Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Síða 62

Fréttatíminn - 31.08.2012, Síða 62
50 bílar Helgin 31. ágúst-2. september 2012  Fornbílar Herskipsgrár eðalvagn  Flutningar Frá bl í sjálFstætt umboð  kia bílasýning Hjá Öskju á laugardaginn Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 Sími: 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - 561 4110 Nesdekk - Reykjanesbæ - 420 3333Reykjanesbæ Reykjavík Jeppa- og fjórhjóladekk í ár eru liðin 20 ár síðan fyrstu Hyundai bílarnir komu til landsins. Allt frá árinu 1992 hefur Hyundai verið hluti af bifreiðaumboðinu BL ehf., áður B&L ehf., en eigendur BL ehf. hafa nú ákveðið að færa starfsemi Hyundai í ný húsakynni í Kauptúni í Garðabæ, gegnt Ikea, og opna á morgun, laugardaginn 1. september sjálf- stætt starfandi Hyundai bifreiðaumboð. Aðspurður um hvort nú sé rétti tíminn til að opna nýtt bifreiðaumboð, segir Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai, svo vera. „Hyundai hefur átt mikilli velgengni að fagna á heimsvísu undanfarin misseri og er orðinn fjórði stærsti bílaframleiðandi í heimi. Árangur í eftirliti með gæðum framleiðsl- unnar er eftirtektarverður og bilanatíðni Hy- undai bíla með því minnsta sem þekkist hjá bílaframleiðendum. Eftir mögur ár í bílasölu undanfarið höfum við skynjað meðbyr með Hyundai merkinu og trúum því að nú sé rétti tíminn að byggja upp nýtt bifreiðaumboð með áherslu á góða og persónulega þjónustu í nýjum húsakynnum sem gefa vörunni kost á að njóta sín til fullnustu,“ segir hann. Á nýjum stað í Kauptúni þurfa viðskipta- vinir ekki að leita á marga staði eftir þjón- ustu, því verkstæði og varahlutaverslun fyrir Hyundai bíla opnar þar á sama tíma, auk þess sem boðið verður úrval notaðra Hyundai bíla. „Við munum opna á hverjum degi klukkan 7.45 og taka á móti viðskipta- vinum sem eru að koma með bíla í þjónustu með nýbökuðu bakkelsi og bros á vör og að sjálfsögðu skutlum við viðskiptavinum sem koma með bíl bæði til og frá vinnu eða hvert sem er innan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Heiðar. Vörulína Hyundai hefur tekið stakkaskipt- um. Nýr i40 var kynntur í vor og jafnframt kom nýr i30. Nýr Santa Fe verður kynnur á næstunni. Nýju gerðirnar af Hyundai eru allar búnar nýjum og sparneytnum bensín- og dísilvélum með lágt CO2 gildi og á næstu vikum verður nýr Hyundai i20 kynntur með einni sparneytnustu dísilvél sem gerð hefur verið. Hin nýja vörulína Hyundai er öll með 5 ára ábyrgð og ótakmarkaðan akstur auk þess sem Hyundai viðskiptavinum býðst að koma með bíla sína í gæðaskoðun án endurgjalds hvenær sem er. „Til að viðskiptavinir njóti alls þess besta sem bíleigendur geta hugsað sér,“ segir í tilkynningu umboðsins, „fylgir 24 tíma vegaaðstoð öllum nýjum Hyundai bílum ef svo óheppilega vildi til að bíllinn bili á 5 ára ábyrgðartímanum.“ Einstakur Mercedes-Benz verður boðinn upp 15. september næstkomandi hjá enska uppboðsfyrirtækinu Bonhams. Um er að ræða bíl af S-gerð frá árinu 1928, að því er fram kemur í Jótlandspóstinum danska. Bíllinn hefur verið í eigu sömu fjölskyld- unnar alla tíð og hefur verið geymdur í bíl- skúr frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Hann er algerlega upprunalegur. Lakkið á bílnum hefur haldið sér öll þessi ár en liturinn er herskipsgrár. Hið sama á við um sætin sem klædd eru dökkbláu leðri. Bíllinn er opinn, eins og tíðkaðist á þessum árum. Hann stóð undir þeim væntingum sem alla tíð hafa verið gerðar til Mercedes-Benz en bíllinn náði 160 kílómetra hraða þegar hann var reyndur og setti met á Nürburgring í Þýskalandi árið 1927. Vél bílsins er engin smásmíði, 6,8 lítra og hönnuð af þeim fræga Ferdin- ard Porsche. Bonhams umboðsfyrirtækið býst við því að hátt verð fáist fyrir bílinn, ekki undir 260 miljónum króna. Metverð fyrir bíl frá þessu tímabili fékkst fyrir tveggja sæta Mercedes-Benz 710, árgerð 