Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 77

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 77
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 65 þess virði, að því væri lifað. Það er þakkarvert, þegar tókst að komast heill í gegnum erfið- leika. Gagnvart því, sem enginn fær breytt er mögulegt að ná sáttum. í helgri bók er þetta kallað að ráðstafa húsi sínu, það er að segja að láta laust að lokum og mæta dauðanum í friði. Auk heldur hefur margt dauðvona fólk mætt margvíslegum missi áður en kemur að dauða- stundu þess sjálfs. Ef við höfum það í huga, þá skiljum við betur hvers vegna dauðinn er ekki alltaf óttalegur, heldur getur hann jafnvel verið tilhlökkunarefni og lausn. Orðið companion, samferðarmaður, á rætur sínar í þeirri mætu list latínu eins og svo mörg ensk og indóevrópsk orð. Það er talið að for- setningin cum standi þar með nafnorðinu pan- is, brauð. Og þá er samferðarmaður sá er borð- ar með manni af brauðinu, hann neytir af sama nesti og við. Hann er sá er við sitjum með að einu borði, hann er sessunauturogförunautur. Samfylgd heilbrigðisstéttanna og skjólstæðing- anna felur í sér slíkar skuldbindingar og þar er okkar hlutverk að sjá til þess, að brauðið styrki og næri og dugi sem best allt þar til nestið er barið að lyktum. Við erum misjafnlega heppin með ferðafélaga, en við megum samt ekki hlaupa frá þeim og yfirgefa þá, þegar þeir þurfa okkar mest við. Sá vandi, sem tíðast kemur upp í þessari samfylgd, er tvíþættur. Annars vegar skortir okkur oft nauðsynlegt frumkvæði og hins vegar hættir okkur til að fara á undan þeim sem okkur er falið að fylgja. Frumkvæði er mjög mikilvægt gagnvart ótta- slegnu fólki, sem lokar á og þorir ekki að spyrja. Og frumkvæði að samtali, sem miðlar áhuga og hlýju, eflir traustið og trúnaðinn, og það er forsenda þess að óttinn sé orðaður og spurningarnar bornar upp. Það að skunda á undan samferðarmanninum gerist meðal ann- ars þegar við bíðum ekki eftir spurningunum og erum of fljót á okkur með svörin. Að sama skapi er það að sjálfsögðu nauðsynlegt að leið- beina fólki þegar því hættir til að einangrast og lenda á villustígum, sem enda í vegleysu. Akvörðun um endurlífgun eða frávísun á endurlífgun er að sínu leyti viðleitni til að svara spurningunni: Hvenær hættir lífið að vera líf? Hún er býsna rótgróin tilhneiginga okkar að ráða fyrir aðra, þegar staðið er frammi fyrir erfiðum siðfræðilegum ákvörðunum. Stundum er orðið um seinan að taka þann tali, sem málið snertir fyrst og síðast eða þá að samtalið er einhliða og orðum og tilfinningum viðmæland- ans er ekki gefinn nægjanlegur gaumur. í raun og veru ættu þau tilvik að vera miklu færri, sem leitað er eftir vilja nákominna ástvina, þegar kemur að spurningunni: Hvenær hættir lífið að vera líf? Og þá ætti það einungis að vera gert til að geta betur virt þann einstakling, sem á í hlut og er þess ekki umkominn að svara fyrir sig sjálfur. Hvenær hættir lífið að vera líf? Við erum eins og áður segir að mörgu leyti í sporum vegvilltu mannanna, sem rötuðu ekki heim, þegar við leitum svara við þessari erfiðu spurn- ingu. Mestu varðar að hjálpast að í þeirri leit og reyna að stefna til réttrar áttar. Og höfum það hugfast, að sjáist hilla undir hinn fyrirheitna ákvörðunarstað, þá er hann samt í blámóðu fjarlægðar og verður það á meðan við erum enn á veginum með samferðarmanninum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.