Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 46

Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 46
6 hjólreiðar Helgin 31. ágúst-2. september 2012 Alls er keppt í fjórum hringjum: Gull- hring, silfur- hring, brons- hring og krakka- hring. Hvaða hjól áttu og af hverju valdirðu það? „Ég nota nú þrjú hjól: Létt fjallahjól, „racer“ og nú var ég að fá mér nýtt fjallahjól sem hentar vel þegar maður er með töskur. Uppáhaldshjólið er létta fjallahjólið, Scott Scale 35, carbon hjól. Það var fyrsta alvöru hjólið sem ég eignaðist um 2007. Félagarnir í HMS voru oft að gera grín að eldra fjallahjólinu sem ég átti en ég taldi hinsvegar alltaf að þetta sport snér- ist eingöngu um líkam- legt þrek og því skipti það litlu máli á hvaða hjóli maður væri. Ég hafði ekki rétt fyrir mér!“ Uppháldshjólaleiðin? „Líklega verður það að teljast Heiðmörkin. Djúpa- vatnsleiðin í Bláa lónið er einnig alltaf skemmtileg. En skemmtilegasta ferðin í sumar var að hjóla Flateyjardalinn í blíðskaparveðri. Flateyjardalur er eyðidalur sem opnast við Flatey á Skjálfanda, við byrj- uðum að hjóla í Fnjóskadalnum. Síðan hjólaði ég mjög skemmtilegar leiðir á sunnanverðum Vestfjörðum í sumar.“ María Ögn Guðmundsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum. Hvaða hjól áttu og af hverju vald- irðu það? „Ég á þrjú hjól. Trek Lexa ra- cer, fyrsta götuhjólið mitt sem ég keypti vorið 2011, fallegt hjól sem hefur reynst mér sérstaklega vel í keppnum sumarsins. Síðan á ég Scott Contessa fjallahjól sem ég fékk í fertugsafmælisgjöf frá eiginmanninum. Einnig á ég hollenskt Batavus ferðahjól með körfu og hliðartöskum sem ég nota í búðarferðum. Það hjól fékk ég þegar ég bjó í Hollandi,“ segir Alma María Rögnvaldsdóttir. Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Mér finnst frábært að fara upp í Heiðmörk á fjallahjólinu. Á götuhjólinu finnst mér skemmti- legast að fara í góðum hóp á fáfarna akvegi þar sem hægt er að halda góðum hraða.“  Hjólið AlmA mAríA rögnvAldsdóttir AfrekskonA Bæði hjólað og hlaupið hringinn Alma María Rögnvaldsdóttir afrekskona er líklega ein fárra sem bæði hefur hlaupið og hjólað hringinn í kringum Ísland.  Hjólið Hörður ArnArson, forstjóri Heiðmörkin í uppáhaldi Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar, hjólaði hringinn í kringum Ísland ásamt félögum sínum í WOW cyclothoninu í sumar og komst á pall með fremstu mönnum.  Hjólið mAríA ögn guðmundsdóttir Á eyrnalokka í stíl við hjólin Hvaða hjól átt þú og af hverju valdir þú það? „Ég á þrjú TREK hjól, alveg rosalega ólík hjól til ólíkra nota í hjólreiðum og keppni. Fjalla- hjólið mitt er TREK Superfly 29. Tímatökuhjólið mitt (þríþrautar- hjól) er TREK Speed Consept 7,8 og síðan er götuhjólið mitt TREK Madone SSL 6,9 Project one. Og svona upp á gamanið á ég þrenna eyrnalokka í stíl við litinn á öllum hjólunum mínum, rauða, græna og svarta, smá stemning í því,“ segir María Ögn Guðmundsdótt- ir hjólreiðakona. Hvar er uppáhaldshjólaleiðin þín? „Það er erfitt að nefna eina leið þar sem greinarnar innan hjólreiða eru svo ólíkar. En ef ég nefni eina þá er það Vestur- gatan á fjallahjólinu. Þá er hjólað frá Þingeyri inn Kirkju- bólsdal upp Álftamýrarheiði í 544m hæð, niður Fossdal, út fyrir Lokinhamra og Svalvoga og aftur á Þingeyri. Ég er búin að keppa þarna tvisvar sinnum og upplifunin er erfið en ham- ingjan hefur verið 100% í bæði skiptin.