Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 38

Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 38
2 hjólreiðar Helgin 31. ágúst-2. september 2012 101 í hádeginu þriðjudaga & fimmtudaga hefst 4. september nánari upplýsingar á mjolnir.is Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hjólaði með Silfurskottunum í Wow hjólreiðakeppninni og söfnuðu þær hæstu áheitunum til Barnaheilla. Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég á þrjú hjól, Trek hybrid sem er mitt á milli fjallahjóls og götuhjóls, ég nota það raunar í hvaða aðstæðum sem er, jafnt innanbæjar sem í torfærum á hálendinu. Svo fannst mér ómögulegt annað en eiga fjallahjól og keypt mér Mongoose; hvítt, svart og rautt. Það var nú eiginlega valið af því það tónaði svo gasalega vel við djammdressið, en það hefur mest verið notað á veturna á nagladekkjum og ferðalögum. Svo er nýjasti gripurinn Trek racer, hann var nú meira keyptur sem skemmtitæki, en ég er farin að nota hann líka í innan- bæjarsnattið,“ segir Hrönn Harðardóttir hjólreiðakona. Hvar er uppáhalds- hjólaleiðin þín? „Mér finnst alltaf jafn gaman að hjóla úr bænum og þá er það Nesjavalla- hringurinn en þá er hjólað yfir í Mos- fellsbæ, Þingvalla- veginn, meðfram Þingvallavatni, upp á Hengilinn og þaðan brunað niður til móts við Reykjavík. Þetta er 85 km hringur sem gleður bæði líkama og sál. Það er svo líka hægt að lengja dagleiðina svolítið með því að fara austan við vatnið og Grafn- inginn, komast aðeins í möl, en annars er hringurinn alveg malbikaður vestan megin og racer-fær alla leið.“ Hrönn „Hjóla-Hrönn“ Harðardóttir er virk í félagsstarfi hjólreiðafólks og heldur úti frábæru hjólabloggi á http://hrannsa. blog.is.  Hjólið Halldóra Gyða MattHíasdóttir ProPPé Hjólreiðakona Reykjavíkurhringurinn í uppáhaldi Hvaða hjól áttu og af hverju vald- irðu það? „Ég á TREK Madone 4.5 WSD árgerð 2012 racer og TREK Marlin 29“ fjallahjól árgerð 2011. Áður en ég endurnýjaði fjalla- hjólið átti ég 18 ára gamalt Trek fjallahjól sem hafði reynst mér mjög vel. Trek-hjólin eru mjög góð, fá góða dóma og þjónustan hjá strákunum í Erninum er alveg einstök og það skiptir öllu þegar maður velur sér hjól,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé hjólreiðakona. Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Fallegasta leiðin sem ég hef hjólað er yfir brúna á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Það var einstök tilfinning og toppaði allar hjólreiðaleiðir sem ég hef farið. En ætli uppáhaldshjólahringurinn minn sé ekki stór-Reykjavíkur- hringurinn, þegar ég fer frá Garðabæ og tek Álftaneshringinn, meðfram sjónum í Hafnarfirði, inn í Heiðmörkina frá Kaldárselsvegi, fram hjá Vífilsstaðavatni, í gegnum Salahverfið í Kópavogi, Árbæinn og upp í Grafarholtið í gegnum Golfvöll GR, niður í Grafarvog, meðfram Sæbrautinni í gegnum Reykjavík og út á Seltjarnarnesið og síðan meðfram Nauthólsvíkinni og heim aftur í Garðabæ með því að taka Kársnesið. Þetta er bæði fallegur og skemmtilegur hringur, býður upp á fallegt útsýni, flotta hraða kafla og fínar brekkur og er góð æfing.