Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Page 5
3 Tómas Helgason STUTT ÁGRIP AF SÖGU KLEPPSSPÍTALANS Pann 27. maí 1907 kom fyrsti sjúklingurinn í Kleppsspítalann. Voru þá ekki nema tæp 2 ár frá því samþykkt höfðu verið lög á Alþingi um stofnun geðveikrahælis. Aðdragandinn að stofnun spítal- ans var þó mun lengri. Fyrst var farið að ræða um nauðsyn úrbóta á aðbúnaði og meðferð geðveiks fólks á íslandi 1871. Pá ritaði Þorgrímur Johnsen héraðslæknir í ársskýrslu sína: „Ég leyfi mér, við þetta tækifæri að geta þess, að engir sjúklingar hér á landi eru svo illa settir sem hinir geðsjúku, þar sem ekki er að finna eitt einasta geðveikrahæli hér á landi, og ég þekki mörg dæmi þess, að vegna þessara aðstæðna og til þess að gera þannig sjúkl- inga hættulausa, hafa menn neyðst til þess að grípa til þeirra villimannlegu aðgerða að loka sjúkling- ana inni í þröngum kössum með litlu opi fyrir framan andlitið. Þessir kassar eru síðan settir í eitthvert útihús til þess að sjúklingamir trufli ekki ró annarra.“ í framhaldi af þessum umræðum var gerð tillaga um að endurbyggja Sjúkrahús Reykjavíkur á hent- ugri stað þannig ,,að það gæti þénað sem almennt sjúkrahús og líka um leið með tilpassandi tilbygg- ingu sem sjúkrahús fyrir sinnisveika". Gerði land- læknir ráð fyrir 18 almennum sjúkrarúmum og 6-8 rúma geðveikradeild (1). Þegar þessar tillögur bárust stjórninni í Kaupmannahöfn, urðu undir- tektir svipaðar og þekkist enn í dag, þegar drepa þarf málum á dreif og fresta. Nauðsyn þótti til þess að safna skýrslum um tölu geðveikra manna í land- inu, sem á nútímamáli hefði verið kallað að gera heildarúttekt á stöðu mála. Hins vegar voru þá, eins og oft síðar, fyrir hendi upplýsingar, sem hefðu átt að nægja til ákvörðunar. Árið 1841 hafði danskur læknir, Húbertz (2) að nafni, framkvæmt könnun á fjölda geðveikra manna á íslandi og birt þær í riti sínu „Om dárevæsenets indretning i Danmark“. Húbertz var fyrstur lækna til þess að draga athygli að hinum sérstöku möguleikum, sem eru á íslandi til faraldsfræðilegra rannsókna. BYGGINGAR Alþingi ákvað að Kleppsspítalinn skyldi rúma 50 sjúklinga og íbúðir fyrir starfsfólk. Mátti verja til byggingarinnar 90 þúsund krónum úr Lands- sjóði, en það voru nálægt 7.5% af heildarupphæð fjárlaga fyrir árið 1906 (3,4). Til samanburðar má geta þess, að heildarfjárfesting í heilbrigðisstofn- unum á árinu 1982 er ekki nema tæp 2% af fjár- lögum. Spítalinn var þegar alltof lítill ogárið 1919 Kleppsspítali 1982
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.