Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 13

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 13
DAGSKRÁ 7 viðhalda ríkjandi þjóðfélagsháttum, því að þannig telur hann að bezt verði tryggð aðstaða fjáraflamanna til mikillar auðsöfnunar. Hann hirðir ekki um, þótt mikil auðsöfnun fárra manna leiði af sér fátækt margfallt fleiri manna, eða þótt atvinnuleysi sé hvers- dagslegt brauð, þar sem atvinnuvegirnir eru byggðir á grunni samkeppni og einkafjármagns. Hann skilur ekki eða vill ekki skilja mesta spakmæli Einars Benediktssonar, að líf þúsunda manna þurfi í eins manns auð. Forráðamenn hans eru jafnvel svo blind- aðir í trú sinni á ríkjandi félags- og fjármálakerfi, að þeir munu ekki hika við að stöðva allar endurbætur þess með vopnaburði, ef þeir ættu þess kost. Hér er líka ofstækisfullur flokkur byltingarmanna, sem vilja algerlega kollvarpa ríkjandi þjóðskipulagi og byggja annað nýtt á rústunum. Líkt og Önundur þurrabúðarmaður hafa þeir sótt trú sína og fyrirmynd til annara landa, vilja eins og hann gefa „út- lenzkum aleina heiðurinn". Bolsevisminn í Rússlandi er þeirra stóra fyrirmynd. Því skal ekki neitað, að atvinnuskipulag hans hefur á ýmsan hátt borið jákvæðan árangur, en hitt er jafnframt ljóst, að hann verður ekki framkvæmdur, nema með algeru afnámi persónulegs frelsis. Skoðanafrelsi, málfrelsi og samtaka- frelsi samrímst honum ekki. Þótt slíkt skipulag geti blessast hjá Rússum, sem vanist hafa kúguninni frá fyrstu tíð, er alveg víst, að það samrímist ekki íslenzkri skapgerð. íslendingar kjósa frekar að búa við þröngan kost en missa persónulegt frelsi sitt. Hér er líka allsterkur frjálslyndur miðflokkur, Framsóknarflokk- urinn, sem heldur uppi merki Sighvats. Hann vill þræða milli öfganna, halda því, sem vel hefur reynzt, en breyta því, sem mið- ur fer. Hann vill að aukin auðjöfnun leysi hinar miklu andstæður, stórgróðann og örbirgðina, af hólmi. Hann vill koma auknu skipu- lagi á atvinnuvegina, einkum stóriðjuna, svo að rekstur þeirra samrýmist almannahag. Umbótum þessum vill hann fyrst og fremst koma fram á grundvelli frjálsrar samvinnu, en annars á grundvelli þingræðis og lýðræðis. Hann vill láta framfarirnar, ekki sízt þær félagslegu, byggjast á þróun, en ekki byltingu. Hann vill láta samvinnu- og bræðralagsandann útrýma stórgróða- fýsninni og samkeppnishugarfarinu. Fjórði flokkurinn, Alþýðuflokkurinn, stendur nær Framsóknar- flokknum en hinum flokkunum tveimur. Hann er mótfallinn bylt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.