Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 9

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Síða 9
reyndar íri þó hann skrifi frönsku. Eg hef fylgzt með honum frá byrjun, og nú keypti ég nýjasta verk hans, Fin de Partie. Hann kemur á óvart. Mér finnst heldur gaman að En att- endant Godot, það er gáfulegt og skemmtilegt á sinn hátt, bráðfyndið með köflum. Beckett er fullur af gamlatestamentislegri svartsýni eða réttara sagt svartagallsrausi, sem minnir á Prédikarann eða Jobsbók eða harmagrát Jeremíasar. Viðhorf hans er sérkennandi fyrir kaþólskan mann sem hefur misst trúna; hann er fullur af gremju og leiðindum yfir þessari missu. Guð er svín, segir hann. Þetta gæti guðleysingi, trúleys- ingi eða mótmælandi aldrei sagt. Þá má nefna ungu stúlkuna sem lenti í bílslysinu um daginn — Francoise Sagan. Hún er ágætisstúlka, Bonjour Tristesse alveg einstakt verk. Svona höfundur gæti hvergi komið fram nema í París, hún hefur sprottið her- klædd úr franskri hefð eins og Pallas Aþena úr höfði Seifs. Bonjour Trist- esse var víst þýdd á íslenzku og köll- uð Sumarást — titillinn einn gefur auga leið hvernig þýtt er. Það er eins og maðurinn hafi skipt á glóandi gull- dúkati og þvældum einnar krónu- seðli. Með þessu lagi er hægt að drepa allar bókmenntir. o o o — Leyfist að spvrja hvort þér séuð nokkuð farnir að sinna nýju verki? — Nei, ég hreyfi ekki blek. Síðan ég lauk Brekkukotsannál hef ég verið í útlöndum mestan part. Auk þess hef ég aldrei löngun til að byrja strax aftur að verki loknu; manni finnst maður hafa skrifað sig til skrattans og vill ekki koma nálægt bleki — dettur jafnvel í hug að fara á síld. Annars er ég oft að velta því fyrir mér livar það fólk leynist sem nenn- ir að lesa þessar skáldsögur sem mað- ur er að skrifa. Skáldsögur eru ágæt- ar ef maður fær kvef eða lendir í ferðalögum eða annarri ógæfu. hvað þá ef maður fær langvarandi bron- kitis og þarf að fara á hæli. En ég veit svei mér ekki hvar skáldsagna- lesendur leynast annars staðar. — Yður virðist þá kannski eins og sumum öðrum að skáldsagan sé deyj- andi listform? — Skáldsöguformið er orðið út- jaskað; það er búið að skrifa þau feikn af góðum skáldsögum í heim- inum. Allt öðru máli gegnir með leik- rit. Vitrir menn hafa sagt að leikrit skiptist í örfáar kategóríur og hægt sé að semja þau eftir formúlu. — En hvað segið þér um verald- legan frama eins og að hljóta Nóbels- verðlaun? — Um þau er ekkert sérstakt að segja; þetta er eins og hvað annað sem að höndum ber á lífsleiðinni, maður verður að taka því. Ef maður lætur aldrei litla framann blinda sig, þarf maður ekki að óttast stóra fram- ann. Við sköpun listaverka er tíminn frumskilyrði; það tjóar ekki að sinna list í tómstundum sínum. List krefur ótakmarkaðs tíma — auk alls ann- ars. Sumir höfundar vilja vera að hlaupa við fé, sjóða graut, predika yfir söfnuði og því um líkt, og halda að þetta sé þýðingarmeira en skapa DAGSKRÁ 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.