blaðið - 16.06.2006, Page 22

blaðið - 16.06.2006, Page 22
22 I MENMING FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 blaöið ísland í túlkun Mark Watson og Alfred Ehrhardt Ljósmynd eftir Alfred Ehrhardt. Ný sýning hefur verið opnuð í Mynda- sal Þjóðminjasafnsins. Sýningin ber heitið ísland og er helguð ólíkri sýn tveggja Evrópubúa á landið. Sumarið 1938 ferðuðust þjóðverjinn Alfred Ehrhardt og Englendingurinn Mark Watson um ísland. Báðir komu til að sjá og upplifa náttúru landsins en tilgangur þeirra var þó ólíkur. Wat- son hafði dreymt um að sjá landið frá bernsku og ljósmyndir hans eru Laugardaginn 17. júní mun fjörið verða við völd í Nýlistasafninu. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar laugardaginn 17. júní kl:i5:oo sýninguna Magn er Gæði þar sem 48 félagar sýna postulínsverk. Þarna gefst listunnendum fágætt tækifæri til að sjá ýmsa okkar helstu samtímalistamanna vinna með sama efnið en hver og einn þeirra beitir sínum persónulega stíl við úrvinnsluna. Hugmyndin með því að fá listamenn til að vinna með postulín, er tilraun til að gefa efn- inu og hlutverki þess aðra merkingu og möguleika. Efnistök og fagur- fræðileg nálgun gildir einu, vegna þess að tilraunin sem slík leysir upp hlutverk efnisins og réttlætir gildi sýningarinnar. Steingrímur Eyfjörð, sem er fulltrúi íslands á . Feneyja- tvíæringnum á næsta ári hefur átt stóran hlut í skipulagningu þessarar sýningar. Þáttaskil í pylsumenningu Nýtt alþjóðlegt pylsufyrirtæki verður sett á laggirnar í Nýlista- safninu á laugardaginn kl 15. Þessi atburður mun án efa valda þátta- skilum í pylsumenningunni. Um langt árabil hefur pylsan verið á undanhaldi og skyndibitar eins og hamborgarar, pizzur, kjúklingar og sushi hafa lagt undir sig heiminn. Full þörf er því á því að rétta hlut pylsunnar. Fyrirtækið mun framleiða alþjóð- legar pylsur í hæsta gæðaflokki. Með því að nota aðeins lífrænt ræktað íslenskt lambakjöt sem hrá- efni í pylsurnar verða þær aðgengi- legar viðskiptavinum af öllum trúar- brögðum. Stofnendur fyrirtækisins eru listamennirnir Olof Olsson og Daniel Salomon. Þeir hafa notað i anda almennra ferðamynda. Eins og myndirnar vitna um var hann mjög liðtækur ljósmyndari. Watson myndar ekki bara landslagið heldur ferðalagið sjálft, torfbæi, hesta og fólkið í landinu. Ehrhardt nálgast landið á allt annan hátt. Hann lagði leið sína til íslands gagngert til að ljós- mynda form landsins og frumkrafta jarðarinnar eins og þeir endurspegl- ast til dæmis i hraunmyndunum og alþjóðalega tungumálið Esperanto sem grundvöll að ýmsum uppá- komum eins og húsgagnahönnun, gamanþætti í sjónvarpi og knatt- spyrnuliði. 1 Nýlistasafninu á laug- ardaginn mun gestum gefast kostur á því að bragða pylsunum góðu og hlusta á listamennina halda ræðu. Kl. 16 á laugardag mun Clare Charnley í samvinnu við Bryndísi Ragnarsdóttur flytja gjörninginn TALA. Verk Clare Charnley eiga upp- tök sín í þeim breytingum sem eiga sér stað þegar hlutir eru færðir úr einum menningarlegum aðstæðum í aðrar. Þessi hreyfing gerir hlutinn oft óskiljanlegan en getur jafnframt gefið hlutnum nýjar allt frá djúp- stæðum til fáránlegrar handhófs- kenndrar merkingar. 