Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 69

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 57 þegar um líknardráp eða aðstoð við sjálfsvíg er að ræða. Greve bendir þó á að þegar um al- menna borgara er að ræða, til dæmis aðstoð við sjálfsvíg nákomins ættingja, þá eru líkurnar á ítrekun brots hverfandi litlar. Skilorðsdómur felur því aðeins í sér „táknræna" refsingu og þá fyrst og fremst fyrir þjóðfélagið. Málið horfi hins vegar öðruvísi við þegar um lækna er að ræða. Þeir lenda iðulega í þeirri aðstöðu að þurfa að taká ákvörðun um líf eða dauða. Skil- orðsdómur komi því að takmörkuðu gagni þar að mati Greve (4). Dauðahugtakið Árið 1991 voru sett lög hér á landi um ákvörðun dauða og eru þau nr. 15/1991. Það er hlutverk læknis að ákvarða dauða rnanns, sbr. 1. gr. laganna. Samkvæmt 2. gr. laganna telst maður vera látinn þegar öll heila- starfsemi hans er hætt og engin ráð eru til að heilinn starfi á ný. Lögin miða með öðrum orðum við heiladauða. Á grundvelli þessara laga voru á árinu 1991 settar reglur um skil- merki dauða. Þær hafa nú verið endurnýjaðar nteð reglum nr. 430 frá 4. júlí 1994. Samkvæmt þeim reglum má hætta aðgerðum sem viðhalda öndun og hjartslætti hafi dauði manns verið staðfestur samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/1991 um ákvörðun dauða. Lækni ber að fræða vandamenn sem best um ástand sjúk- lingsins og dauða hans. Honum er ekki skylt að fara að óskum vandamanna um áframhald meðferðar þegar staðfest er að sjúklingurinn sé látinn. Sjálfsákvörðunarréttur Sú ólögfesta grundvallarregla gildir í íslensk- um rétti að menn eru frjálsir að því hvernig þeir fara með líkama sinn og líf, svo framarlega sem þeir skaða ekki hagsmuni annarra (eða fjár- muni) með háttsemi sinni. Mönnum er því frjálst að hafna læknismeðferð fyrir sjálfan sig. Sjálfráða maður fer einn með umráð persónu- legra réttinda sinna, það er hann ræður sjálfur persónulegum högum sínum. I 1. mgr. 13. gr. lögræðislaga nr. 68/1984 verður sjálfráða mað- ur ekki vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum. Manni, sem dvelst á sjúkrahúsi og er tengdur við vélar sem halda í honum lífinu, er frjálst að yfirgefa sjúkrahúsið þegar hann kýs enda þótt slíkt myndi fljótlega leiða til dauða hans. Á grundvelli þessa verður að telja að maður sem er með fullu ráði og orðinn nægjanlega gamall til að skilja beiðni sína geti sett fram þá ósk að meðferð verði stöðvuð. Það er þó rétt að und- irstrika að það er mikilvægt fyrir starfsfólk sjúkrahúsa að tryggja sér sönnun fyrir vilja sjúklings. Hér má þó segja að áðurnefnd 213. gr. al- mennra hegningarlaga sem fjallar um mann- dráp fyrir brýna beiðni, geti stangast á við þennan sjálfsákvörðunarrétt sjúklingsins. Osk sjúklingsins um stöðvun meðferðar krefst afhafnar af hálfu starfsfólks sjúkrahúsa. Ef meðferð er hins vegar ekki hafin þá gæti þetta samþykki sjúklings leitt til refsiniðurfell- ingar. Meiri vafi leikur á því hvort hægt sé að fella niður refsingu þegar athafnar er krafist af starfsfólki sjúkrastofnunarinnar til að fram- fylgja ósk sjúklings, til dæmis að taka öndunar- vél úr sambandi. Eins og áður sagði, þá rekst þetta hvað á annars horn og fyllilega verði ekki skorið úr þessu nema af dómstólum. Taka má sem dæmi 28 ára gamla konu sem búið er að greina með brjóstakrabbamein. Eina leiðin til að bjarga henni er að nema brjóstið brott og það er ekki einu sinni víst að það dugi. Konan neitar meðferðinni. Hún vill frekar deyja en lifa svo vansköpuð að því er hún telur, með eitt brjóst. Læknir hennar hefur þessa ósk hennar að engu, rúllar henni inn á skurðstofu, svæfir hana og nemur brjóstið brott. Læknirinn telur sig vera að framfylgja skyldum sínum sem læknir, hann telur að hann eigi að gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga lífi þessarar ungu konu. Þessi kona gæti hugsanlega kært lækninn fyrir brot á 225. gr. almennra hegningarlaga en þar segir að ef maður neyðir annan mann til þess að gera eitt- hvað, þola eitthvað eða láta hjá líða að gera eitthvað með því að beita hann líkamlegu of- beldi þá varði það sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að tveimur árum. En hvað ef um barn er að ræða eða sjúkling sem er rænulaus og getur ekki tekið þessa ákvörðun sjálfur? Getur einhver tekið þessa ákvörðun fyrir hann? Samkvæmt 25. gr. lögræðislaga nr. 68/1984 ráða foreldrar barns sem er ósjálfráða fyrir æsku sakir (yngri en 16 ára) og þeir sem koma barni í foreldris stað persónulegum högum þess. Samkvæmt 27. gr. lögræðislaganna skal yfir- lögráðandi skipa þeim manni, sem í dóntsúr- skurði er sviptur lögræði, lögráðamann. Sýslu- menn eru yfirlögráðendur hver í sínu umdæmi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.