Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 58

Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 58
46 heilsa Helgin 31. ágúst-2. september 2012  VillisVeppir TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is l eikf imin hefur verið starfandi í meira en tuttugu ár og margar konur hafa verið alveg síðan byrjun. Það eru alltaf að bæt- ast nýjar konur ár hvert í hópinn sem er alltaf skemmtilegt og vel er tekið á móti nýjum með- limum. Konurnar eru flest allar úr hverfinu en einnig eru konur að koma annars staðar úr Reykjavík og að sjálfsögðu bjóðum við allar velkomnar. Meðalaldur í hópnum er 60 ár. En það eru konur með okkur sem eru allt niður í 30 ára og upp í 75 ára gamlar. Mikil gleði er í hópnum, hóp- urinn er mjög samrýmdur og konurnar eru oft samferða í leik- fimina, deila prjónauppskriftum, mataruppskriftum eða bókum. Hópurinn fer út að borða á hverju ári og hafa Vegamót verið í upp- áhaldi síðastliðin tvö ár. Það hefur alltaf verið svo gaman, konurnar fara í sitt fínasta púss og eiga góða stund saman. Leikfimin er mjög fjölbreytt og heldur konunum í formi allt árið. Það er haustönn og vorönn en svo fá þær gott jóla-, páska- og sum- arfrí sem þær nýta vel í göngutúra, skíði eða golf. Ég reyni að hvetja þær til að hreyfa sig í fríunum og þær eru mjög duglegar við það. Tímarnir byggj- ast helst á góðum þol- og styrktaræfingum. Við æfum helst með létt lóð og okkar eigin lík- amsþyngd með áherslu á pilates æfingar á dýnu, en þær eru svo góðar fyrir bak- og kviðvöðva og lengja og styrkja djúpvöðva líkamans ásamt því að auka lið- leika og jafnvægi. Við búum svo vel að því að vera í góðum íþróttasal svo við tökum stundum upphitun með blakbolta eða körfubolta bara til að krydda aðeins tímana og það þykir þeim afar gaman. Stundum tökum við létt dansspor í tímunum og á hverri önn fáum við til okkar gestakennara úr ýmsum áttum, en það hefur ýmist verið afró, bollywood eða zúmba. Við förum einnig reglulega í jóga og gerum þá góðar liðleikaæfingar með slök- un og djúpöndun. Kennarar eru Ásdís Halldórs- dóttir íþróttafræðingur og Linda Björk Óladóttir, sundkennari og þolfimikennari, en þær hafa báðar áratuga reynslu í líkamsræktar- þjálfun kvenna. Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17 í Fossvogsskóla. Nán- ari upplýsingar gefur Ásdís Hall- dórsdóttir í síma 777-2383. Fimleikafjólurnar í Fossvoginum – leikfimi fyrir konur Ásdís Halldórsdóttir KYNNING Nú er sveppatímabilið í ís- lenskri náttúru í hámarki. Allir þeir sem hafa hugsað sér að prófa að tína villisveppi ættu að ná sér í bastkörfu og halda af stað. Það er einmitt það sem Haraldur Jónasson gerði þegar hann fór í sveppamó í fyrsta sinn á ævinni. Þ að fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar haldið er af stað í sveppamó er grunnvitneskja um íslenska matsveppi. Hún er þessi: Pípusveppir eru nær alltaf ætir en fansveppir eru það ekki. Óreynd- ir ættu því að halda sig við þá fyrr- nefndu. Þeir þekkjast auðveldlega frá vegna þess að undir hattinum eru holur eða pípur sem líta út eins og svampur. Ekki þessar fanir sem við tengjum oftast við sveppi. Það er þó einn pípusveppur, piparsveppur, sem þykir ekki góður á bragðið. Að fara í sveppamó er í ekkert líkt því að fara í berjamó. Veiðieðlið byrj- ar að segja til sín um leið og komið er að skógarjaðrinum. Mjög svipað rjúpnaveiðum nema í stað haglarans á öxlinni kemur bastkarfa á fram- handlegginn. Kannski ekki alveg jafn karlmannlegt en næstum því. Sérstaklega þegar tegund sem beðið hefur verið eftir skýtur loksins upp hattinum. Aflann heim Þegar heim er komið þarf svo að gera að aflanum líkt og í veiðinni. Sveppir eru fljótir að skemmast. Það þarf að þurrka mold, lyng og mesta Sveppaveiði slímið af sveppnum. Ef það er mikið slím á sveppnum, sem á sérstaklega við um furusveppi, eru margir sem taka það alveg af. Það getur nefni- lega komið beiskt bragð af því. Geymsla Þá þarf að athuga hvernig geyma á aflann. Það er hægt að frysta svepp- ina ferska en betra er þó að steikja þá á þurri pönnu til að ná slatta af vatni úr þeim. Kæla svo niður á grind og setja í loftþétta poka eða ílát og inn í kaldasta hluta frystisins. Ef þurrka á sveppina er best að skera þá í frekar þunnar sneiðar og þurrka eins hratt og hægt er. Einfald- ast að gera það í bakaraofni við 30 - 50 gráðu hita. Ofninn er hafður einn þriðja opinn svo rakinn komist frá. Þetta ferli getur tekið marga klukku- tíma og einfaldast að hafa ofninn í gangi yfir nótt. Sveppurinn verður að vera orðinn alveg þurr áður en hægt er að setja hann í krukkur eða box. Þá verður hann stökkur og hægt að brjóta hann auðveldlega í tvennt. Ef sveppurinn er enn svolítið seigur er um að gera að þurrka meira. Matreiðsla Þurrkaða sveppi er svo hægt að mylja beint út í sósur og súpur en sé ætlunin að steikja þá þarf að bleyta upp í þeim í korter-hálftíma baði í volgu vatni. Það vatn er svo hægt að nota sem sveppakraft. Passa bara ef botnfallið er eitthvað gruggugt að það sleppi ekki með. Sveppir hafa þó yfirleitt gott af smá steikingu upp úr smjöri, olíu eða blöndu af þessu tvennu. Við það magnast bragðið. Það er því ekkert til fyrirstöðu að prófa, það þarf bara lítinn beittan hníf og körfu, ekki nota plastílát, sér- staklega ekki plastpoka nema í neyð og tína þá bara pínulítið því það þarf ekki mikið til þess að sveppirnir rotni ef ekki loftar um þá. Besti tíminn til að fara er fyrstu tveir þurrkdagarnir eftir góðan rigningardag. Þá eru nýir og ferskir sveppir út um allt. hari@frettatiminn.is Passa verður upp á hvaða sveppir eru plokkaðir úr fylgsnum sínum og hverjir ekki. Best að tína bara þá sveppi sem þorandi er að borða og skilja hina eftir. Í þessa körfu fór nokkuð af fansveppum sem tegundargreina átti heima. Þegar á hólminn var komið var reynsla plokkarans þó það lítil að ekki var hætt á að borða þá og þeir enduðu í ruslakörfunni. Það er óþarfa átroðningur á náttúrunni sem passað verður upp á næst. Mynd Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.