Heimilispósturinn - 11.02.1961, Blaðsíða 3

Heimilispósturinn - 11.02.1961, Blaðsíða 3
Löng jarðarför yfir snilligáfu. Eg hitti hann á vistlegu hó- telinu að Snorrabraut 52 eins °g mér hafði verið vísað á hann. Þar sat hann í herbergi sínu í snjóhvitri stífaðri skyrtu, sparilegur og hreinn yfirlitum með hrímhvítt mikið hárið eins °§ gamall Faxi, sem hlaut að Vera ávallt fagur og glæsilegur þrátt fyrir löng ill árin að baki. ^annig hlaut hann að birtast eins og á óperusviðinu — ekki °ðru vísi. Mér hafði verið visað a hann — það var engin lygi — °S það var hressandi að finna, að þeim bölvaða rakka Bakkusi hafði ekki tekizt að bíta úr hon- Urn siðmenningu og rífa burt Snyrtilegt fas og þokka þessa §amla Don Júans í grand stíl, er virtist ennþá enduróma þjóð- Vlsuna um svaninn, sem eitt sinn Sv° fagurt söng sumarlanga tíð. Fór löngum orð af Einari ^jaltested og ljómi stafaði af nafni hans þrátt fyrir skugga °g illt árferði, síðan hann „datt niður fyrir tjaldið í Metropoli- tan.“ ^egar einhver deyr úr þess- ari familíu Metropolitan, ef einhver dettur niður fyrir tjald- þá verður jarðarförin löng, Sagði Einar Hjaltested, og það Van eins og Barrymore væri að funa með atriði úr Amlóða eftir Shakespeare. Þó hefði sjálfur Barrymore og hans fáu líkar tæplega lifað af jafnlengi jafn- langar jarðarfarir yfir snilli- gáfu eða eigum við að kalla það skilnað við guðsgjöf og sérstak- an náðarhæfileika. Ég er bara kornungur maður. Söngvarinn gamli tók mér með hlýju handtaki, þar sem hann var að hressa sig og ylja sér í vistlegheitunum og njóta launanna úr Gunnarsholti eins og sjentilmaður á ferð í borg- inni. — Þú ætlar ekki að teikna mig, segir hann. Ég kvað nei við, sagðist ekki vera málarafígúra, gæti verið kannski eitthvað ennþá verra og spurði hins vegar: Hvað ertu gamall ? — Ég er bara komungur mað- ur, sagði Einar og varð eins og silfurrefur. Þannig byrjaði talið, og nú var komið með kaffið og vínar- brauð og þá vantaði lífselixír- inn... „Drink in the afternoon" eins og í Manhattan fyrri heims- styrjaldarárin, þegar hann var að léttúðast þar eins og play- Manhattan-eyjan að næturþeli. — Til að vinna til kærustu, áttu við, segi ég. — Ég fór til að vinna fyrir kærustu. Þegar ég var vestra, slitnaði upp úr því. Hún var fal- legasta kona á Islandi. Og þetta hljómaði eins og langur tónn úr mansöng eða eins „Ef einhver dettur niður fyrir tjaldið í Metro politan, þá verður jarðarförin löng.. Steingrímur Sigurösson ræðir -------------------------- við Einar Hjaltested, söngvara HMLTESTEO, TEWOH, OHCH. ACCOMF. prwsttntwrnr rí t dottíM) mxítnrdt rrr„:d,. V i ** fnntifercáe M s:í ntjr r ,kai Mivc mná- tagair (nná fomHinl.r. Oi.f.m Cg -stfsmsvr *' ! »*y af 5>*«m HARMONIKA FOR ÐANS teccrá. »c AfiJtimtt,' fttt Dstt»». Sttlr Einar Hjaltested söng inn á plötur hjá Colmubia árið 1916. Vöktu þær hrifningu og seld- ust upp í Evrópu og Ameríku. boy, heimsmaðurinn, sem sum- ir líktu við Camso. Og þegar vökvinn var kom- inn saman við kaffið, sagði Einar: — Þú mátt skrifa ævisöguna, en birta máttu hana ekki, fyrr en ég hef alveg drepizt... Þú ferð ekkert að segja af mér, þeg- ar ég var bam og pissaði á mig eins og allir hafa gert á þeim aldri. — Auðvitað ekki, mig langaði til að vita um dvölina í Ameríku og það allt. Hvenær fórstu þangað ? — Titanic fórst sama árið eða árið eftir. 1911 eða 1912. — Hvers vegna fórstu þang- að? — Ég fór bæði til að mennta mig og vinna fyrir kæmstu. og Einar væri að syngja Dicht- erliebe með sálinni, þá hann sagði þetta, og þá skildist manni það, sem hann sagði fyrst: Ég er bara kornungur maður. Söngvarinn Hafóðinn freistar gæfunnar. Hann hélt áfram: Ég var 17 ár vestur þar, kom heim 1928. — Og þú söngst — hvar söngstu ? — Ég söng hingað og þang- að alstaðar í öllum stærstu hús- um í Bandaríkjunum. Ég fór að verða forvitinn og spurði hann, hvort hann hefði ekki ameríkaníserað nafn sitt eða tekið söngvaranafn sem títt er um þá og aðra konstnara.

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.