blaðið - 16.06.2006, Side 12

blaðið - 16.06.2006, Side 12
12 I DEIGLAN FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 blaAÍÖ TÖL BRAUTARHOIT110-14 | S: 588 1000 | WWW.TASK.IS Opið: 10-18 virka daga 12-10 laugardaga Pönkarar og diskódísir flykkjast á Árbœjarsafn Það er kunnara en frá þurfi að segja að diskókrakkar og pönk- arar háðu marga hildina um 1980. Alvöru pönkarar lögðu vitanlega fæð á kátu og litríku diskókrakk- ana sem söngluðu Abba og Sister Sledge fyrir munni sér dagana langa. Þeim sem lögðu ást á diskóið var oftar en ekki lítið um leður og líkamsgatanir gefið. Lín- urnar eru þó ekki eins skýrar og margur kynni að halda og ekkert er í heiminum svart eða hvítt. Án efa hefur leðurbuxnaklæddur piltur með hanakamb dillað sér við Pointers-systur í laumi undir húsvegg og einhverjar diskó-dísir þessa lands felldu hugi til töffar- anna á Hallærisplaninu. Straum- arnir tveir fléttast líka saman á ýmsan hátt og liggja margar teng- ingarnar kannski ekki á lausu við fyrstu sýn. „Hollywood, hollywood" Þeim sem dilluðu sér hvað ákafast við heitustu diskótónlistina í Holly- wood á áttunda áratugnum kann að bregða í brún þessa dagana. Pönk- arar þessa lands munu líklega líka reka upp stór augu og fá eilitinn skjálfta í tær og fingur. Á morgun opnar nefnilega sýning í Árbæjar- safni sem leiðir okkur í allan sann- leika um pönk- og diskótímabilið í íslenskri menningarsögu. Pönkarar og diskódrottningar íslands eru orðin að safngripum. Eins og með margt þá vorum við Islendingar heldur sein til að grípa þessa strauma að utan og sátum í glimmergallanum og leðurbux- unum löngu eftir að erlendar þjóðir höfðu kastað þeim fyrir róða. Þessa sögu er hægt að kynna sér á Árbæjar- safni nú um stundir. Á sýningunni sem opnar á morgun er leitast við að útskýra og gefa tilfinningu fyrir menningu ungs fólks í Reykjavík og nágrenni á árabilinu 1975 til 1985.1 forgrunni eru þessir tveir menninga- straumar- diskó og pönk. Sýningin varpar ljósi á helstu einkenni þess- ara menningarfyrirbæra, bakgrunn þeirra, uppruna og áhrif. Efnið býður jafnframt upp á það að gestir geti mátað aðra strauma og tísku- stefnur við þessa sögu. Lifandi sýningahald Ljóst er að Árbæjarsafn er ekki bara geymslustaður fyrir rokka og strokka. Þar fer fram lifandi sýninga- hald allt árið um kring og er efnið alls ekki bundið liðnum öldum. 1 fyrra var t.d. sett um sýning um sjötta áratuginn í samstarfi við nem- endur við sagnfræðiskor Háskóla íslands. Góður rómur var gerður að þeirri sýningu og hlaut hún mikla aðsókn. Ljóst er að fólk hefur ekki síður gaman af því að kynna sér það sem er nær því í tíma en fjær. Við erum nefnilega alltaf að leita að sjálfum okkur og verðum undrandi og jafnvel nokkuð kát ef við sjáum móta fyrir sporum okkar í sögunni á Árbæjarsafni. Guðbrandur Benediktsson er deild- arstjóri miðlunar á Árbæjarsafni. „Hugmyndavinnan hefur tekið nokkur ár og undirbúningur hefur staðið í nokkuð langan tíma. Sem Minjasafn Reykjavíkur viljum við líka fjalla um menningarsögu sem stendur okkur nokkuð nærri í tíma þó Árbæjarsafn hafi sín ka- raktereinkenni sem eru nokkuð bundin aldamótunum 1900. Á und- anförnum árum höfum t.d. tekið fyrir hippatímabilið og sjötta áratug- inn. Þessar sýningar hafa komið vel út. Nú færum við okkur nær í tíma og tökum fyrir tímabilið 1975-1985“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að hugsað hafi verið til unglinga í elstu bekkjum grunnskólans þegar ákveðið var að setja upp sýningu um unglinga- menningu þessa tíma. „Það er ekki mikið í boði á söfnum í dag fyrir þennan aldurshóp. Þessir krakkar vita ekki mikið meira um diskó og pönk en við sem fædd erum á átt- unda áratugnum vissum um hipp- ana. Þetta er orðið töluvert fjarlægt í tíma. Það eru 25 ár síðan Rokk í Reykjavík var gerð og tíminn líður hratt,“ segir Guðbrandur. Breyttar áherslur íslenskra safna Ekki er laust við að merkja megi breyttar áherslur innan hins ís- lenska safnaheims. Nú um stundir er hlutum ekki bara stillt upp í gler- kassa og þeir merktir með hvítum merkimiðum eins og tíðkaðist á árum áður. Gestir fá að taka þátt og upplifa tímann á allt annan hátt en áður og hefur Árbæjarsafn ekki látið sitt eftir liggja í þessari þróun. „Ég myndi segja að línurnar milli safn- anna væru að skerpast og sérhæfing væri að aukast. Sjálfmynd íslenskra safna er að skýrast. Þessi sýning okkar um diskó og pönk byggir á stórum hluta á því að labba inn í sviðsmynd og fá tilfinningu fyrir tímanum. Gestir fá m.a. að stíga trylltan diskódans í Hollywood og tromma á trommur af miklum móð. Sýningin kallar því sterkt á virkni gesta. Segja má að þeir gangi inn í þennan tíma. Við settum upp her- bergi ungs pönkarapilts og síðan gefur að lita bílskúr þar sem pönk- bandið æfir. Svo er herbergi diskó- dísar og Hollywood í öllu sínu veldi. Þarna á milli er síðan Austurstræti og Hallærisplanið.“ Aðspurður segir Guðbrandur að ekki sé endilega himinn og haf mik- ill pönkarans og diskó-dísarinnar. „Þetta er ekki einfalt tímabil og skiptist síður en svo í svart og hvítt. Þessir straumar eru þó vissulega andstæður 1 hugum margra. Þetta eru tískustraumar sem skilja eftir sig heilmikla arfleifð, auðvitað tón- listarlega og fela ekki síður í sér við- horf til lífsins," segir Guðbrandur kátur með sýninguna. Árbæjarsafn fékk til liðs við sig gott fólk til þess að hanna sýning- una og setja hana upp. Unnur María Bergsveinsdóttir MA nemi í sagn- fræði skrifar um þessar mundir lokaritgerð sína við HÍ um pönk á ís- landi og sá hún að mestu um pönkið. Sigríður Bachmann sagnfræðingur hafði yfirumsjón með diskóhluta sýningarinnar og Ólafur Engil- berts sagnfræðingur sem hefur sér- hæft sig i sýningahaldi lagði sitt af mörkum til uppsetningar og hönn- unar. Helga Vollertsen vann einnig að sýningunni en hún er starfs- maður Árbæjarsafns. Guðbrandur Benediktsson hafði svo yfirumsjón með öllu verkefninu. Óhætt er að hvetja alla áhuga- menn um menningarsögu til þess að kíkja í Árbæinn og skoða þessa glæsilegu sýningu. Sýningin opnar á morgun kl. 17 fyrir boðsgesti en er opin almenningi frá og með 17. júní. Er þór heitt? Skrifstofu- og tolvukœlar líshúsið ehf S: 566 6000

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.