Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 22

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 22
16 NÝTT HELGAFELL eða fleiri, eiga að hafa aðsetur í ráðhúsinu, og öll sú starfsemi, sem er þar í nánustum tengslum við. Bæjarstjórnin er hið fólkkjörna stjórnar- ráð Reykjavíkurborgar. -Henni þarf að húa veglegan bæjarstjórnarsal, bókasafn og starfsherbergi bæjarfulltrúa. Og fólkið sjáift þarf að eiga greiðan gang að því að hlýða á mál fulltrúa sinna á rúnrgóðu og vistlegu áheyrendasvæði. Bæjarráð var stofnað 1932 og tók ‘við störfum margra nefnda. Víða erlendis fer mikið af bæjarmálastörfum fram í nefnd- um. f ráðhúsi þarf að vera bæjarráðssalur og nokkur nefndaherbergi. Skrifstofur borgarstjóra, ein eða flein, eiga heima í ráðhúsinu, svo og skrifstofur borgarritara, ráðsmanna og annarra þeirra forstjóra og fulltrúa, er standa í nánustu sambandi við æðstu stjórn borgarinnar. Æðsta stjórn bœjarins á að hafa aðsetur í ráðhúsi, og þær skrifstofur, sem standa í beinum og nánum tengslum við hana. Ráðhús er einn sá staður, sem gestir líta hvru auga, innlendir senr útlendir. Um leið og ráðhúsið er samastaður hinnar æðstu stjórnar borgarinnar og menningarmiðstöð, gegnir það landkynningarhlutvetki og verð- ur að sjá fyrir aðbúnaði til viðtöku góðra gesta. Ráðhúsið á að vera menmngarmiðstöð. Meðal einkunnarorða eiga að vera: List og saga. Ráðhúsið þarf að sýna sögu Reykja- víkur, stærstu viðburði, mestu persónur, þróun atvinnulífs og menningar, líðan fólks og afkomu á ýmsum tímum, íbúafjölgun, bæjarlandið og stækkun þess o. s. frv. Til þessa á að nota beinar frásagnir á veggjum, talnatöflur og línurit, en ekki sízt mynd- listina. Hana þarf að leiða til öndvegis í ráðhúsi Reykjavíkur ínnan húss og utan. Listræn skreytmg á að prýða ráðhús vort eins og títt er um ráðhús annarra þjóða. Þar á að vera miðstöð fjölbreyttrar mynd- listar. Málverk og höggmyndir munu túlka þar og sýna landnám Ingólfs og Hall- veigar, ínnréttingar Skúla fógeta, Jón Sig- urðsson á þjóðfundinum. Hverskonar þjóð- legur myndiðnaður þarf að vera þar, út- skurður, myndvefnaður, útsaumur, hann- yrðir íslenzkra kvenna í þúsund ár. I ráð- húsi á að sýna íslenzku þjóðerm og þjóð- levum verðmætum fullan sóma. O Ráðhúsið snertir ekki Reykjavík eina. Upprum þjóðarinnar og upphaf Reykjavík- ur fara saman. Ingólfur og Hallveig voru fyrstu landnámsmenn íslands og fyrstu byggjendur Reykjavíkur. Ein og söm eru þau örlög, sem í ellefu aldir gengu yfir. Samtvinnaðir eru hagsmunir Reykjavíkur og annarra Islands byggða um manndóm og menningu og örlög. Vilji menn túlka sögu og menmngu Reykjavíkur, snertir sú túlkun fyrr en varir allt Island. Þess vegna verður ráðhús Reykjavíkur þjóðarhús, menmngarsetur fyrir allt ísland. Stærð og gerð Skáli mikill verður inn af aðaldyrum og getur hann um leið venð ráðhússalur. Þar má hafa meiri háttar móttökur, alþjóðaráð- stefnur, fundi Norðurlandaráðs, auk þess sem ráðhússkáhnn yrði meginstöð mynd- listarinnar. Þekking er dyggð, sagði Sókrates forð- um. Væri vel, ef andi hans, andi vizku og fnðar, róði ríkjum í dag. íslenzkur almenn- ingur er jafnan frjór jarðvegur fyrir fróð- leik og þekkingu. I skála ráðhússins eða öðrum vistarverum þess á að efna að stað-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.