Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1996, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.10.1996, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 687 John Snow (1813-1858). Hann ritaði bækur um eter- og klóróformsvæfingar. Hann var einnig þekktur fyrir að hafa sýnt fram á að kólerufar- aldur í London árið 1848 mátti rekja til meng- aðs drykkjarvatns í brunni. Heimildir um þróun svæfinganna næstu 50 árin eru af skornum skammti, bæði hérlendis og erlendis. Framfarir voru fremur litlar. Má það sennilega rekja til hægfara þróunar læknis- fræðinnar almennt á þessu tímabili. Þekking á lífeðlisfræði, meinafræði og lyfjafræði var tak- mörkuð. Þá kom smitgátin ekki til sögunnar fyrr en í lok þessa tímabils. Sýkingar við skurð- aðgerðir voru því algengar og dauðsföll tíð. Um aldamótin síðustu tekur síðan við þró- unar- og framfaraskeið fram að heimstyjöld- inni síðari. Kókaín sem mest var notað til slím- húðardeyfinga kom til sögunnar nokkuð fyrir aldamótin og staðdeyfilyfið Procain 1904. Mænudeyfingar hófust um aldamótin og utan- bastsdeyfingar (epidural) upp úr 1920. Mikil- vægan áfanga má telja þegar barkaþræðingar voru þróaðar á árunum milli 1920 og 1930. Smám saman komu ný svæfingalyf, svo sem stuttverkandi barbítúrsýrulyf og lofttegundin cýklóprópan upp úr 1930 og tímamót urðu með tilkomu vöðvalamandi lyfja 1942. Fagmennska fór vaxandi. Læknar tóku að sérhæfa sig í svæf- ingum og voru Bretar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn þar í fararbroddi. Hafin var útgáfa læknisfræðitímarita um svæfingar upp úr 1920. Stofnuð voru félög svæfingalækna. Kennslubækur voru gefnar út og formleg kennsla hófst við háskólasjúkrahúsið í Madi- son í Wisconsin árið 1927. Fyrstu formlegu kennarastöðurnar voru stofnaðir við lækna- deildir Harvard háskóla og Oxford háskóla fyrir heimsstyrjöldina síðari. Sérfræðipróf voru tekin upp á svipuðum tíma. Þróunin var miklu hægari víðar, svo sem á Norðurlöndum. Þar urðu framfarir litlar fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Fyrsti sér- menntaði svæfingalæknirinn í Svíþjóð, Torsten Gordh (f. 1907), hóf störf 1940 og varð hann jafnframt fyrsti prófessor í svæfingalæknisfræði á Norðurlöndunum árið 1964. Hann starfaði við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Segja má að nokkur kaflaskipti hafi orðið í þróun svæfingalækninga við síðari heimsstyrj- öldina. Mikil reynsla fékkst á vígvellinum og sjúkrahúsum. Svæfingalæknum fjölgaði ört. Háskólar tóku hver af öðrum upp kennslu í greininni og svæfingadeildir urðu sjálfstæðar. Aukið fé fékkst til vísindalegra rannsókna sem framfarir seinni ára byggðust á (2). Miklar framfarir urðu í smíði svæfingavéla og vaktara ýmiss konar. Gjörgæsludeildir komu til sög- unnar um 1960 og varð þar mikill starfsvett- vangur fyrir svæfingalækna ásamt störfum við svæfingar og deyfingar. Á seinustu árum hafa orðið miklar framfarir í þekkingu manna á eðli og orsökum sársauka og margir svæfingalækn- ar hafa látið til sín taka við meðferð bráðra og langvinnra verkja. Þá hafa þeir tekið mikinn þátt í meðferð slasaðra og bráðveikra og end- urlífgun. Mjög mikil áhersla hefur verið lögð á gæða- og öryggismál á seinni árum (3). Verður nú nokkuð sagt frá sögu og þróun svæfinga hér á landi. Vilmundur Jónsson (1889-1972) landlæknir, ritaði langa og fróð- lega ritgerð um upphaf svæfinga á Islandi (4) og Þorbjörg Magnúsdóttir (f. 1921) fyrrum yfir- læknir við Borgarspítalann ritaði um sögu svæfinga hér á landi fram yfir 1970 (5). Fyrstur íslendinga til þess að nota svæfingar mun hafa verið Jón Finsen (1826-1885) héraðslæknir á Akureyri. Hann gat þess í ársskýrslu sinni fyrir árið 1856 að hann hafi notað klóróformsvæf- ingu við fimm skurðaðgerðir. Annars eru heimildir fremur litlar fram á seinni ár. Al- gengasta aðferðin við svæfingar á löngu tíma- bili var sú að sjúklingarnir voru látnir anda að sér eter eða klóróformi sem hellt var í grisju og haldið að vitum sjúklingsins. Einnig var al- gengt að nota svæfingagrímur kenndar við Ombrédanne og Wanscher á spítölum. Munu læknanemar, hjúkrunarfræðingar og kandídat- ar oftast hafa annast svæfingar á spítölum í Reykjavík og á Akureyri en annars staðar önn- uðust leikmenn þær að talsverðu leyti í umsjá skurðlæknisins. Svæfingar voru fáar þar til eftir aldamótin enda skurðaðgerðir sjaldgæfar fyrr en með tilkomu Landakotsspítala árið 1902. Þangað kom fyrsta svæfingavélin 1930 en næsta vél kom ekki fyrr en 1945. Mænudeyfing var fyrst notuð 1934. Fyrsti læknirinn fékk sér- fræðileyfi í svæfingalækningum árið 1951 en það var Elías Eyvindsson (1916-1980). Hann stundaði sérnám við Mayo Clinic í Minnesota. Hann starfaði um tíma við Landspítalann og varð jafnframt fyrsti forstöðumaður Blóð- bankans. Þorbjörg Magnúsdóttir hlaut sér- fræðiréttindi nokkrum mánuðum síðar. Hlutastaða dósents í svæfingalæknisfræði var stofnuð við læknadeild Háskóla íslands ár- ið 1962 og var Valtýr Bjarnason (1920-1983)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.