1928, en hann seldist hjá Bonhams fyrir um 480 milljónir króna. Optima og cee‘d frumsýndir Bílaumboðið Askja mun frumsýna Kia Optima og Kia cee‘d á laugardaginn milli klukkan 12 og 16 að Krókhálsi 11. „Við höfum skynjað mikla eftirvæntingu og það hefur verið mikill spenningur að fá þessa bíla til landsins. Við höfum þegar fengið fjölda eftirspurna frá viðskiptavinum,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju. Optima er nýr bíll í D-flokki, stór fjöl- skyldubíll með sportlegt útlit og aksturs- eiginleika. Innanrýmið þykir mjög fallegt þar sem efnisnotkun er vönduð og tækja- búnaður ríkulegur. Optima er í boði í þremur útfærslum sem eru allar með 1,7 lítra dísilvélum sem skila 136 hestöflum. Hann verður bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur í EX útfærslu og þá verður hann einnig í boði í Premium útgáfu. Sá er með Panorama þaki, bakk- myndavél, LED ljósum að framan og aftan, 18 tommu álfelgum, LCD mælaborði og leðursætum svo eitthvað sé nefnt. Optima eyðir frá 5,1 lítra á hundraðið í blönduðum akstri, samkvæmt upplýsingum frá Kia. Optima kostar frá 4.790.777 krónum en Premium útgáfan kostar 6.090.777 krónur. Hinn nýi Kia cee‘d verður einnig frum- sýndur á laugardag. Þetta er önnur kynslóð þessa vinsæla bíls en Kia cee‘d er mest seldi bíll Kia frá upphafi. Þrjár útfærslur af hlaðbaknum verða í boði og allar með dísil- vélum. Hér er um að ræða 1,4 lítra LX, bein- skiptan sem skilar 90 hestöflum. Einnig er í boði 1,6 lítra EX beinskiptur sem skilar 128 hestöflum og loks 1,6 lítra EX með 6 þrepa sjálfskiptingu sem skilar 128 hestöflum. Allar vélarnar eru talsvert sparneytnari og umhverfismildari en í fyrri gerð. „Nýju Kia cee‘d bílarnir hafa breyst mikið í útliti og aksturseiginleikum,“ segir í tilkynningu Öskju, „auk þess sem þeir er búnir nýjum aflmiklum en um leið eyðslu- grönnum og umhverfismildum vélum. Falleg díóðuljós munu nú einkenna cee‘d að framan auk þess sem bíllinn er lengri og breiðari en forverarnir og 1 sm. lægri. Nýr cee‘d kostar frá 3.385.777 kr.“ Kia Optima er stór fjölskyldubíll með sportlegt útlit. Einstakur Mercedes-Benz á uppboði Mercedes-Benz S, árgerð 1928, verður boðinn upp í næsta mánuði. Bíllinn er allur upprunalegur, með herskipsgráu lakki frá verksmiðjunni og dökkbláum leðursætum. Mynd af síðu Bonhams Rennilegur nýr Mecedes Benz A Minnsti Mercedes-Benzinn er sá mest spennandi, segir í fyrir- sögn Jótlandspóstsins en þar er sagt frá gerbreyttum A-Benz. Hann er kominn langt frá frum- gerðinni sem valt í svokölluðu elgsprófi í Svíþjóð, svo sem frægt varð. Um er að ræða sportlegan fimm dyra bíl sem keppir meðal annars við BMW 1 og Audi A3. Bíllinn er stærri en hann var, byggður á sömu botn- plötu og B-gerð Mercedes-Benz. Bíllinn er eftirsóttur og svo margar pantanir liggja fyrir að hert verður á færiböndum verksmiðjanna en bíllinn er fram- leiddur í verksmiðju Mercedes Benz í Rastatt í Þýskalandi og í nýrri verk- smiðju í Kecskemét í Ungverjalandi. Enn fremur hefur verið samið við Valmet í Finnlandi um framleiðslu á rúmlega 100 þúsund A-Benzum á árabilinu 2013-2016. Álfelgur, loftkæling, hljóðkerfi með 6 hátölurum, USB-innstunga og Bluetooth eru meðal staðalbúnaðar í hinum nýja A-Benz. Á öryggissviðinu má meðal annars nefna þreytu- og árekstrarviðvörunarkerfi og loftpúða fyrir hné ökumanna, auk ESC-skrikvarnar. Úrval véla og drifbúnaðar er í boði og mismunandi innréttingar. Bensínvélarnar eru frá 1,6 lítrum að rúm- taki og frá 122 hestöflum, upp í 2,0 lítra, 211 hestafla. Dísilvélarnar eru frá 109 hestöflum til 136 hestafla. Hyundai flytur í Kauptún í Garðabæ Heiðar Sveinsson framkvæmdstjóri og Ragnar Sigþórsson sölustjóri verða komnir með starfsemi Hyundai í nýjar höfuðstöðvar um helgina. Þjónustu- verkstæði, varahluta- verslun og sala not- aðra bíla á sama stað.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.