Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 73

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 777 um hann í gagnagrunn og notkun þeirra þar með talin samtenging við aðra gagna- grunna, svo sem ættfræði- grunna og fleira. Af þessu leiðir að veita þarf víðtækar upplýsingar um eðli málsins bæði opinberlega og í einka- viðtölum. Upplýst samþykki er vegna þátttöku í ákveðnum rannsóknum, sem gerðar eru innan gagnagrunnsins, og gildir aðeins fyrir þá rann- sókn. Auk þess er þátttakanda heimilt að afturkalla sam- þykkið hvenær sem er. Eitt stjórnvald þarf að hafa sam- þykkisyfirlýsingar á sinni könnu, til dæmis landlæknir. Neitun Oljóst er hvernig eigi að fara með upplýsingar um þá sem neita því að sjúkraskýrsla þeirra verði færð í gagna- grunninn. Eftir sem áður geta þeir ekki hafnað því að upp- lýsingar sem nauðsynlegar eru vegna gerðar heilbrigðis- skýrslna og annarrar tölfræði- legrar skráningar heilbrigðis- yfirvalda eða upplýsingar um skráningarskylda sjúkdóma séu færðar í gagnagrunninn. Upplýsingar um slíkan ein- stakling yrðu væntanlega nafnlausar (ekki með dul- kóða). Hinsvegar gæti verið auðvelt að þekkja slíkan ein- stakling einkum ef fáir nafn- lausir væru í grunninum (sam- anber einnig lið d. í megin- niðurstöðu hér að framan). Upplýsingar vegna skýrslu- gerðar er varða þá sem ekki eru í gagnagrunninum skal halda sérstaklega hjá land- lækni og má ekki veita rekstr- arleyfishafa aðgang að þeim né láta hann vinna með þær. Einkaleyfi Astæða er til að hafa veru- legar áhyggjur af veitingu einkaleyfis til notkunar gagnagrunns af þessu tagi. Eingöngu virðast viðskiptaleg rök liggja til grundvallar slíku einkaleyfi. Einkaleyfi valda í eðli sínu mismunun og eru á hröðu undanhaldi á flestum sviðum viðskipta þó með þeirri undantekningu að veitt eru einkaleyfi á uppfinning- um, til dæmis nýjum lyfjum til að tryggja hvata til þróunar nýjunga á slíkum sviðum. Gagnagrunnur er ekki upp- finning í þessum skilningi. Ennfremur eru einungis veitt einkaleyfi til markaðssetningar og notkunar lyfja, ekki til að finna upp sams konar lyf eða hliðstæð. Alit margra er á þá Iund að rými sé fyrir fleiri en eitt fyrirtæki á þessum mark- aði. Rekstrarleyfi hvers gæti verið um tilteknar spumingar, vandamál eða afmarkaðar upplýsingar. Þannig gætu þeir sem að krabbameinsrann- sóknum ynnu hérlendis átt samstarf við annan rekstrar- leyfishafa en þeir sem ynnu að rannsóknum á erfðum hjarta- sjúkdóma, svo einhver dæmi séu nefnd. Ennfremur má vekja athygli á öðrum mögu- legum leiðum til fjármögnun- ar gagnagrunna af þessu tagi, til dæmis beinum samningum heilbrigðisstofnana við rann- sóknafyrirtæki og samstarfi við stóra alþjóðlega styrkveit- endur, Evrópusambandið, National Institutes of Health og fleiri. Lengd einkaleyfis Tólf ár em langur tími hvort sem rekstrarleyfishafi er einn eða fleiri. Fyrir tólf árum voru einkatölvur mjög fátíðar og veraldarvefur internetsins varla til svo dæmi séu nefnd. Tólf ár eru líka langur tími í lífi vísindamanna. Örðugt er að segja til um tækniþróun og þarfir næstu ára. Því er rétt að stytta þennan tíma. Tryggja verður að einkaleyfi verði ekki endurnýjað að loknum gildistíma. Eftirlit Eftirlitskerfið samkvæmt frumvarpinu er of flókið. Að því koma tvær nefndir sam- kvæmt 6. og 9. grein og líkur eru á að hlutverk þeirra skar- ist. Þá er verkaskipting Tölvu- nefndar og eftirlitsnefndar samkvæmt 6. grein ekki nógu ljós. Annar og einfaldari kost- ur er að fela eftirlitið Tölvu- nefnd og að Vísindasiðanefnd fjalli (eins og henni ber, sam- anber lið 13) um einstakar rannsóknir sem gerðar verða. Mat á aðgangi annarra vís- indamanna Aðgangsmat af því tagi sem kveðið er á um í 9. gr. er frem- ur á sviði landlæknis en heil- brigðisráðuneytis og því rétt að hann skipi formann nefnd- arinnar fremur en heilbrigðis- ráðherra. Rekstrarleyfishafi á ekki að eiga fulltrúa í nefnd sem fjallar um umsóknir óháðra vísindamanna að grunninum, þar sem slíkt gæti veitt rekstrarleyfishafa upp- lýsingar uin rannsóknaáætlan- ir annarra sem trúnaður á að ríkja um. Ennfremur þarf að skilgreina mun betur hvernig beri að greina á milli við- skiptahagsmuna og vísinda- legra. Hlutverk Vísindasiðanefndar Hlutverks Vísindasiða- nefndar er að engu getið í frumvarpinu og er það mjög óeðlilegt. I lögum um réttindi sjúklinga er kveðið á um að engar rannsóknir megi gera á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.