Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 68

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 68
reyndar viðfelldinn lestur. Einar Bragi yrkir um eilífð jarðargróðans og milt frjóregnið sem blessar okkur öll; um hreininn unga sem hverfur á vit dauðans í faðmi Kiðjafellshlíða; um ástina sem kemur til okkar í apríl þegar við erum sextán ára. í þessum Ijóðum og öðr- um fleiri lifir náttúran hljóðlátu Iífi, og í öllu yfirlætisleysi sínu tekst skáldinu að draga upp sannfærandi myndir. Þó eru enn ótalin beztu ljóð bókarinnar, Con amore, Spunakonur og — kannski — Andante. í hinu fyrstnernda ljóði yrkir skáldið um konuna sem hann elsk- ar, kf-nuna með næturgala í augum, unga ó- létta konu: „konuna stolta sigurglaða sýnandi öllum heiminum sinn vorsána frjóa akur þar sem undrið vex í myrkri moldinni gljúpu: vex.“ í þessu ljóði kemur fram sama lífsást, sama gleði í faðmi náttúrunnar og í öðrum einlæg- ustu ljóðum bókarinnar; ég held að þessi til- finning sé meginstyrkur Einars Braga sem skálds. Spunakonur er aftur á móti af öðrum toga spunnið; þar segir skáldið af systrum þeim þremur er sitja á heimsenda og spinna okkur örlög, unz þar kemur að lokum að þær nema boð um höf: berið nú spunann fram. Sterkt Ijóð, kannski bezt þessara þriggja. I Andante er það draumurinn um „miklu ágætari framtíð handa oss og börnum vorurrí1 sem knýr skáldið til Ijóða, draumurinn um daginn sem kemur: „þegar stjarnan rauða kviknar og vér göngum sigurglaðir veginn fram í vöku bræður.“ Og er að vísu hvorki staður né stund til að ræða slíkan draum cg réttmæti hans hér. — ÖIl þessi Ijóð eru ort í einföldu sterku formi, skáldið nær tangarhaldi á minnisstæðum tákn- um, og ljóðin vaka áfram í huga manns eftir að Iestri er lokið. Það gefur þeim vinninginn fram yfir prósaljóðin sem áður var vitnað til, og eru þau þó einnig hugþekkur kveðskapur. Miklu ver kann ég við Ijóð eins og Noc- turne — mér finnst það hálfgildings uppgerð — eða Báruljóð og Vorljóð sem eru eins og hvert annað máttlaust gjálfur við eyra manns. En víst er ástæðulaust að fara að fárast yfir þessum litlu Ijóðum, þau hverfa hvort sem er í skugga beztu Ijóðanna í bókinni, og með þeim hefur Einar Bragi, sýnt fram á skáld- gáfu sína svo að hún verður ekki dregin f efa framar. Hörður Agústsson hefur gert teikningar í bók Einars Braga, og ber honum vissulega helft heiðursins af bókinni; myndskreyting lians er góð list og ekki síður unaðsauki að „lesa“ myndirnar en ljóðin sem þær fylgja. O O O Þeir Einar Bragi og Jónas Svafár eiga víst um fáa hluti sammerkt. Reiðlag þeirra á Pegasusi er næsta ólíkt, annar fer með ærslum og ósköpum, situr jafnvel öfugur í hnakknum, en hinn tekur gangvara sinn miklum mun hófsamlegri tökum og fer fram svo sem nefið veit — og er það. að vísu viturlegri reið- mennska í langferð. Þð eiga þeir nokkra sam- stöðu: báðir teljast þeir í flokki ungra skálda íslenzkra, en hvorugum er enn gefin raust spá- mannsins. Og þeir eru báðir, hvor með sínum hætti, skemmtilegir fulltrúar íslenzkrar ljóða- gerðar á miðri tuttugustu öld. Ó.J. Hann var sjómaður . . . Jóhannes Helgi: Allra veðra von. Sex sög- ur. Myndskreytingar eftir Jón Engilberts. Setberg s.f. 1957. Jóhannes Helgi varð fyrst kunnur sem höf- undur fyrir tveimur árum, er hann hlaut verð- laun í smásögusamkeppni, er Eimreiðin stóð fyrir í umboði New York Herald Tribune. Fyrir sögu sína Róa sfómenn hlaut hann verð- launin, og var sagan þýdd á ensku og jafnvel fleiri tungur og birt erlendis ásamt öðrum verðlaunasögum. — Er þetta óneitanlega nokkur frami fyrir ungan höfund. Mér segir svo hugur, að Jóhannesi Helga hafi vaxið sjálfsálit — í bezta skilningi — við þann frama sinn, enda má ráða það af orð- um hans í formála fyrir bók sinni, að hann hafi um skeið talið aðra hluti sér þarfari en að sitja við skriftir og búa til sögur. En það fór fyrir honum, eins og svo mörgum, að það 66 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.