Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1983, Qupperneq 90
88 fyrstu innlagnir á geðdeildir virðist þannig vera svipað fyrir karla á Islandi og írlandi, þrátt fyrir að heildaráfengisneyslan á mann hafi verið helmingi meiri á írlandi, 9,1 1 á mann 15 ára og eldri á ári á móti 4,2 1. Hlutur drykkjusjúkra í fjölda þeirra, sem lagst hafa inn á Kleppsspítala, hefur verið mjög hár síðustu 20 ár og svipaður því sem gerist í stórborgum erlendis, þrátt fyrir að skráð áfengis- neysla hafi verið miklu minni hér á landi en annars staðar í Evrópu og Ameríku. Þó að ekki hefðu komið til nýjar stofnanir 1977 og síðar hefur inn- lagningartíðni vegna áfengissýki verið mjög há á íslandi. Fjöldi þeirra einstaklinga, sem leita meðferðar árlega í fyrsta sinn vegna drykkju, hefur, eins og áður er nefnt, breyst eftir framboði meðferðar, en ekki aukist jafnt og þétt með vaxandi skráðri neyslu. Fjöldi kvenna, sem leitað hefur meðferðar, stóð mikið til í stað á árunum 1956-1970. Sem hlutfall af heildarfjölda, sem kom í meðferð, fór hlutur kvenna vaxandi úr 10% upp í 15%. Eftir 1970 eykst nýgengið meðal kvenna verulega og konur verða rúm 28% af heildarnýgenginu. í þver- skurðarkönnununum 1974 og 1979voruum 10% misnotenda konur og svipað hlutfall þeirra, sem töldust haldnir áfengisfíkn. í þverskurðarkönnun- unum voru 6% stómeytenda konur. Hugsanlegt er, að konur telji lakar fram áfengisneyslu sína og vandamál sem henni eru samfara en karlar og það skýri muninn, sem er á hlutfalli kvenna í þver- skurðarkönnununum og hlutfalli þeirra í hópi þeirra, sem leita meðferðar vegna drykkjusýki. En einnig er hugsanlegt, að konur leiti aðstoðar vegna annarra kvilla í vaxandi mæli undir yfirskini drykkju. Samkvæmt rannsókninni á sjúkdóms- líkum voru misnotkunarlíkurnar, þ.e. áfengis og lyfja, tæplega 1% hjá konum, en tæplega 10% hjá körlum (18). Þá jafnaðist kynjamismunurinn er tekið var tillit til bæði misnotkunar og taugaveikl- unar. Astæða væri til að rannsaka á ný sjúkdómslík- ur til þess að fá vitneskju um, hvort þetta kynjajafn- vægi haldist enn. Ef svo væri, mundi það renna stoðum undir þá tilgátu, sem sett var fram á grund- velli fyrri rannsókna, að áfengismisnotkun og taugaveiklun ættu sér sameiginlegar orsakir að frá- töldu sjálfu áfenginu. Meðalaldurinn, þegar leitað var fyrst meðferðar, var lægstur á árunum 1951-1955, en fór síðan hækkandi fram til 1974. Úr því lækkaði meðalald- urinn aftur, en var þó enn á árinu 1981 ívið hærri en í upphafi þessa 30 ára tímabils. Eins og nýgeng- ið tengist meðalaldurinn meðferðarframboðinu og er lægstur hjá áfengisvarnadeild Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur og sjúkrastöðvum SÁÁ, þar sem framboðið hefur verið mest (sbr. tafla V) og aðgengilegast. Hins vegar hefur það áhrif á aldurs- dreifinguna á einstökum stofnunum, að þeir sem eldri eru og illa farnir, leita frekar til stofnana þar sem eru meiri möguleikar til nákvæmari rannsókna og meiri læknismeðferðar. Hlutfall þeirra, sem eru undir 20 ára og raunar undir 30 ára, er svipað hjá göngudeild áfengissjúklinga og hjá sjúkrastöðvum SÁÁ. Þeir, sem eru yfir 50 ára, eru hins vegar mun fleiri í göngudeild áfengissjúklinga og sérstaklega meðal þeirra, sem leggjast inn á geðdeildimar. Áður er vikið að því, að ýmsir aðrir þættir en raunveruleg tíðni sjúkdóms hafa áhrif á hve margir leita meðferðar, sérstaklega framboð meðferðar- tækifæra. En vitund fólks um meðferðina og við- horf þess til hennar hefur áhrif á eftirspurnina. Og eftirspurnin vex því aðgengilegri sem meðferðin verður, því einfaldara og ódýrara sem verður að fá meðferðina. Og því styttra sem þarf að sækja hana. Verði viðhorfin jákvæðari og auðveldara að komast að, minnkar þýðing fjarlægðarinnar. Þetta kemur glöggt fram í niðurstöðum þessara rann- sókna. Af því sem að framan er sagt má Ijóst vera, að ekki er líklegt að hið háa nýgengi í byrjun og iok þessa 30 ára tímabils sé vegna þess, að misnotkun eða áfengisfíkn landsmanna hafi verið meiri á þessum árum heldur en milli þeirra. Ný meðferðar- tækifæri, sem hafa verið rækilega kynnt, kunna að hafa skapað aukna eftirspurn, sem minnkar, hætti kynningin eða ef árangur verður ekki eins og menn gerðu sér vonir um, eða menn finna ekki það sem þeir leituðu að. Einnig verður að hafa hér í huga, að samkvæmt þverskurðarkönnunum „batn- aði" flestum í yngstu aldursflokkunum. Um 1950 var mikilli meðferðarþörf vafalaust ófullnægt og skýrir það að nokkru þann mikla fjölda, sem leitaði meðferðar fyrst í stað. Nýgengið fer síðan smá- lækkandi þar til 1963, er Bláa bandið hætti að reka sjúkrastöð sína, og stendur í stað þar til meðferðar- framboð er aukið á ný árið 1976. Úr því eykst nýgengið samhliða auknum meðferðartækifærum. Ekki verður sagt með vissu hvort þeir, sem leitað hafa sér meðferðar á þessu 30 ára bili, eru allir haldnir drykkjusýki, fíkn, eða hvort um er að ræða misnotkun eða ofdrykkju. Bendir ýmislegt til, að sumir, sem koma í meðferð, sérstaklega upp úr 1950 og á seinni árum, séu ekki haldnir drykkju- sýki í hinum þrengsta skilningi þess hugtaks. Þegar meta skal árangur af þessum aðgerðum, sem ætla verður að séu gagnlegar, er nauðsynlegt að reyna að greina nánar hvað að fólkinu er. Þetta er því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.