Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 22

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 22
ólagrænn talandi söngstýrunnar næði að hrífa mig með öllu úr þeirri leiðslu, sem söngur barnanna hafði valdið, stóð ég upp og gekk út úr kirkjunni. Regnið hafði jafnvel aukizt. Eg labbaði niður strætið og skyggndist innum gluggann á tómstundaheimili Rauða krossins, en þar stóðu hermenn í þrefaldri röð við kaffisölu- borðið, og jafnvel útum glerið gat ég heyrt borðtenniskúlurnar skondra í herberginu innar- af. Ég gekk yfir götuna og inní borgaralega te- drykkjustofu, sem stóð mannauð að undan- skilinni miðaldra þjónustustúlku, er eftir svipnum að dæma hefði heldur kosið að fá viðskiptavin í óblautum regnfrakka. Ég hengdi frakkann minn á herðatré eins nosturs- lega og mér var unnt, tók mér síðan sæti við borð og pantaði te ásamt kanelbrauði, ristuðu. Þetta voru fyrstu orðaskipti mín þaðsem af var deginum. Svo fór ég niðurí vasa mína, hvern og einn, líka regnfrakka- vasana, og fann að lokum tvö krympluð sendi- bréf til að lesa enn á ný, annað frá konunni minni, þarsem mér var tjáð hve afgreiðslan hjá Schrafft við Atttugustuogáttundu-götu væri crðin slæm; hitt frá tengdamóður minni, er bað mig að vera svo vænn að senda sér obbolítið kasmírgarn við fyrsta tækifæri ég losnaði úr „búðunum". Meðan ég hafði enn ekki rennt upp úr fyrsta tebollanum gekk inn f testofuna fyrirkonan unga, sem ég hafði rétt áðan verið að horfa og hlusta á í kórnum. Hár hennar var gegn- drepa, og sá í eyrun útundan. Hún hafði með- ferðis lítinn dreng, eflaust bróður sinn, og tók af honum húfu hans með því að lyfta henni millum tveggja fingra einsog furðugrip í rann- sóknarstofu. Lestina rak einkar svipmikil kona með linan flókahatt — að líkindum fóstra þeirra. Kórdaman dró af sér kápuna um leið og hún gekk inn gólfið, og það var hún sem valdi bcrðið — ágætis borð, frá mínu sjónar- miði séð, því það var ekki nema fimm-sex metra frá mér, beint á móti. Hún og fóstran tóku sér sæti. Litli snáðinn, sem var áað- gizka fimm ára, var enn ekki reiðubúinn að setjast. Hann tók af sér buruna sína og henti henni frá sér; og með kæruleysissvip hins fædda harðstjóra hóf hann skipulagsbundna stríðni gegn fóstrunni með því að draga stólinn sinn til og frá, hvað eftir annað, og horfa beint framaní hana á meðan. Fóstran stillti sig um að brýna raustina, en gaf hcnum endurtekin fyrirmæli um að setjast og hætta öllum kjána- skap; en það var þó ekki fyrr en systirin tal- aði til pilts, að hann lét hlýðnast og mjakaði rassinum uppá stólbrúnina. Óðar var hann búinn að grípa pentudúkinn og setja á höfuð sér. Systir hans tók hann af honum, fletti honum sundur og breiddi úr honum í kjöltu hans. í þann mund sem þeim var fært teið, sá kórdaman að mér varð litið yfirtil þeirra. Hún leit til mín á móti, þessum máls- og vog- ar-augum sínum; sendi mér síðan bros, fyrir- varalaust, en mjög varfærið og stutt. Þó var það sérkennilega bjart, einsog varfærin smá- bros stundum geta verið. Ég brosti á móti, á miklu óvarfærnari hátt, og lét efrivörina leyna biksvartri bráðabirgða-fyllingu í framtönnun- um. Og þá vissi ég ekki fyrr til en hin unga fyrirkona stóð alltíeinu við borðið hjá mér, í öfundsverðu hispursleysi sínu. Hún var í köflóttum kjól, skozkum — líklega úr Camp- bell-efni. Mér fannst þetta öldungis afbragðs- kjóll fyrir kornunga stúlku á syndaflóðsdegi sem þessum. „Ég hélt að Ameríkanar hefðu andstyggð á tei,” sagði hún. Þetta var enganveginn athugasemd hnittins dóna, heldur þess manns sem metur þekking- una mikils og jafnan vill hafa það er sannara reynist. Ég svaraði því til, að sumir okkar drykkju aldrei annað en te. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki fá sér sæti við borðið hjá mér. „Takk fyrir,“ sagði hún. „Kannske sem allra snöggvast." Ég stóð upp og dró fram stól fyrir hana, þannsem var andspænis mér, og hún settist á blábrúnina, með bakið teinrétt án minnstu fyrirhafnar. Ég gekk — alltaðþví hljóp — í sæti mitt aftur, allur að vilja gerður að láta ekki mitt eftir liggja svo samtal mætti tak- ast. En þegar ég var setztur, gat mér ekkert 20 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.