Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 80

Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 80
 Plötudómar dr. gunna room  Eivör Pálsdóttir Kraftur í kvikunni Eivör er skærasta færeyska tónlistarstjarnan á Íslandi. Hér sló hún í gegn með Krákunni 2003, en Room er sjöunda stúdíóplatan hennar og sú fyrsta síðan Larva kom út 2010. Eins og þessi miklu afköst sýna er Eivör kraftmikill ein- staklingur. Sá kraftur skilar sér í tónlistinni, bæði syngur hún af öguðum þrótti og þótt tónlistin sé oftast ljúf er alltaf bullandi kraftur í kvikunni sem brýst oft út. Eivör tileinkar plötuna pabba sínum, sem lést fyrir tveimur árum, og horfir inn á við í enskum textunum. Lögin tíu eru fjölbreytt af gerð og tilfinningu, frá dap- urri angurværð í hamrandi logsuðurokk. Hér eru mörg sterkt lög, útsetningar frjóar og fjölbreyttar og platan skemmtileg og flott. Eivör klikkar ekki. Sculpture  Sudden Weather Change Þoka á heiðinni Önnur plata SWC byrjar á laginu Weak Design, Sonic Youth-legum gítarslána sem gefur í skyn að þessi plata sé í svipuðum stíl og fyrsta platan. Þetta reyn- ist tálsýn því strax í öðru lagi er eins og þoka komi á heiðina, gítar-rokkið verður æ móðukenndara og húkk-lausara. Þetta er með öðrum orðum frekar brött plata og ekkert lamb að leika sér við. Hinn snarbratti Ben Frost hefur hönd í bagga með þokuvélinni og svo er gítarspunnið og sungið á ensku – og öllu pakkað inn í Nýlistardeildarlegan alvarleika. Þessir strákar eru góðir og bandið vissulega þétt. Það rofar stundum til í þokunni, en ég hefði kosið að það gerðist oftar svo maður villtist minna. aftan Festival 2  Ýmsir Stórir möskvar Þessi safnplata hefur það markmið að gefa tónlistar- grasrótinni á Suðurnesjum tækifæri til að kynna sig. Í því skyni fengu fjórtán hljómsveitir og sólóistar tíma til umráða í upptöku- heimilinu Geimsteini og töldu í eigin lög og kóver. Hér er mjög blandað efni af gerð og gæðum. Frá byrjendum að útpældum reynsluboltum; frá frekar kauðalegu og gamaldags poppi yfir í þjóðlagatónlist og gott rokk. Þetta er virðingarvert framtak og oft má hafa gaman að þessu. Sterkust eru lög Soffíu Bjargar, Smára Klára, S og S, Fjarkanna og Cowboy and The Tiger, en eðli málsins samkvæmt eru möskvarnir stórir og ýmislegt sleppur í gegn sem hefði mátt dafna betur.  Í takt við tÍmann Þórhildur ÞorkelSdóttir Á yfir fimmtíu kjóla í fataskápnum Þórhildur Þorkelsdóttir er 22 ára sveitastelpa sem flutti á mölina til að fara í menntaskóla og hefur fest rætur í miðbænum. Hún fór til London, Parísar og á Hróarskeldu í sumar meðfram því að vinna í tískuversluninni Rokki & rósum. Á mánudaginn tekur nýr kafli við þegar hún byrjar í mannfræði í Háskóla Íslands. Staðalbúnaður Stíllinn minn er mjög dömulegur og því hentar mér afskaplega vel að vinna í Rokki & rósum. Ég á mikið af fötum þaðan, sérstaklega vintage-kjólum. Ég er að safna kjólum og á örugglega yfir fimmtíu stykki í skápnum. Mér líður stundum kjánalega í flatbotna skóm við þá og er því rosa oft í hælum. Annars versla ég mestmegnis erlendis, til dæmis í American Apparel, Monki og svo á mörkuðum. Það er eiginlega áhugamál hjá mér að fara á markaði. Ég er oft með sólgleraugu og á nokkur slík en er annars lítil skartkona. Hugbúnaður Við erum ekki með almennilega kaffistofu í búðinni svo ég fer á hverjum degi á Súfistann á Laugavegi. Það er líka rosa gott kaffi á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. Það er misjafnt hvert ég fer á djamminu, Kaffibarinn og Bakkus eru „beisik“, ég fer mikið á tónleika og fer því oft á Faktorý. Svo er gott að fara á Kex Hostel eða Ölsmiðjuna – hún kemur skemmtilega á óvart, þar er ódýr bjór og róleg og góð stemning. Á djamminu panta ég Classic bjór, rauðvín eða Skinny Bitch sem er vodka í sódavatni með lime. Það passar ágætlega fyrir mig því ég er sykursjúk og má helst ekki fá mér gos eða safa. Ég fer oft í Háskólabíó og vildi gjarnan fara oftar í leikhús. Svo hef ég gaman af því að lesa, nú er ég að klára Gamlingjann sem er dásamleg en í vetur verð ég ábyggilega föst í mannfræðibókunum. Síðustu mánuði hef ég óvænt fengið áhuga á eldamennsku og hef prófað mig áfram á þeim vettvangi. Vinir mínir hafa fengið að njóta afrakstursins með tilheyrandi matarboðum en það er ekki útlit fyrir að þau verði mörg á næstunni. Við kærastinn vorum nefnilega að missa íbúðina okkar og erum í íbúðarleit. Ég auglýsi hér með eftir einni góðri. Vélbúnaður Ég er Apple-kona. Ég fékk mér MacBook fyrir þremur árum og það verður ekki aftur snúið. Ég á líka iPhone og skil hann ekki við mig. Ég nota Instagram mjög mikið og svo er ég ógeðslega góð í Temple Run. Ég er ágætlega virk á Facebook. Kærastinn minn á gamla Nintendo tölvu og ég spila stundum Super Mario Bros í henni og það er ógeðslega skemmtilegt. Ég er ekki mjög góð en er alltaf að æfa mig. Aukabúnaður Ég er dugleg að prófa nýja veitinga- staði enda er ég að vinna niðri í bæ. Snaps er mjög skemmtilegur og Aldin er æðislegur, þar er rosalega góður lífrænn matur. Ég fer allra minna ferða labbandi eða hjólandi. Ég á mjög flott nýtt hjól úr Kría Cyc- les. Uppáhaldsstaðurinn minn er heima í sveitinni hjá mömmu, á Ósabakka á Skeið- unum. Þar er frábært að fara á hestbak. Svo er New York alltaf í miklu uppáhaldi eftir að ég bjó þar í eitt ár. Í töskunni minni er alltaf blóðsykursmælirinn sem er lífs- nauðsynlegur, Smart-ilmvatnið frá And- reu Maack, varalitur, kinnalitur og blár maskari. Ég nota alltaf bláan maskara. Án ofnæmisvaldandi efna Án efna sem sitja eftir í tauinu Sérþróað fyrir íslenskt vatn Í völdum 2 kg pökkum af MILT þvottadufti eru lukkumiðar sem innihalda glæsilega vinninga. Kauptu MILT þvottaduft og þú gætir dottið í lukkuþvottinn! Whirlpool þvottavél og Philips straujárn frá Heimilistækjum, veglegir balar með frábærum þvotta- og hreinsiefnum eða inneign í Skemmtigarðinn í Smáralind. F ÍT O N / S ÍA FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is www.opera.is Þórhildur Þorkelsdóttir vinnur í Rokki & rósum og er að byrja í mannfræði. Hún bloggar á thorhildur.tumblr.com. Ljósmynd/Hari 68 dægurmál Helgin 31. ágúst-2. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.