“  CyClotHon skúli MoGensen kePPir í HjólreiðuM Byggir upp alþjóðlega hjólreiðakeppni á Íslandi Skúli Mogensen fjárfestir þarfnast vart kynningar á Íslandi. Í dag er hann helst þekktur sem eigandi flugfélagsins WOW og MP banka. Áður tók hann þátt í risi og falli tölvufyrirtækisins Oz sem hann breytti svo í mikil verðmæti þegar hann flutti með fyrirtækið til Kanada. Skúli er einnig mikill áhugamaður um hjólreiðar. j á, ég var virkilega ánægður með keppnina í heild sinni,“ segir Skúli Mogensen fjár- festir um hjólreiðakeppnina sem flugfélag hans, WOW, stóð fyrir snemma í sumar. „Þetta var frá- bært og sérstaklega ánægjulegt að geta með þessu sinnt áhuga- málinu og stutt gott málefni en það tóku hundruð þátt og við söfnuðum milljónum fyrir Barnaheill.“ WOW Cyclothon keppnin stóð yfir í þrjá daga og í liðunum voru allt að fjórum hjólamönnum og allt að tveimur bílstjórum. Hjólað var með boðsveitafyrirkomulagi hringinn í kringum landið. Sam- tals hjólaði hvert lið 1.332 kíló- metra og Skúli sjálfur lét ekki sitt eftir liggja og hjólaði með liði WOW sem varð í öðru sæti. En hver var kveikjan að hjól- reiðakeppni WOW? „Við vildum vekja athygli á því hversu auðvelt það er að hjóla og hvað það er frábær skemmtun og í raun mikil heilsubót. Á sama tíma styrktum við og keppendurnir gott málefni. Svo er auðvitað mikilvægt fyrir okkur sem flugfélag að kynna Ísland sem frábæran áfangastað fyrir hjólreiðafólk.“ Skúli hefur verið einn af þeim sem hafa lagt til að Íslendingar byggi upp sérhæfða hjólreiðaferða- mennsku á Íslandi. Svipað og gert var í Skotlandi á sínum tíma. Liður í þessu er uppbygging á þessari miklu hjólreiðakeppni WOW. „Markmiðið er að þessi keppni verði árleg alþjóðleg hjólreiða- keppni þar sem bæði áhugafólki og þeim sem eru lengra komnir gefist færi á að spreyta sig í stórkostlegri náttúru Íslands og styrkja um leið gott málefni,“ segir Skúli og bætir við að í undirbúningi sé markaðs- herferð erlendis til að ná hingað til lands fleira hjólafólki. „Þetta er risamarkaður,“ útskýrir Skúli. En hvaðan kemur þessi ódrep- andi hjólaáhugi hjá þér? „Ég hjólaði í skólann á hverjum degi þegar ég ólst upp í Svíþjóð en byrjaði ekki fyrir alvöru í þessu fyrr en fyrir þremur árum. Þetta er nefnilega frábært áhugamál. Um leið og þú skoðar þig um úr besta sætinu þá færðu góða líkams- þjálfun. Hjólreiðar eru að auki hug- leiðsla þegar maður kemst í rétta gírinn á góðu hjóli, ekki síst í lengri vegalengdum.“ Skúli er sannur dellumaður og á nokkur hjól. Tvö Tri, eitt Cervelo P4 og annað Specialized auk þess sem hann á Scott fjallahjól („sem ég þyrfti að fara að endurnýja“). „Svo er hann Emil í Kríunni að smíða götuhjól fyrir mig sem ég stefni á að nota hér innanbæjar,“ segir Skúli sem hjólar mest í Hval- firðinum og auðvitað í og úr vinnu. Hver er skemmtilegasti hjólatúr sem þú hefur farið í erlendis? „Mt. Tremblant svæðið rétt norð- an við Montreal í Kanada er mjög flott og fjölbreytt svæði fyrir flest- ar tegundir hjóla. Ótrúlegt lands- lag og mikil hjólamenning,“ segir Skúli. Skúli Mogensen á nokkur hjól en hjólreiðar eru hans helsta áhugamál. Lið WOW: David í Kríunni, Ingvar Ómarsson, Emil Tumi Víglundsson, Gunnar Gylfason, Skúli Mogensen og Emil Þór Guðmundsson í Kríunni.  Hjólið Hrönn Harðardóttir Hjólreiðakona Hrönn hjólabloggari Hrönn Harðardóttir hjólreiðakona. Nesjavalla- hringurinn er uppáhald.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.