Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 35 aðir höfðu verið með geislajoði, benti til þess að að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem ekki voru kornnir á T4 (þýroxín) meðferð og því taldir með eðlilega starfandi kirtla væru í raun með skjaldvakabrest. Þriðjungur sjúklinga á T4 meðferð virtust aftur á móti vera ofmeð- höndlaðir. Ljóst er að endurskoðunar er þörf varðandi geislajoðmeðferðina fyrir sjúklinga með Gra- ves sjúkdóm auk þess sem bæta má eftirlit með sjúklingunum eftir meðhöndlun. Inngangur Rúmlega hálfrar aldar reynsla er komin á meðferð með geislajoði (131I) við skjaldvaka- óhófi. Aukaverkanir hafa reynst hverfandi ef undan er skilinn skjaldvakabrestur (1,2). Val meðferðar við skjaldvakaóhófi er mis- munandi. í Bandaríkjunum fá um það bil 70% sjúklinga geislajoð sem fyrstu meðferð en læknar í Evrópu og Japan reyna oftast skjald- hamlandi lyf (antithyroidea) í eitt til tvö ár, áður en geislajoð er gefið. Skurðaðgerð (parti- al thyroidectomy) sem áður var talsvert beitt er nú víðast á undanhaldi (3). Við geislajoðmeðferð vegna skjaldvaka- óhófs hefur verið algengast að reyna að ná eðlilegri starfsemi (euthyroid) í kirtlinum og helst með aðeins einum geislaskammti. Nokkr- um aðferðum, sem stefna að þessu marki, hef- ur verið beitt og er flestum sammerkt að við útreikninga á geislaskammti er notast við stærð kirtils og 24 tíma joðupptöku hans (3). Tíðni skjaldvakabrests meðal sjúklinga með Graves sjúkdóm eftir meðferð, hefur víðast verið nokkuð há, einkum á fyrstu tveimur árunum og virðist sú tíðni tengd geislaskammti en einn- ig hafa flestir séð 2-3% árlega aukningu eftir það, óháð skammtastærð (2). Með minni skömmtum er því hægt að minnka tíðni skald- vakabrests á fyrstu tveimur árunum en því fylg- ir aukin hætta á að endurtaka þurfi meðferð (4). Sumir líta svo á að allir sjúklingar með Graves sjúkdóm fái skjaldvakabrest þegar fram líða stundir vegna gangs sjálfsofnæmis- sjúkdómsins og því sé hagkvæmast að gefa það stóra geislaskammta að skjaldvakabrestur komi strax í kjölfar meðferðar þannig að með- höndlun með þýroxíni (T4) geti hafist sem fyrst (2,5-7). Geislajoðmeðferð við skjaldvakaóhófi hófst hérlendis árið 1960 á ísótópastofu Landspítal- ans sem er eini meðferðarstaðurinn á landinu. Sömu aðferðir hafa verið notaðar við útreikn- inga á skammtastærð frá upphafi og markmið meðferðarinnar hefur verið að ná eðlilegri starfsemi í kirtlinum. Á fyrstu árunum voru fáir sjúklingar meðhöndlaðir en nú hljóta 60- 80% sjúklinganna þessa meðferð. Nýgengi sjúkdómsins á íslandi er 23,56/100.000 íbúa (8). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur meðferðarinnar hérlendis á árunum 1973-1991. Áður hafði verið tekinn saman ár- angur meðferðar fyrir árabilið 1960-1968 (9) og eins fyrir árin 1985-1991 (10) en þessi rannsókn er framhald og jafnframt nánari könnun seinni athugunarinnar. Efniviður og aðferðir Sjúklingar: Skrár og skjaldkirtilsskönn allra sjúklinga með skjaldvakaóhóf (494 sjúklingar), sem meðhöndlaðir voru með geislajoði frá árs- byrjun 1973 til októberloka 1991 voru yfirfarin á ísótópastofu Landspítalans. Útilokaðir voru 26 sjúklingur sem áður höfðu gengist undir skjaldkirtilsaðgerð vegna sjúkdómsins. Könn- unin náði því til 468 sjúklinga og eingöngu var tekin til skoðunar fyrsta meðferð hvers sjúk- lings. Sjúklingar með Graves sjúkdóm voru 422, kynjahlutfallið rúmlega þrjár konur fyrir hvern karl og meðalaldur 50 ár á aldursbilinu 16-87 ár. Sjúklingar með heitan hnút voru 42, kynjahlutfallið rúmlega 20 konur fyrir hvern karl og meðalaldur 56 ár á aldursbilinu 27-87 ár. Fjórir sjúklingar reyndust samkvæmt skanni vera með „toxic multinodular goiteru, meðalaldur 71 ár á aldursbilinu 51-80 ár, allt konur. Um það bil 25% sjúklinganna höfðu einhvern tímann verið meðhöndlaðir fyrir geislajoðmeðferðina með skjaldhamlandi (antithyroid) lyfjum vegna skjaldvakaóhófs. Fyrir meðferð var mæld hjá öllum sjúkling- um 4t (tíma) og 24t joðupptaka skjaldkirtils sem hundraðshluti gefins geislaskammts og jafnframt var kirtillinn skannaður. T4 í sermi var mælt allt tímabilið en með mismunandi aðferðum. T3 (þríjoðþýrónín) var fyrst mælt árið 1976. TSH (skjaldvakakveikju-) mælingar hófust árið 1978 en árið 1986 voru nákvæmari TSH próf (annarrar kynslóðar próf) tekin í notkun. Kirtilþungi var metinn með þreifingu (oftast af sama lækni) og oftast borinn saman við reiknaðan þunga sem byggður var á niður- stöðum skanns, þar sem gengið var út frá því að hvor lappi kirtilsins væri sporvala (ellipsoid)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.