“ HRinGiRniR fjóRiR GULLHRINGURINN 111 km – „racerar“, götuhjól og fjallahjól Hjólað frá Laugarvatni klukkan 11.30 sem leið liggur að Geysi. Beygt inn á Biskupstungnabraut rétt fyrir neðan Geysi og hjólað niður allar Biskups- tungurnar sem leið liggur yfir Brúará og inn á Grímsnesið, alla leið niður að Þingvallaafleggjar- anum. Þaðan er hjólað upp Þingvallasveitina að beygjunni inn á Lyngdals- heiði og loks er hjólað í mark við Laugarvatn. SILFURHRINGURINN 48.5 km – fjallahjól og götuhjól (ekki „racera“- færi) Hjólað frá Laugarvatni klukkan 12 að Geysi, beygt inn á Reykjaveg, rétt ofan við Böðmóðs- staðaafleggjarann og hjólað niður Reykjaveg- inn yfir Reykjaheiði (mis- grófur malarvegur) inn á Biskupstungnabraut fyrir neðan Vegatungu sem leið liggur yfir Brúará og inn á Gríms- nesið að bænum Svína- vatni. Þar er beygt inn á veginn upp að Apavatni og þaðan er svo hjólað sem leið liggur í mark á Laugarvatni. BRONSHRINGURINN 12 km – fjallahjól með og án „suspension“ Hjólað frá Laugarvatni klukkan 15 upp að Laugarvatnsfjalli. Þar er hjólað um mjög skemmti- legan stíg í fjallshlíðinni, bæði á vegleysum og sveitavegum og komið til baka í hring og niður á Laugarvatnsveg aftur og teknir þrír sambærilegir hringir. Mjög skemmtileg leið aftur inn í mark við Laugarvatn. KRAKKAHRINGURINN 1-3 km – allar tegundir barnahjóla Hjólað inn að Laugarvatni frá klukkan 13, 14 og 15 eftir aldursflokkum. Hjólað eftir vel merktum og öruggum leiðum í kringum tjaldsvæðið á Laugarvatni. Vel merktar leiðir í þremur aldurs- flokkum 6 til 8 ára, 9 til 12 ára og svo 13 til 15 ára. Allir keppendur fá verðlaunapoka frá skipuleggjendum.  HjólreiðAkeppni Á morgun fer gullHringurinn frAm Á lAugArvAtni Uppskeruhátíð hjólreiðafólks H jólreiðakeppn-in Gullhring-urinn fram á Laugarvatni á morgun. Eins og nafnið gefur til kynna er Gull- hringurinn kenndur við það sem erlendir ferða- langar á Íslandi kalla „The Golden Circle.“ A-riðill Gullhringsins liggur frá Laugarvatni að Geysi og þaðan niður Biskupstungnabraut að Þingvallaafleggjaranum í Grímsnesi og upp þar að Gjábakkavegi yfir Lyng- dalsheiði og að Laugar- vatni aftur. Sú leið er fyrir lengra komna og telur um 111 kílómetra. Einnig er keppt í aðgengilegri vegalengdum, 48.5 km og 12 km. Aðstandendur Gull- hringsins vildu bæta við stóru opnu hjólreiðamóti í lok sumars en keppnis- sumarið byrjar hjá flestum með Bláalónsþrautinni í byrjun júní. Svo koma Heiðmerkuráskorunin og Tour De Hvolsvöllur. Allar eiga þessar keppnir það sameiginlegt að vera opn- ar og mjög aðgengilegar fyrir byrjendur í sportinu. Síðan er fjöldinn allur af harðari keppnum þar sem keppt er í meiri hraða eða lengri vegalengdum sem ekki eru eins aðgengi- legar. Aðstandenur Gull- hringsins eru því að reyna að koma á fót einskonar uppskeruhátíð hjólreiða- manna á Laugarvatni þennan dag en alls er keppt í fjórum hringjum: Gullhring, silfurhring, bronshring og krakka- hring. Þegar keppendur koma í mark er þeim boðið upp á heita súpu og frían aðgang að glæsilegri baðaðstöðu hjá Laugar- vatni Fontana. Klukkan 18 verður keppendum, fjölskyldum og vinum svo boðið uppá fría aðstöðu til að grilla og í framhaldi verður tendraður varðeld- ur og sungið með brekku- Uppskeruhátíð hjólreiðafólks verður á Laugarvatni á morgun en þar fer fram Gullhringurinn svokallaði; hjólreiðakeppni fyrir alla fjölskylduna. söngsbrag inn í kvöldið. Gull, Silfur og Brons- hringir verða hjólaðir og tímateknir með flögutækni sem er það nákvæmasta og besta á landinu. Að auki verður markið myndað með háskerpu upptökuvél þannig að tímatakan verður eins og best verður á kosið. Nú þegar hafa margir af bestu hjólreiðamönnum boðað komu sína í Gullhringinn. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu sætin. Tugir veglegra brautarverðlauna verða dregnir út úr nöfnum skráðra keppenda í verð- launaafhendingunni. Meðal verðlauna eru Garmin hjóla- tölva, Countour sport videó- myndavél frá Hátækni, flug- miðar fyrir tvo til London með WOWair og margskonar hjólafatnaður og búnaður. Fésbókarsíða keppninnar er: https://www.facebook. com/Gullhringurinn Öll aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi og hjól- hýsi er til fyrirmyndar á Laugarvatni.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.