blaðið - 16.06.2006, Page 30

blaðið - 16.06.2006, Page 30
30 I FÓLK FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 blaðið HEIMSKAR KONUR Smáborgarinn er mjög hrifinn af auglýs- ingum og hefur áður lýst yfir hrifningu sinni á þeim í þessum pistli. Raunar hafa auglýsingar mjög mikil áhrif á Smáborg- arann og hann velur meðvitaö vörur eftir því hvaða auglýsingar honum líkar. Að sama skapi kaupir hann ekki vörur ef hon- um mislíkar auglýsingar. Smáborgarinn er svo óheppinn að vera uppfullur af pól- (tískum rétttrúnaði, eitthvað sem margir samborgarar hans fyrirlíta. Smáborgar- inn horfir því á auglýsingar í gegnum sín pólitísku rétttrúuðu augu. Til dæmis varð Smáborgarinn mjög ósáttur við aug- lýsingu sem sýndi að konur sem keyptu ákveðið morgunkorn hófu að berja mann- inn sinn með poka sem geymdi tiltekið morgunkorn. Að minnsta kosti virtist auglýsingin sýna það. Barnalegar tryggingar Nýleg auglýsing pirrar Smáborgarann álíka mikið og auglýsingin um morgun- kornið sem leiddi til ofbeldis. I þetta skiptið er það tryggingafélag sem aug- lýsir F+ tryggingu. I auglýsingunni eru hjón að ræða saman enda eru þau svo heppin að hafa fjárfest í einni slíkri trygg- ingu. Konan á samt (miklum erfiðleikum með að skilja nafnið, F+, og spyr mann sinn margra spurninga um þetta einfalda nafn. Spurningarnar eru svo heimskuleg- ar að ætla mætti að 3 ára gamalt barn hefði spurt þær. Afsakið, þetta var illa sagt. Þriggja ára barn myndi aldrei spyrja svona heimskulega og því er réttara að segja að spurningarnar hafi verið barna- legar, í besta falli. Auglýsingin, sem átti að sýna fram á hve góð trygging F+ er, leiddi til þess að Smáborgarinn velti fyrir sér hvort allar konur sem tryggja hjá til- teknu tryggingafélagi séu heimskar. Ætli tryggingarfélagið hafi ekki byggt auglýs- inguna á sínum viðskiptavinum? Óafsakanlegt Eftir smá umhugsun komst Smáborgar- inn að því að tryggingarfélagið hlýtur bara að álíta að allar konur séu svona heimskar og þurfi stóra og sterka karl- menn til að svara einföldum spurningum þeirra. Nei, getur það verið? Smáborg- arinn er eiginlega orðinn alveg ruglaður eftir að hafa hugsað lengi um þessa pirrandi auglýsingu. Ef tryggingarfélag- ið telur ekki að allar konur séu heimskar, af hverju í ósköpunum að leyfa svona fáránlega auglýsingu? Smáborgarinn er engu nær en vonar eiginlega að í fávisku sinni telji tiltekið tryggingafélag íslensk- ar konur vera heimskar. Þvf annars væri óafsakanlegt að birta svona „ranga" aug- lýsingu. HVAÐ FINNST ÞÉR? Yngvi R. Kristjánsson, Kúluskítshöfðingi Verður Sigríði Önnu boðið að vera heiðursgestur á næstu Kúluskítshátíð? Að^álfsögðu! Við vonum svo sannarlega að hún þiggi Eitt af síðustu verkum Sigríðar Önnu Þórðardóttur í embætti umhverfisráðherra var að friðlýsa kúluskít, sem er sérstakt vaxt- arform grænþörungsins vatnaskúfs. Frá árinu 2003 hefur verið haldin árleg Kúluskítshátíð við Mývatn. Leikarinn Christopher Walken mætir á frumsýningu myndarinnar Click í Los Angeles Leikarinn Adam Sandler stillir sér upp með hinni ungu Tatum McCann á frumsýn ingu myndarinnar Click í Los Angeles Belgíski leikarinn Jean-Claude Van Damme stillir sér upp fyrir Ijósmyndara ÍDubai Leikarinn og söngvarinn stórgóði, David Hasselhof mætir á frumsýningu myndarinnar Click í Los Angeles HEYRST HEFUR... Svo virðist sem að lítil ánægja sé með eitt af síðustu embættisverkum Al- freðs Þorsteinssonar, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Búin var til heillöng sjónvarpsaug- lýsing sem nú birtist sjón- varpsáhorfend- um hér á landi reglulega. Á vef- svæðinu ordid.blog.is, sem ku vera heitasta slúðurfréttaveita landsins um þessar mundir, kemur fram að almenn við- brögð almennings séu hneyksl- an yfir því að fyrirtæki borgar- innar skuli bruðla svona með peninga borgarbúa. Leitt er að því líkum að kostnaður við herferðina nemi um 50 millj- ónum króna. Áhrif hennar á starfsandann á skrifstofum OR hafi ekki verið í samræmi við væntingar æðstu manna þar á bænum, því fólk hafi ver- ið vonsvikið og furði sig á því á hvaða flippi topparnir hafi eig- inlega verið þegar ákvöðun um auglýsinguna var tekin. Mikið hefur verið fjallað um kynjahlutfall innan borgarkerfisins eftir að nýr meirihluti exbé og sjálfstæð- isflokks tþk þar við völdum. Þykir halja mjög á konur í út- hlutun nefndarsæta, og ef rýnt er í nefndarskiptingu koma athyglisverðar staðreyndir í ljós. Ekki er hægt að sjá ann- að en að staða Björns Inga sé sterkari inn- an helstu ráða og fyrirtækja borgarinnar en Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur, og hinna sjö kvennanna í borgarstjórn- arflokki D-listans til samans. Björn Ing! fer með formennsku í tveimur af helstu ráðum borg- arinnar, §em er jafnt og þær. Hann situr í þremur fyrirtækja- stjórnum sem er þrefalt meira en samanlagðar stjórnarset- ur þessara ágætu sjálfstæðis- kvenna. Meðan Björn Ingi fer með formennsku í tveimur fyr- irtækjum fá þær að taka sæti í tveimur hverfaráðum, af sjö. Sagði einhver jafnrétti? adalbjorn@bladid.net Killers flytja til Lunduna Hljómsveitin The Killers hefur flust til Lundúna til að klára sína aðra plötu. Sveitin hóf vinnu við plöt- una í heimaborg sinni, Las Vegas i Bandaríkjunum, en flaug yfir At- landshaf í síðustu viku til að leggja lokahönd á verkið. „Nýja platan stefnir í að verða mún alvarlegri en sú fyrsta," sagði söngvarinn Brandon Flowers í sam- tali við tímaritið NME. „Ætli það sé ekki vegna þess að við erum að þroskast. Við semjum ekki lengur um táningsstúlkur.“ The Killers hefur flutt ný lög á tónleikum síðustu mánuði og hafa blaðamenn ytra spáð því að lög eins og Have You Ever Seen The Lights?, Bling og Sam’s Town verði meðal þeirra sem fái að fljóta með á nýju plötuna. Sveitin sló í gegn árið 2004 með frumburði sínum, Hot Fuss og fóru lögin Mr. Brightside, Somebo- dy Told Me og Jenny Was a Friend of mine í efstu sæti vinsældarlista um allan heim. L»u§ 8r Léns Snáfaðu hingað niður! Þú hefur drepið piöntuna.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.