Heimilispósturinn - 11.02.1961, Blaðsíða 15

Heimilispósturinn - 11.02.1961, Blaðsíða 15
— Fínt. HvaO á ég aO kalla þig? — Arline. ■Mér heyrðist hún segja Elaine, og það fór rykkur um mlg. — Sagðirðu Elaine? spurði ég. — Nei, Arline, eins og ... ja, Arline. — Höfum viO talað saman áður? Nýlega? — Nei. Hún hristl gulllokkana. — Eg hefði munað eftir þvi, Hún réttl »ér tóma glasið, sem hún hélt ennþá á: — Viltu sœkja martini handa Wér, Scotty ? — t>að held ég nú. Eða kannski gin og vermúð og ólivur, sem ég get svo hrist saman i þér í rúmbu, ha? — Ég treysti barþjóninum betur i þeim efnum. Hann er útlttrtiur. ■®tlar þú að fá þaO sama? — Hnei, ég held mlg aO visklinu, Arline. Kem rétt strax. Meðan ég beið eftir drykknum, litaðist ég svolltiO um. Það væsti ekki 11111 mig, svo að mér fannst bara rétt aO lyfta mér upp, áöur en skjól- stæðingur minn sýndi sig. Ég gat alltaf svipast um eftir henni viO og viO. Snotur ljóska sat á barstól og dreypti á háu glasi meO ávaxtasneiO efst. Þaö voru margar smábombur um borö, hún var ein af þeim. — Halló, sagði hún og leit á mig. — Hver ert þú? — Eg er .. . Scotty. — Sælinú, Scotty. Eg heiti Jo, og ég er blindfull. Svarið gladdi mig og hryggði í senn. Þetta var þá Jo. Jæja, maOur kemst ekki yfir allt í einu. Ég tók sjússana og sagöi: — Við sjáumst seinna, Jo. Og fór með það. Hún hrópaði á eftir mér: — Mundu, að það er loforð! Arline þakkaði fyrir sjússinn, drakk helminginn og hristl höfuöiö: — Húhú, hann er sterkur. Eg er að veröa geislavirk. Hún deplaði stórum grænum augunum framan í mig: — Er þaö ekki smellið? — Ójú. — Ég á við snekkjuna og allt það. — Einmitt. ÞaO ættu allir aO eiga snekkju. Hún hrukkaðl ennið. ■— Þetta er eins og svona sjó-sjósialistlskt tal, ekki satt? brosti: —■ Nei, elskan. Þeir fá öllum árar, en angan bát. — Nújá? Jæja, skítt með það. Nú skulum við dansa. Og það gerðum við. Við settum glösin frá okkur og dönsuöum fram á Þallinn. En þetta var bara miklu meira en dans. Það var svona eins og aB dansa fox-trot og láta pressa á sér buxumar á meðan. Nokkurskonar kennslustund í líffærafræði í fjórum-fjórða takti, þrjú skref meO fyrir- heitum og það fjórða alveg æðisgengið. Þetta var — ja, þetta var helzt «1 mikið af svo góðu. 1 miðjum dansinum staönaði ég með hrislingi: — Ég verð að fá mér sjúss! •— En við erum ekki búin að dansa! — Ég veit ekkl um þig, kelli mín, en ég er búlnn! —■ Svona, komdu nú, Scotty, bara svolttiö meir. ■— Jafnvel svolitið meir væri alltof mikið, takk, sagði ég ákveðið, — ■svq framarlega sem hægt er að tala ákveðið meðan maOur andar meö umnninum. Ég verð að fá sjússinn. Meðan við þvörguðum hætti músíkin og hljómsveitin ákvaö aö taka sér svolítið hlé. Við Arline fundum sjússana okkar og kláruöum þá. Hún sagði: —• Þú ert skemmtilegur, Scotty. En ég vil dansa. Ég er alveg tryllt 1 að dansa. — Mér fer að verða það ljóst úr þessu. ■— Þá verð ég að finna einhvern með — með meðfædda hörku. Ein- hvern, sem þolir það. — Ef það bara hefði ekki verið fox-trot.... byrjaði ég örmagna. Hún hlustaði ekki á mig. -— Ó, þama er Zimmy! hrópaði hún. — Bless á meðan, Scotty. Viö sjáumst kannski seinna. Ég lofaði að dansa shiffle við Zimmy. — Hver er Zimmy? hvað er shiffle? En hún var horfin. Jæja, það skipti þá engu máli. Mér leiö eins og ég hefði fengið blóðgjöf, sem síðan hefði verið tekin af mér. Ég litaðist um, fitjaði fyrirlitlega upp á nefið framan í alla, drollaðist slðan aftur í skut og saup ærlega á sjússinum. Það hafði enginn skjólstæðingur látið sjá sig ennþá. Ég hallaði mér upp að borðstokknum, kveikti mér i sígar- ettu og starði á ljósin í skemmtigarði Balboa. Stjómborða á snekkjunni söng stúlka falskri rödd. Skyndilega kveikti einhver ljós neðanþilja, og gulur ljósstrimi féll út sjóinn gegnum kýraugun. Og í annaö eða þriðja skipti um kvöldið sá % einhverju hvítu bregða fyrir. Það leit einna helzt út fyrir, að ein- hver væri á sundi þarna niðri. Ég hristi höfuðið. Það var harla ósenni- legt. Kannski var þetta skjaldbaka. Hvít skjaldbaka. Ég beygði mlg á- fram og pirði augun til að sjá betur. Framkáld i nœata blaBi. STJÖRNUSPÁ NÆSTU VIKU Vatn»i>er»merkl, 11. jao.