1 seinni tíma hefur hún sjálf verið „hluturinn” og verk hennar eru flest gjörningar. TALA er langtímaverkefni um hverahrúðri. Hann var myndlistar- maður sem þegar hafði skapað sér nafn. Ljósmyndir hans eru persónu- leg túlkun á umhverfinu og nær- myndir af áferð og mynstri sem í því birtist. Raunverulegur Islandsvinur Mark Watson (1906-1979) var íslands- vinur á tímum þegar orðið hafði raun- verulegt inntak. Hann var af enskri yfirstétt og stundaði nám við Eton og síðar skóla á meginlandi Evrópu. Islandsáhugi Marks mun hafa kviknað meðan hann var barn að aldri og viðhélst alla tíð. Rúmlega þrí- tugur kom hann fyrst til íslands og ferðaðist sumarið 1937 á hestum um Þingeyjarsýslur. Ári síðar kom hann aftur og ferðaðist þá um Skaftafells- sýslur og einnig Skagafjörð. Hann upptendraðist af bænum í Glaumbæ og staðnum og vildi kaupa hann, end- urreisa og gera að safni. Um haustið sendi Mark 200 pund til Islands til að hefja viðgerð bæjarins. Gjöf Marks skipti sköpum um varðveislu bæjar- ins í Glaumbæ. Mark tók ljósmyndir í þessum fyrstu íslandsferðum. Hann hélt sýn- ingu á úrvali mynda úr sinni fyrstu íslandsferð í London að viðstöddum Friðrik Danaprins og Ingiríði krón- prinsessu. Eftir þetta lagði hann að mestu niður ljósmyndun. Mark varð einn mesti velgjörðar- maður Þjóðminjasafns íslands. Hann menningarlega fáfræði þar sem Clare Charnleyer í samvinnu við listamenn úr öðrum tungumála- samfélögum. Þetta verkefni er til- raun til að fást við yfirráð enskrar tungu í samfélagi nútimans og því samblandi af valdi og fáfræði sem þeir sem hafa ensku að móðurmáli eru settir í á tímum þar sem enska er ríkjandi tungumál á internetinu, í tónlist og kvikmyndum.Fram að þessu hefur Clare gert TÖLU gjörn- inga í Eistlandi, Kína, Frakklandi, ísrael, Lúxemborg, Mexico, Póllandi ogWales. Hér á íslandi er hún í sam- vinnu við Bryndísi Ragnarsdóttur einn af okkar metnaðarfullu ungu myndlistarmönnum, en um hennar myndlist hefur verið sagt að hún sameini tvö áhugamál sín, drykkju- skap og spíritisma, í “náttúruhvers- dagssúrrealisma” sem á þó meira skylt við formfræði gaf safninu fjölda vatnslitamynda breska málarans W. G. Collingwood úr íslandsferð hans árið 1897 og nokkrar myndir úr leiðangri Stan- leys 1789 auk ýmissa annarra gjafa eins og þeirra ljósmynda sem getur að líta á sýningunni i Myndasalnum. Leit að frumlandslagi Leit Alfreds Ehrhardts (1901-1984) að ,grundvallarformum frumaflanna” leiddi hann í leiðangur til íslands sumarið 1938. Hann leitaði að „frum- landslagi” mótuðu af eldgosum og jöklum en ósnortnu af mönnum. I slíku landslagi hlaut að mega fá inn- sýn í sköpunarsögu jarðarinnar. Ehrhardt var einn fjölmargra Þjóð- verja sem heimsóttu ísland á milli- stríðsárunum. Hann hafði numið við Bauhaus-listaskólann og starfaði við kennslu í listgreinum. Fyrir íslands- heimsóknina hafði hann gefið út tvær ljósmyndabækur. Önnur þeirra Das Watt er talin með merkari ljós- myndabókum tímabilsins. Afrakstur Islandsferðarinnar gaf Ehrhardt út í bókinni Island árið 1939. Myndirnar í henni sýndu nýstárlega nálgun á myndefninu. Framlag Ehrhardts til íslenskrar ljós- myndunar byggir einkum á þrennu: 1. Nærmyndum af náttúrulegum mynstrum eða áferð i landslagi þar sem bútur úr landslagi er tekinn úr samhengi við umhverfið. Eftir stendur sléttur flötur með mynstri. 2. Djarfari myndskurði en áður hafði tíðkast, til dæmis á fossamyndum. 3. Öðru vísi landslagsmyndum með ber- angurslegum melum eða frostmynd- uðu þýfi. SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri linu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 1 6 7 3 5 4 3 2 7 5 9 8 9 3 3 2 7 4 6 8 9 1 3 8 4 5 6 2 3 7 8 4 Lausn síðustu gátu 9 3 4 1 5 2 7 8 6 8 5 7 6 9 3 1 4 2 1 2 6 7 8 4 9 3 5 2 6 5 3 7 8 4 1 9 7 1 8 2 4 9 6 5 3 3 4 9 5 1 6 2 7 8 4 9 3 8 2 1 5 6 7 5 8 2 4 6 7 3 9 1 6 7 1 9 3 5 8 2 4 Ljósmynd eftir Mark Watson. Líf og fjör í Nýlista safninu á morgun Blalil/Stemr Hugi

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.