melrakka- sléttu sem eru á forræði jarðar- innar Skinnalóns. Enginn auka kostnaður Undir vatnasvæði Selár heyra Öl- vesvatn, Fossvatn, Grunnatjörn, Stífluvatn, Andavatn, Heyvötn og Selvatn auk lækja sem renna á milli vatnanna. Þetta vatna- svæði er eitt af vinsælustu svæð- unum á Skagaheiði. Á Melrakkasléttu er Veiði- kortið búið að semja um þrjú vatnasvæði fyrir korthafa Veiði- kortsins. Þau vötn sem um ræðir eru Hraunhafnarvatn, Æðarvatn og Arnarvatn í landi Skinnalóns. Þetta ætti að vera kærkomin viðbót fyrir Veiðikorthafa sem eiga leið um norðanvert landið sem og heimamenn í nágrenni Skaga og Melrakkasléttu. Það skal tekið sérstaklega fram að þessi vatnasvæði sem bætast við eru hrein og klár viðbót og fela ekki í sér neinn kostnaðarauka fyrir handhafa Veiðikortsins 2006.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.