blaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 20
' 20 I ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 Maðiö ■ HM-leikir dagsins Argentína - Serbía og SvartQallaland Holland - Fílabeinsströndin C-ríðill Kl.13 Leikstaður: Gelsenkirchen. Veðbankarnir: Sigur Argentínu á HM: 13/2 Sigur Serbíu og Sv. á HM: 250/1 Styrkleikalisti FIFA: Argentína: 9 Serbía og Sv.: 44 Staðreyndir um leikinn: • Táningurinn Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur jafnað sig að fullu af meiðslum sem hafa hrjáð hann. Þó er búist við að hann byrji á varamannabekknum, líkt og í fyrsta leiknum gegn Fílabeinsströndinni. • Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, leikur ekki meira með Serbum á mótinu vegna hnémeiðsla. • Ef Argentínumenn sigra og Fílabeinsströndinni tekst ekki að sigra Holland hafa þeir tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. • Savo Milosevic verður að öllum líkindum í liði Serba og leikur þá sinn hundraðasta landsleik. • Hernan Crespo er fjórum mörkum frá því að hafa skorað jafn mörg mörk fyrir Argentínu og Diego Maradona, 34 talsins. Markahæstur frá upphafi er þó Gabriel Batistuta með 56 mörk. Reuters Gul ofurhetja? Ivan Kaviedes, bregður á leik, eftir að hafa skorað þriðja mark Ekvadora gegn Kostaríka í Hamborg í gær. Ekvadorar sigruðu leikinn með þrem mörkum gegn engu og tryggðu sér þar með keppnisrétt í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. C-ríðill KI. 16 Leikstaður: Stuttgart. Veðbankarnir: Sigur Hollands á HM: 14/1 Sigur Fílabeinsstrandarinnar á HM: 100/1 Styrkleikalisti FIFA: Holland: 3 Fílabeinsströndin: 32 Staðreyndir um leikinn: • Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollendinga, ætlar að tefla fram sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn Serbum. • Aruna Dindane kemur að öllum líkindum inn í lið Fílabeinsstrandarinnar í stað Bonaventure Kalou og leikur við hlið Didier Drogba í framlínunni. • Holland og Fílabeinsströndin hafa aldrei mæst áður. • Hollendingar hafa haldið hreinu í síðustu tíu landsleikjum sínum og er það met hjá Evrópuþjóð. • Fílabeinsströndin er eina þjóðin á HM sem teflir einungis fram leikmönnum sem leika utan heimalandsins. Mexíkó - Angóla D-ríðill KI. 19 Leikstaður: Hannóver Veðbankarnir: Sigur Mexíkó á HM: 40/1 Sigur Angóla á HM: 2500/1 Styrkleikalisti FIFA: Mexíkó: 4 Angóla: 57 Staðreyndir um leikinn • Francisco Fonseca kemur inn í lið Mexíkó í stað Jareds Borgetti, sóknarmanns Bolton, eftir að sá síðarnefndi meiddist í leiknum gegn íran á sunnudag. • Luis Oliveira Goncalves, landsliðsþjálfari Angóla, ætlar að halda áfram að notast við leikaðferðina 4-5-1 þrátt fyrir að Fabrice Akwa, sóknarmaður liðsins, hafi beðið hann um að tefla fram öðrum manni í framlínunni. • Joao Ricardo, markvörður Angóla, og áðurnefndur Akwa eru hvorugur á mála hjá félagsliði og vonast til að sanna sig fyrir væntanlegum vinnuveitendum áHM. • Claudio Suarez, sem er 37 ára, er leikjahæsti leikmaður Mexíkó með heila 178 landsleiki að baki. • Mexíkó og Angóla hafa aldrei mæst áður. Tapi Angóla leiknum komast þeir ekki í 16-liða úrslit. VIDSKIPTI & FJÁRMÁL HEIMILAWWA Þriðjudaginn 20. júní ...... - blaðiöa Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • oími 510 372 ; • G::rn 848 0231 • kollai@bladid.net Magnú:; Cianti Hauksson • Sími 510 372 •; • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is 25% af fólksbíladekkjum low profile. 2 J5%aísl.afvinnu í við smur. á 3 • 1000 kr. bætiefni Vfylgir frítt með smuri 4. Ath.þvottatilboð. BIUKO hiilcöJis Skeytin inn Leikmenn Trinidad og Tóbagó höfðu ærna ástæðu til þess að leggja hart að sér í leiknum gegn Englandi á HM í gær. Hverjum leikmanni var lofað fflGOSTDIK áÚM einm 247 lítra tunnu l -tBtímmtmmáSB 'L of Angostura-rommi myndu þeira bera sigur úr býtum. Englendingar eru þekktir húmo- ristar og sagði einn íþróttafrétta- maðurinn á dagblaðinu Gu- ardian að fengju TESCO leikmenn Trínidad og Tóbagó rommið ætti refsing leikmanna Eng- lands að vera fólgin í að drekka ginið sem er framleitt er fyrir Tesco-lágvöruverslanirnar. Sem endranær er gríðar- lega góð stemmning í herbúðum hollenska landsliðsins en eins og allir vita eru hinir appelsínu- gulklæddu knattspyrnumenn þekktir fyrir bræðralag á stórmótum. Robbin van Persie mælti hlýlega til Arjen Rob- bens eftir sigurleikinn á móti Serbum. Van Persie sagði að Robben, sem skoraði mark Hol- lendinga í leiknum, væri alltof eigingjarn með boltann. Hann yrði að taka ákvarðanir á vell- inum sem væru góðar fyrir liðið Brasilíumaðurinn Daniel Alves, sem leikur stöðu bakvarðar hjá Sevilla á Spáni, er hugsanlega á leið til ensku bikar- meistaranna í Liverpool í sumar. Rafa Ben- itez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, er sagður mikill aðdáandi varnarmannsins, sem getur líka leikið á miðjunni og umboðs- maður kappans hefur sagt að Alves sé spenntur fyrir að leika fyrir þá rauðklæddu. Einnig er sagt að Real Madrid hafi áhuga á að fá hann til liðs við sig en talið er að Sevilla vilji fá 12 millj- ónir punda fyrir Alves.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.