Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 4

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 4
unni til framgangs og eflingar. Sú hefur líka oröið raunin, en við lof- uðum góðum vilja okkar til aö styðja þau mál, er við teldum til heilla horfa. Meðal þess, sem við teljum riti okkar til sœmdar, er að hafa í þessum tveimur fyrstu heftum getað flutt lesendum kafla úr leikritum tveggja ungra skálda íslénzkra. Leikmenning íslendinga er ekki rótgróin á sama hátt og með þeim þjóðum, er ágœtastar þykja í þeim efnum. Sú grein menningarlífs okkar er öðrum fremur í deiglunni, þótt við aö sjálfsögðu njótum þar þess, sem vel hefur áður verið gert af leikhús- mönnum. Þótt leikrit séu til þess skrifuö aö vera sýnd á sviði, teljum við þaö eigi að síður geta orðið islenzkri leikritun ofurlitla stoð, að tímarit birti verk leikskálda. Því miöur leyfir rúm okkar ekki, að við birtum verkin i heild. En brotin, sem birtast, geta þó til þess oröið aö vekja forvitni lesenda og umrœður, og fátt er skáldum hollara en rœtt sé um verk þeirra af hlutlægni. Af eðlilegum ástœðum getum við engu lof- að um framhald þessarar viðleitni okkar, en við höfum allan hug á að sýna leilcbókmenntum fulla virðing. í fyrsta heftinu hétum við á ung skáld til stuðnings ritinu. Þetta hefti ber þess nokkurn vott, að þau hafa orðið við liðsbón okkar. Um fátt hefur meira verið rifizt á íslandi undanfarin ár en þá háskalegu konst ungra skálda, sem þau kalla Ijóð. Einhvers staöar sást brydda á því, að ritstýrendum bœri þó að hafa vit fyrir skáldlingum og birta ekki bullið barnanna. Samkvœmt þeirri formúlu mœtti helzt ekkert birta í tíma- ritum, sem ekki kœmi til með að verða í safni gullaldarbókmennta að beztu manna yfirsýn. Vafalaust er ungum skáldum margt nauðsynlegt til lœrdóms, en meðal þess er að fá verk sín birt og hljóta dóma reista á einhverjum rökum. — Því birtum við verk ungra skálda án hliðsjónar af þvi, hvort þau kunni eftir nokkrar aldir að verða sett á bekk með Leirulœkjar Fúsa eða Einari Ben. Og enn heitum við á ungu skáldin til stuðnings. Eftir þœr viðtökur, sem rit okkar hefur hlotiö, hefjum viö útgáfu nœsta árgangs bjartsýnni en við vorum í fyrstu. Mun nœsta hefti vœnt- anlega koma út i marz, og með þessu hefti er upplag ritsins aukið um fimm hundruð eintök. Dagskrá mun sem áður haldið utan við dœgur- þras og ríg stjórnmálabaráttunnar, og enn munum við leitast við að gæta þess frjálslyndis og þeirrar — að vlsu skeikulu — dómgreindar, sem dauðlegum mönnum er gefin. Ritstj. 2 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.