—19. febr. Farðu varlega i a8 gera þœr breytingar. sem þú hefur verið að hugsa um að undanförnu. Fðlk, sem þú hefur treyst á 1 þvi sam- bandi er liklegt til að bregðast og þá er verr af stað farið, en heima setið. Þau ástarævintýri sem þú hefur nýlega lent i munu líklega endurtaka sig fljðtlega. Flskamerki, 20. febr.—10. marx. Útlit er fyrir að þunglyndi og áhyggjur muní helmsækja þig þessa viku. en meðfædd skynsemi og bjartsýni munu koma 1 veg, fyrir, að þetta þvingi þig og þú munt fljótlega losna undan þe3s,- um áhrifum, sem i rauninni eru algjörlega út i bláinn. Fullorðin manneskja mun opna augu þín fyrir nýjum sannindum. Hrútsmerki, 21. marr—20. aprll. Illt umtal, sem þú verður var viö, mun valda þór talsveröum á- hyggjum, en ef þú vissir, hve lltið mark er tekið á slíku, mundlr þú líta allt öðrum augum á málið. Illt umtal skaöar ekki þann, sem verður fyrir þvl, heldur aðeins þann, sem er upphafsmaður að því. Varastu draumóra og líttu meiri raunsæisaugum á lifið. N’autsmerki, 21. april—20. mal. Einhver gylliboð munt þú fá i íyrri hluta vikunnar. Athugaðu það vel áður en þú hafnar því, en taktu það ekki nema þú sért viss um að engu geti verið að tapa. Reyndu að vinna bug á eirð- arleysi þínu, helst með þvi að eignast eitthvað skemmtileg áhuga- mál. Tviburamerki, 21. ma(—21. júnl. Þú munt hafa mikið að gera þessa viku, enda bendir afstaða stjarnanna til þess, að timinn sé heppilegur til allra atarfa. Það er því áríðandi að þú notir tlmann vel og komir öllu þvl í verk ' sem þú getur. Vertu varkár i tali, sérstaklega þegar ókunnugir eru nálægt, Krabbamerki, 22. júnl—22. júli. Þó einhverjir erfiðleikar steðji að á næstunnl skaltu treysta var- lega á aöstoð annara. Þú munt hitta einhvern 1 vlkunni sem senni- lega á eftir að hafa mikla þýðingu fyrir þig seinna I liíinu. Góðar fréttir munu verða Ijósasti punkturinn i vikunni, sem i heild verður heldur viðburðalitll, újónsmerki, 23. JúII—22. ágúst. Eltthvert mál mun taka hug þinn allan í þessari viku og riður á miklu, að þér takist að leiða það til lykta á árangursrikan hátt. Ýmsir vilja reyna aö vera þér til aðstoðar, en varastu að taka of mlkið mark á skoðunum þeirra, þar sem þetta snertir sjálfan þig eingöngu. Mcyjarmerki, 23. igúst—22. sept. Láttu svartsýni og óþarfa áhyggjur ekki hafa truflandi áhrif á þig 1 starfi þlnu og heimilisllfi. Reyndu þvl að lyfta þér eitt- hvað upp og sjá ljósar hliðar á llfinu. Þér mun takast miklu betur að leysa vandamál þln, ef þú litur björtum augum og skynsamlegum á hlutina. Mctaskálamerkl, 23. sept.—22. október. Ýmsir skemmtilegir og óvæntir atburðir munu gera vikuna á- nægjulega og tilbreytingarlka, enda má segja að heppnin sé með þér á ýmsan hátt. En minnstu þess, að lukkan er hverful og varasamt að treysta á hana i blindni. Varastu því að ofmeta að- stöðu þina, þvl allt er breytingum undirorpið. Sporðdrekamerki, 23. okt.—21. nóv. Ýmislegt sem þú hefur gert þér vonir um mun bregðast, en ýmslr aðrir hlutir, sem þú hefur ekki gert ráö fyrir, munu skjóta upp kollinum. Taktu allar ákvarðanir varlega og vertu öruggur og ákveðinn I viðskiptum við aðra. Ðogmannsmerki, 22. nóv.—22. dcs. Þér hættir til að hverfa inn í sjálfan þig og gleyma umhverfi þínu. Þetta getur orsakað stirðleika i umgengni við fólk, sér- staklega helmilisfólk þitt. Reyndu að vera skemmtilegur og upp- örvandi og Iáta melra til þín taka. Horfur i atvinnumálum eru góðar og útlit fyrir sæmilega afkomu. æ Steingeitarmorkl, 23. des.—20. jan. Taktu fullt tillit til þeírra góðu ráða sem gamall ættingi gefur þér varðandi persónuleg vandamál, sem heimsækja Þig siðari hluta vikunnar. Haflrðu i huga að gera elnhverjar breytingar, t. d. skipta um vinnu cöa húsnæði, er timinn framundan að mörgu leyti heppllegur. KCIMIUSPÓSTUXINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.