Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 63

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 51 koma til móts viö getu sjúklingsins til aö tjá ákvörðun sína. Erfitt getur reynst að meta atriði núnter tvö, það er hæfni sjúklingsins til að yfirvega upplýs- ingar. Það er þó best gert með því að gefa sér tíma til að ræða við hann og reyna þannig að gera sér grein fyrir þeint hugmyndum sem hann hefur um ástand sitt og framtíð. Dæmi unt sjúklinga sem gætu átt erfitt með að sjá fyrir ákveðnar afleiðingar og gera sér grein fyrir þýðingu þeirra væru til dæmis þroskaheftir ein- staklingar og börn. Þriðja skilyrðið, að hafa stöðugt gildismat, er trúlega það umdeildasta. Dæmi um sjúkling, sem samkvæmt þessari forsendu væri hugsan- lega hægt að efast um að hefði hæfni til ákvarðanatöku, væri þunglyndur einstakling- ur. Gildismatið hjá slíkunt sjúklingi getur breyst mikið á skömmum tíma. Af þeim sökum gæti verið réttlætanlegt að draga gildismat hans í efa og þar með hæfni hans til að meta hvað honum sjálfum er fyrir bestu. Augljóslega eru tilvik þar sem segja má að sjúklingurinn sé fyllilega hæfur til að takast á við allar þær ákvarðanir sem við honum blasa. Jafnframt má segja að til séu tilvik þar sem sjúklingurinn er ekki fær urn að taka neina ákvörðun. Dærni um slíkt væri til dæmis með- vitundarlaus einstaklingur. Þarna á milli er þó grátt svæði þar sent gera má ráð fyrir að sjúk- lingurinn ráði við að taka sumar ákvarðanir en ekki aðrar. Hugsum okkur til dæmis mann að nafni Magnús sem er með Downs heilkenni. Magnús gæti vel verið fær unt að ákveða hvort hann láti fjarlægja af sér fæðingarblett eða vörtu. Hins vegar væri varla réttlætanlegt að virða þá ákvörðun Magnúsar að neita að láta mænustinga sig í tilviki þar sem grunur væri á að hann væri með heilahimnubólgu. Fyrri ákvörðunin felur í sér minni áhættu fyrir Magnús og er trúlega einfaldari en sú síðari. Mismunandi ákvarðanir krefjast því mismikill- ar hæfni af sjúklingnum (3,4). I vafatilvikum er einnig rétt að hafa í huga að sami einstaklingur getur verið misupplagður til ákvarðanatök- unnar. Þar skipta máli sveiflur í sjúkdómi, lyfjagjafir og jafnvel geta ákveðnir einstak- lingar, til dæmis aðstandendur eða starfsfólk, haft truflandi áhrif á sjúklinginn og gert honum erfiðara fyrir að takast á við ákvörðunina. Alla þessa þætti þarf að hafa í huga þegar hæfnin er metin og það er mjög mikilvægt að starfsfólk og aðstandendur geri allt sem hægt er til að auðvelda sjúklingnum að takast á við viðfangs- efnið. Þrátt fyrir þær ráðstafanir sem ég hef hér talið upp verður ekki fram hjá því iitið að stundum er ekki hægt að treysta á hæfni sjúk- lingsins sjálfs og er þá nauðsynlegt að tilnefna staðgengil hans til að taka ákvörðunina fyrir hann. Dæmi um slíkt er þegar ákveða þarf meðferð fyrir meðvitundarlausan einstakling eða ef nauðsynlegt er að úrskurða hvort halda eigi áfram erfiðri krabbameinsmeðferð hjá mjög þroskaheftum einstaklingi. Spurningarn- ar sem þá vakna eru fyrst og fremst þær, hver eigi að skipa slíkan staðgengil og hvern eigi að skipa. I mörgum tilvikum kemur það í hlut þess sem stjórnar meðferð sjúklingsins (oftast lækn- is) að ákveða hvern hún eða hann ráðfærir sig við varðandi áframhaldandi meðferð. Það rná þó einnig hugsa sér tilvik þar sem staðgengill- inn er ekki skipaður af meðferðaraðila heldur af dómstólum. Þegar staðgengill er valinn þyk- ir að öðru jöfnu sjálfsagt að fara eftir óskum sjúklings þegar þær eru þekktar. Yfirleitt er leitast við að velja þann einstakling sem þekkir sjúklinginn best, tilfinningar hans og langanir. Það er gert í þeirri trú að slíkur aðili eigi best með að gera sér í hugarlund hvað sjúklingurinn myndi ákveða sjálfur, ef vilji hans væri mönn- um kunnur. Oftast er hér um að ræða einhvern úr fjölskyldunni eða náinn vin (5). Ég hef ekki hugsað mér að fara nánar út í það hver eigi að velja staðgengil né heldur hvern beri að velja. Ég vil einungis minna á að varasamt getur verið að setja fastar reglur um þessa þætti. Aðstæður í hverju einstöku tilviki eru mjög misjafnar og því er ekki alltaf ljóst fyrirfram hverjir eiga að hafa þessi hlutverk með hönd- um. Viðmið við ákvarðanatökur Þegar teknar eru ákvarðanir fyrir vanhæfa manneskju má hugsa sér þrenns konar viðmið sem hægt er að hafa að leiðarljósi. í fyrsta lagi getur verið að fyrir liggi skrifleg- ar leiðbeiningar frá sjúklingnum um það hvernig hann vilji að meðferðinni sé hagað ef svo færi að hann gæti ekki tekið ákvörðunina sjálfur. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir hafa þá verið fullþroska og andlega heilir þegar þeir skrá leiðbeiningarnar en hafa séð fram á breytingar á ástandi sínu. Kosturinn við slíkar leiðbeiningar er sá að líklegt er að vilji sjúk- lingsins sé best virtur með þessu móti. Þó verð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.