Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 10

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 10
að ég hef ekki átt von á, að fólkið væri svo kvæðaelskt, að það vildi endilega fara að hlusta á mig þylja Ijóð. Ég hef þá sett í sögu það, sem í huganum hefur búið. En þetta hef- ur ekki verið annað en riss, sem er gjörsamlega óunnið. Ef ég ætti að fara að gefa út sagnasafn, þá er það ekki nema þessi eina saga, er ég minntist á, sem ég ekki myndi breyta neitt. — Stundum heyrist hampað slag- orðum eins og listin fyrir listina, en aðrir telja bókmenntir og listir eiga hlutverki að gegna í hinni daglegu lífsbaráttu. Hvað viltu segja okkur um þínar skoðanir á þessu? — Ef skáld hefur ekki löngun til að hugsa um hin svokölluðu dægur- mál, þá á því auðvitað að vera frjálst að láta þau afskiptalaus, eins og hin- um á líka að vera frjálst að hóa í lætin og taka afstöðu. Ég skal ekkert fullyrða, hvort verður lífvænlegra. Ég held, að Sigurður Breiðfjörð hafi t. d. aldrei lagt neitt til í sjálfstæðis- málinu, en hann setti sögur í ljóð, sem menn virðast enn hafa gaman af. Hið sama má held ég segja um Jón á Bægisá. En i skáldskap slíkra manna kemur oft fram ýmislegt, sem þjóðin telur sig hafa stuðning af í lífsbaráttu sinni, þótt ekkert slíkt hafi vakað fyrir höfundunum. Við vitum líka, hvernig skáldverk eru toguð til hægri og vinstri, ef menn telja þau geta þjónað málstað sínum, án þess að höfundarnir hafi lagt nokkuð til málanna af ráðnum hug og séu jafn- vel að yrkja um fjarskyld efni. — En hvað um afstöðu skálda til hcimsmálanna? — Sumir fylgjast auðvitað með þeim með sjálfum sér án þess að láta þau frekar til sín taka. Ég var alinn upp á þeim tíma, er ungmennafélögin stóðu í blóma, og með þcim mönn- um, sem áttu þá hugsjón, að við gæt- um búið einir og óháðir í landi okkar. Síðan hefur mér alltaf verið sú hugs- un ógeðfelld, að svo ætti ekki að vera. Að skipa sér í flokk stríðandi afla skapar út af fyrir sig ekki öryggi, og hernaðarbandalag ætti að vera hlægi- legt hugtak íslendingi. Úr því að ör- yggi verður ekki meira fundið í ein- um stað en öðrum, þá held ég, að bezt sé fyrir litla þjóð eins og íslend- inga að standa ein og óháð. Og það er raunverulegur hlutur, að vcrði smáþjóð háð annarri sterkari fjár- hagslega, eins og mér finnst víð vera hér, þá er sjálfstæði hennar hætt. o o o — Svo að við víkjum að ljóðlist íslendinga nú, hvernig lízt þér á ungu skáldin? — Mér þykir yfirleitt ákaflega vænt um ung skáld. Mér finnst ég finna hjá þeim margt frá eigin æsku, sem mér hefur týnzt með aldrinum. Það er ekki nema eðlilegt, að ung skáld vanti persónueinkenni. Þau birta nú ljóð sín yngri og eru óráðn- ari menn en þau skáld, sem fram komu á árunum 1900—1930. Mönn- um finnst það jafnvel vera sérkenni þeirra, að þau eru ekki búin að fá persónuleg einkenni. — A hvaða ung skáld mér lítist bezt? — Maður má engin nöfn nefna. Það er mikil bölvun ungu skáldi að vera að hæla því um 8 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.